Morgunblaðið - 30.12.2009, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 30.12.2009, Blaðsíða 43
Menning 43FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 2009 Það er núna verið að vinna að óskars- útnefningu fyrir árið 2011 44 » ELEKTRA Ensemble heldur tónleika á Kjarvalsstöðum í kvöld kl. 20, en það eru loka- tónleikar hópsins sem tónlist- arhóps Reykjavíkur 2009. Um efnisskránna leika franskir straumar með verkum eftir Saint-Saëns, Debussy og Fauré o.fl. Tónlistarkonurnar fimm í Elektru eru Ástríður Alda Sigurðardóttir píanóleik- ari, Emilía Rós Sigfúsdóttir flautuleikari, Helga Björg Arnardóttir klarínettu- leikari, Helga Þóra Björgvinsdóttir fiðluleikari og Margrét Árnadóttir sellóleikari. Allar eru þær há- menntaðar í tónlist og hafa m.a. hver um sig leikið einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Tónlist Frönsk tónlist hjá Elektru í kvöld Fjórar Elektrur. HLJÓMSVEITIN Árstíðir, sem hefur vakið mikla athygli á árinu fyrir þjóðlagaskotna og melódíska tónlist sína, heldur tónleika á Kaffi Rósenberg í kvöld og hefjast þeir kl. 22. Hljóðfæraskipun Árstíða er sérstök, en með söngnum er leikið á þrjá gítara, selló, fiðlu og píanó. Árið 2009 hefur verið viðburðaríkt fyrir Árstíðir. Fyrsta breiðskífa sveitarinnar kom út í júní sl. og var henni fylgt eftir með tón- leikaferðalagi um landið. Síðan þá hafa meðlimir verið iðnir við að spila opinberlega, og mætti þar sér í lagi nefna hátíðina Iceland Airwaves í októ- ber og tónleika með KK í nóvember. Tónlist Árstíðir spila á Rósenberg í kvöld Árstíðir SÍÐUSTU tónleikar ársins hér á Íslandi verða í Hallgrímskirkju á morgun, gamlársdag, kl. 17. Það er í sautjánda sinn og að hefð að trompetleik- ararnir Ásgeir H. Stein- grímsson og Eiríkur Örn Pálsson og Hörður Ás- kelsson organisti kveðja þar gamla árið og fagna því nýja með lúðraþyt og organleik. Þeir leika tvær sónatínur eftir Johann Pezel, Konsert fyrir tvo trompeta og orgel eftir Joahnn Melcior Mol- ter, Adagio eftir Giazotto og Albinoni og Tokkötu og fúgu í d-moll eftir Bach. Fyrsta verk tón- leikanna er nýtt, Giubilante, eftir Áskel Másson. Forsala miða er í Hallgrímskirkju. Tónlist Hátíðarhljómar við áramót Trompetería Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is Í TILEFNI af 100 ára afmæli Vatnsveitunnar í Reykjavík í ár og 10 ára afmælis Orkuveitu Reykjavíkur, hefur Orkuveitan gefið út vegleg rit um sögu Vatnsveitunnar eftir Hilmar Garðarsson, Sögu Rafmagnsveitu Reykjavíkur eftir Sumarliða Ísleifsson og Sögu Hitaveitu Reykjavíkur eftir Lýð Björnsson. Í ritunum þremur er saga fyr- irtækjanna rakin, en öll sameinuðust þau í Orku- veitu Reykjavíkur fyrir áratug. Eiríkur Hjálmarsson upplýsingafulltrú Orku- veitunnar segir að ritin þrjú eigi sér mismunandi sögu. „Það var ákveðið á 90 ára afmæli Vatnsveit- unnar, fyrir réttum áratug, að skrifa sögu hennar. Saga Rafveitunnar var gefin út 1995, en er nú endurútgefin með viðbótum. Saga Hitaveitunnar hefur verið í smíðum um hríð. Árið 2006 var svo ákveðið að stefna þessum ritum saman í eina heildaútgáfu.