Morgunblaðið - 30.12.2009, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.12.2009, Blaðsíða 28
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 2009 Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins Til eru eldtefjandi efni sem hægt er að úða yfir kertaskreytingar. Aldrei má þó treysta á að slíkt komi í veg fyrir bruna. Munið að slökkva á kertunum ALLT er breyt-ingum undirorpið, nú er Evrópubandalagið búið að toppa kúreka vestursins í Bandaríkj- unum. Þeir voru þekkt- ir fyrir að taka af lífi einstaklinga sem voru misgóðir eða illir eftir atvikum. Ekki hefur þetta þótt vera til eft- irbreytni en nú hefur Evrópubandalagið toppað kúrekana og stuðlar að því að heilar þjóðir séu teknar af lífi með fjárhagslegu kverkataki. Skúrkarnir sem EB ver í dag gagnvart Íslend- ingum eru Bretar og Hollendingar, á morgun? Nú ætlar Evrópu- bandalagið að freista þess að taka Ís- lendinga af lífi án dóms og laga vegna þess að EB þorir ekki að leggja ágreining þjóðanna í dóm. Þeir vita nefnilega upp á sig skömm- ina, vita að ein aðalástæðan fyrir ótrúlegu og gölnu flæði bankanna fram að bankahruni var vitlaust reglugerðarverk Evrópubandalags- ins. Þeir vita einnig að hvergi er staf- ur fyrir því að Ísland eigi að bera á byrgð á einkarekstri hvorki í bönk- um né öðru. Icesave-samningar ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur eru skelfi- legustu samningar í sögu íslenska lýðveldisins, nánast algjör þjónkun við Breta og Hollendinga í skjóli EB og algjörlega á þeirra forsendum. Ríkisstjórn Íslands ver ekki einu sinni íslenska dóms- og réttarkerfið, það er hundsað í samningunum eins og hundaæði. Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra hefur sýnt aðdáun- arverða takta í að láta Samfylk- inguna moka yfir sig óhroðanum og hann hefur hrópað og hrópað að þeir samningar sem nú liggja fyrir hafi verið gerðir af ríkisstjórn sjálfstæð- ismanna og Samfylkingar. Þessi boð- skapur er leikur með sannleikann. Fyrri ríkisstjórn gaf vilyrði fyrir því að ganga til samninga með skil- yrðum og formerkjum um getu Ís- lands, svokölluðum Brussel- viðmiðunum og eitt er að vilja ganga til samninga en annað að semja. Í samning- unum skeði klúðrið, misskilningur á mis- skilning ofan, reynslu- leysi og undirlægju- háttur við útlendinga, þekkingarleysi í gerð fjölþjóðlegra samninga í anda forsætisráð- herrans sem talar ekki útlensku. Um þessa síbylju Steingríms Sigfússonar hefur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar og utanrík- isráðherra á mesta umbrotatím- anum, kveðið fastast að orði allra ís- lenskra ráðherra að meðtöldum Geir Haarde. Í bréfi sínu til utanrík- ismálanefndar Alþingis 18. des. sl. orðaði hún það svo að þaninn streng- ur stjórnvalda í Evrópu haustið 2008 hefði verið yfirspenntur vegna ótta við óróann á fjármálamörkuðum, ótta við það að gert yrði áhlaup á evr- ópska banka vegna mistakanna í reglugerðarverkinu. Þess vegna eru þeir tilbúnir að fella litla þjóð sem hefur ekki sömu stöðu og stórveldin til þess að rétta vitleysuna af. Um þessa „ábyrgð“ sagði Ingi- björg Sólrún: „Rétt er hins vegar að taka fram að þó að hin sameiginlegu viðmið feli í sér pólitíska skuldbind- ingu þá skuldbinda þau Ísland ekki með neinum hætti að þjóðarrétti ef ný stjórnvöld vilja hafa þau að engu.“ Þetta eru ummæli leiðtoga sem þor- ir. Í stað þess að standa einmitt fast á þessu lúffar ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur í einu og öllu svo með ólíkindum er og fjármálaráðherra talar fjálglega sem málsvari Breta og Hollendinga en ekki síns fólks. Maður gæti haldið að Steingrímur Sigfússon væri orðinn háður því að engjast og þjást eftir áratuga stjórn- arandstöðu og svo bíður hann upp á það í nafni aðstoðarmanns síns að dusta rykið af gömlum hag- fræðikenningum frá tíð Sovétríkj- anna og gera tilraunir á Íslend- ingum. Er nema von að landsmenn guði sig í bak og fyrir. Icesave- samningurinn er gjörsamlega óbrúk- legur og stórhættulegur sjálfstæði Íslands og eðlilegum möguleikum til uppbyggingar. Minnumst þess:  að Íslendingum ber engin skylda til þess að greiða samkvæmt kröfum Breta og Hollendinga.  að krafan um ríkisábyrgð er einsdæmi í samningum Evr- ópuþjóða.  að menn vita ekki einu sinni hvað Icesave-samningurinn þýðir í peningum.  að Íslendingar eiga ekki að láta bjóða sér að íslensk lög séu hundsuð.  að Íslendingar eiga ekki að láta bjóða sér að Bretar og Hollendingar neiti dómstólaleið.  að Íslendingar eiga ekki að láta bjóða sér að dómar sem kunni að falla um samsvarandi mál geti ekki komið Íslendingum til góða.  að Íslendingar eiga ekki að láta villta vestrið í EB ráða aftökuaðför að Íslendingum án dóms og laga.  að Íslendingar eiga að hafna yf- irskuldsetningu lítils Evrópulands með kverkataki EB.  að valdhroki Evrópubandalags- ins gagnvart Íslendingum er með ólíkindum.  að Evrópubandalagið vill gleypa Ísland með húð og hári, flaka sjálfstæði Íslands með því að gera Ísland að efnahagslegri nýlendu Breta og Hollendinga og ná yfirtök- um á auðlindum Íslands.  að ef þessi skelfilegi Icesave- samningur verður samþykktur af Al- þingi mun ómældur tími með óvissu og meiri óvissu fara í það að fá samn- inginn ógiltan á næstu misserum og árum, því samningurinn er ekki brúklegur fyrir Ísland. Hann er höggstokkur. Villta vestrið í Evrópu- bandalaginu toppar kúreka- samfélag Ameríku Eftir Árna Johnsen »Nú ætlar Evrópu- bandalagið að freista þess að taka Ís- lendinga af lífi án dóms og laga vegna þess að EB þorir ekki að leggja ágreining þjóðanna í dóm. Árni Johnsen Höfundur er alþingismaður. ÞIÐ EIGIÐ ekki landið, þið eigið ekki ríkissjóð, við þjóðin er- um ekki þrælar ykkar, þið eruð fulltrúar okk- ar á alþingi og þangað send af okkur til að sinna þeim störfum sem til falla þar og með þeim hætti sem þið sjálf sögðust mundu gera í síðustu kosn- ingabaráttu og ekki síst eftir lögum um drengskap og sannfæringu en ekki eiginhagsmunum ykkar, vina og vandamanna eða valdagræðgi. Nú hefur þing verið hreint með ólíkindum frá síðustu kosningum, þið hafið hagað ykkur eins og fífl, þótt það eigi að heita að þið séuð orðin fullorðin, þið skiptið ykkur í tvo hópa algerlega eftir línum flokks og annarra hagsmunaeigenda en gá- ið ekkert að hagsmunum þjóð- arinnar, nákvæmlega ekki neitt. Það getur ekki verið eðli svo stórs máls sem Icesave er og annarra erlendra skuldavandamála að þingmenn skiptist í tvennt eftir flokkslínum, í svo stóru máli eiga þingmenn þjóð- arinnar að setjast sam- an niður og finna á því leysanlegan flöt og leggja til hliðar hroka og heimsku. Það voru nokkrir einstaklingar sem ollu þessu tjóni og það er gjörsamlega ólíðandi að nokkrir þingmenn komi því alfarið á fjöl- skyldurnar í landinu án þess að við fáum nokk- uð um það að segja eða vita og það hlýtur að vera skýlaus krafa okkar þegnanna sem ykkur kusum að þið anið ekki að neinu sem ekki verður bætt og að við verðum upplýst um alla þætti málsins fyrir atkvæðagreiðslu um málið. Það hlýtur að vera krafa okkar kjósenda að þið þingmenn sem hafið sýnt okkur þann hroka og þá fyr- irlitningu að ætla að binda okkur nánast ævarandi skuldaklyfjum, án þess að þið takið neitt annað til greina en eigin hagsmuni og án þess að þið notið neitt annað en ykkar dæmalausu heimsku til að taka ákvarðanir eftir, sýnið af ykkur þann drengskap að segja af ykkur tafarlaust og efna til kosninga. Herra forseti, Ólafur Ragnar Grímsson, þú getur ekki verið svo skyni skroppinn að sjá ekki að þing- heimur ræður ekki við verkefnið og þú hlýtur að sjá það að skynsamleg- asta í stöðunni er að leysa upp þing og setja starfsstjórn eða svokallaða neyðarstjórn þar sem enginn kemur að sem komið hefur að pólitík og eða á neinna annarra hagsmuna að gæta og allra síst einhver „vinur“ ykkar, þinn eða alþingismanna. Alþingismenn og forseti, sýnið af ykkur manndóm og hættið að bulla um að hitt og þetta svo hræðilegt gerist eða að það sé ekki önnur leið til, þið vitið betur og reynið að vinna að þessu verkefni af heilindum. Kæru alþingismenn og herra forseti Íslands Eftir Högna Sig- urjónsson » Það getur ekki verið eðli svo stórs máls sem Icesave er og ann- arra erlendra skulda- vandamála að þingmenn skiptist í tvennt eftir flokkslínum … Högni Sigurjónsson Höfundur er fiskeldisfræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.