“ Hvatning til að veita sem besta þjónustu En hvaða þýðingu hefur það fyrir Orkuveituna að halda sögu þessara fyrirrennara sinna til haga fyrir utan hið augljósa sagnfræðilega gildi? „Orkuveita Reykjavíkur er samfélagslegt fyr- irtæki, sem lítur á það sem eina af skyldum sínum að halda til haga sögu veitnanna. Af henni er með- al annars ljóst hversu mikil áhrif veiturnar hafa haft á þróun og velferð í þeim samfélögum, sem þær hafa þjónað. Að þekkja þessa sögu, til dæmis áhrif góðrar vatnsveitu á heilsufar og atvinnulíf, áhrif hitaveit- unnar á heilsufar og efnahag, áhrif rafveitunnar í lifnaðarhætti á heimilum fólks og atvinnuþróun, er Orkuveitunni og starfsfólki hennar hvatning til að veita samfélaginu sem allra besta þjónustu.“ Eiríkur segir að saga veitustofnananna þriggja sé að því leyti lík að hún hafi verið umdeild á vett- vangi stjórnmálanna, enda hafi verið kostn- aðarsamt á sínum tíma að koma starfsemi þeirra á fót. „Þannig var lagning Vatnsveitunnar, árið 1909, stærsta framkvæmd Íslandssögunnar, til þess tíma. Rafveitan var ekki síður umdeild. Þannig var ákveðið að fara í gasvæðingu, áður en til rafvæðingar kom. Gasveitan stóðst ekki tímans tönn. Hitaveitan var afar umdeild. Til marks um það eru skoðanaskipti á 4. áratugnum um það hvert ætti að sækja heita vatnið; á Hengilssvæðið, en þar var ekki virkjað fyrr en 1990, í Krýsuvík þannig að Hafnfirðingar gætu fengið heitt vatn í leiðinni, eða í Mosfellssveit, sem raunin varð. Það má ekki gleyma því að hitaveitan ruddi úr vegi öðrum orkugjöfum, aðallega kolum og olíu og sendu starfsmenn Kola og salts yfirvöldum bæna- skjal um að fá vinnu við lagningu hitaveitunnar. Það sem er helst ólíkt að hitaveitan átti sér nán- ast engar fyrirmyndir erlendis. Framgangur hennar og umræða um hana réðst að verulegu leyti af því að hún var í raun þróunarverkefni alla tíð,“ segir Eiríkur. Spurður um hvort einhver hluti veitnanna þriggja hafi farið forgörðum með tilkomu Orku- veitunnar segir Eiríkur að þvert á móti hafi þær sameinaðar reynst betur í stakk búnar til að halda sögunni til haga og minjum um hana. „Áhersla á þennan þátt var nokkuð mismunandi innan veitn- anna en nú er leitast við að standa vörð um þenn- an þátt í sögu samfélaga og atvinnureksturs á Ís- landi, hvort sem um er að ræða heitt vatn eða kalt eða rafmagn.“ Kostnaður við útgáfu og prentun bókanna nam, að sögn Eiríks, 7,8 milljónum króna. Umdeildar, en bættu lífið  Orkuveitan gefur út sögu Hitaveitunnar, Vatnsveitunnar og Rafmagnsveit- unnar í þremur vönduðum bindum  Sagnfræðileg heimild um velferðarsögu Lækurinn Thomsens Magasin fyrir miðju og hægra megin. Húsið vinstra megin, Klúbb-húsið, stendur enn við Hafnarstræti 20. Lækurinn í Reykjavík er óbyrgður á myndinni, lítil brú yfir hann, en á torg- inu sjást pípur Vatnsveitunnar sem komu til landsins sumarið 1908. Pétur Brynjólfsson tók myndina. Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is SALA á íslenskri tónlist hefur haldist nokkuð jöfn og reyndar aukist frá árinu 1999, en sam- dráttur verið talsverður í erlendri tónlist á sama tíma. Þegar rætt var við útgefendur og plötusala í haust voru menn vægast sagt svart- sýnir og sumir spáðu allt að þriðjungs sam- drætti á árinu; einn sagði það í byrjun desem- ber að sala á þrjátíu söluhæstu plötunum væri að minnsta kosti 30% minni en árið 2008. Af samtölum við söluaðila og útgefendur í gær kom þó fram að samdrátturinn yrði ekki eins harkalegur og þeir hefðu óttast, enda hefði plötusala hrokkið rækilega í gang síð- ustu vikuna fyrir jól. Eiður Arnarsson, útgáfustjóri íslenskrar tónlistar hjá Senu, segir að sér sýnist ljóst að einhver samdráttur hafi orðið, en erfitt að gera sér grein fyrir því þar sem ekki séu öll kurl komin til grafar. „Smásalan var svo aft- urþung að erfitt er að átta sig á því, en mín til- finning er sú að það sé samdráttur, jafnvel talsverður, í eintökum, en samdráttur í verð- mætum er mun minni. Ég held að minnkunin sé svipuð á innlendri og erlendri tónlist, en þetta er að mestu ágiskun þar sem við eigum eftir að sjá endanlegar tölur yfir söluna síð- ustu dagana fyrir jól.“ Aðspurður hvað valdi samdrættinum segir Eiður að það sé engin einhlít skýring en sú þó helst að topparnir séu lægri, þ.e. að söluhæstu plöturnar seljist ekki í eins stóru upplagi. Aukning hjá Smekkleysu Segja má að Laugavegurinn hafi gengið í endurnýjun lífdaga eftir hrunið, eða það er í það minnsta mat Ásmundar Jónssonar, for- svarsmanns Smekkleysu, sem rekur plötubúð á Laugaveginum. Hann segist þannig ekki hafa fundið fyrir samdrætti; verslunin hafi selt fleiri plötur á árinu 2009 en 2008. „Þetta er ekki mikil aukning en aukning þó,“ segir Ásmundur og aðspurður um skýr- ingu segist hann helst skrifa það á þá stefnu verslunarinnar að vera með sem fjölbreyttast úrval af tónlist, en ekki að bjóða bara upp á það sem er vinsælast hverju sinni. Þetta hafi dugað vel því ljóst sé að þótt sala á vinsælustu tónlistinni hafi minnkað seljist fjölbreyttari tónlist betur. „Það má svo ekki gleyma því að innfluttar plötur hafa hækkað um 60-100% á milli ára vegna gengisþróunarinnar og það hlýtur eðli- lega að draga úr sölu.“ Pötusala minnkar  Talsverður samdráttur í seldum eintökum, en minni í verðmætum  Topparnir lægri Morgunblaðið/Valdís Thor Plötubúð Sala í plötuverslun Smekkleysu var meiri árið 2009 en 2008. VALNEFND á vegum Leiklist- arsambands Ís- lands hefur kom- ist að þeirri niðurstöðu að barnaleikritið Gott kvöld eftir Áslaugu Jóns- dóttur skuli hljóta tilnefningu til Norrænu leik- skáldaverðlaunanna. Í valnefndinni sátu Silja Að- alsteinsdóttir, útgáfustjóri, Að- alsteinn Ásberg Sigurðsson, rithöf- undur og tónlistarmaður og Jórunn Sigurðardóttir, dagskrárgerð- armaður. Norrænu leiklist- arsamböndin standa að Norrænu leikskáldaverðlaununum sem veitt eru annað hvert ár í tengslum við Norræna leiklistardaga. Að þessu sinni var ákveðið að verðlauna leik- skáld fyrir barnaleikrit þar sem Norrænu leiklistardagarnir verða haldnir í tengslum við barnaleik- húshátíðina BIBU í Svíþjóð í maí. Gott kvöld tilnefnt Áslaug keppir um leikskáldaverðlaun Áslaug Jónsdóttir SÆNSKI rithöfundurinn Henning Mankell hefur verið ráðinn til að semja stóra leikna sjónvarps- þáttaröð um tengdaföður sinn, kvik- myndaleikstjórann Ingmar Berg- man. Mankell er höfundur gríðarvinsælla bóka um lögreglu- manninn Kurt Wallander. Það er sænska ríkissjónvarpið STV, sem stendur að gerð þáttanna og er reiknað með að þeir verði eitt stærsta verkefni sem sjónvarps- stöðin hefur lagt í, en gert er ráð fyr- ir því að þættirnir verði sýndir árið 2012. Mankell, sem kvæntur er Evu Bergman hefur þegar hafist handa og lagt fram 90 síðna drög að verk- inu, þar sem hann tvinnar saman heimildir og skáldskap. „Erfiðleikar í lífi Ingmars snerust um það hvað hann gat verið óbilgjarn í list sinni. Það varpaði iðulega skugga á sam- band hans við vini og fjölskyldu,“ hefur Sænska dagblaðið eftir Man- kell. Mankell skrifar um Bergman

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.