Morgunblaðið - 30.12.2009, Blaðsíða 44
44 MenningFRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 2009
Teiti ein er fengið hefur nafnið
„Millennium Party“ verður haldin á
skemmtistaðnum NASA annað
kvöld og verður nýju ári fagnað
með því að dansa við tónlist frá
aldamótum og þar um kring, ár-
unum 1999-2001. Það eru skífu-
þeytararnir DJ Kiki-Ow og DJ Cur-
ver sem halda uppi stuðinu og
mynda tvíeykið No Limits Ltd.
Tvíeyki þetta hefur hin síðustu ár
staðið fyrir skemmtunum með tón-
list frá síðasta áratug liðinnar ald-
ar, á hinum ágæta NASA. Mikið
verður um dýrðir, sjálflýsandi
stangir og ljósaspil. Miðasala fer
fram á midi.is en einnig í Spútnik á
Laugavegi og í Kringlunni.
Tónlist aldamótanna
verður í heiðri höfð
Fólk
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
SÖNGKONAN Jóhanna Guðrún landaði öðru
sæti í Evróvisjón þetta árið eins og frægt er orð-
ið með laginu „Is it True?“. Jóhanna söng sig
með tilþrifum inn í hjörtu þeirra sem á horfðu en
sigurinn kom engu að síður í hlut hins snoppu-
fríða Alexanders Rybaks frá Noregi sem töfraði
fólk með sér fyrir tilstuðlan hins ægigrípandi
„Fairytale“.
Töfrar Rybaks virðast þó ekki duga á hina
hörðu evróvisjónaðdáendur, sem vísast er nóg
af, þar sem lesendur evróvisjónvefjarins Escto-
day.com, sem er sá allra burðugasti í þeim fræð-
unum, völdu í fyrradag framlag Jóhönnu sem
besta lagið. Þá var Jóhanna valin besta söng-
konan, texti íslenska lagsins eftir þá Óskar Pál
Sveinsson, Tinatin Japaridze og Chris Neil val-
inn besti textinn og íslenski bakraddahópurinn
var einnig talinn vera bestur.
„Þetta er auðvitað frábært,“ segir Jóhanna.
„Ég bjóst ekki við neinu þegar ég fór út og þessi
mikla velgengni lagsins, að keppni lokinni, kem-
ur þægilega á óvart. Lagið hefur verið valið það
besta af fleiri síðum og ég á víst einhvern bikar í
Þýskalandi sem ég fékk fyrir að vera besta söng-
konan! Mér finnst mjög vænt um að vera svona
vel þokkuð hjá þessum evróvisjónaðdáendum og
lagið virðist ætla að lifa góðu lífi áfram á þeirri
plánetu. Þetta er allt saman mjög jákvætt og
þessi athygli hefur hjálpað ferli mínum mikið.“
„Hefur hjálpað ferli mínum mikið“
Vinsæl Evróvisjónheimurinn dáir Jóhönnu.
Þær stórfréttir bárust Morg-
unblaðinu í gær að hljómsveitin
Sólstafir muni stíga á svið með
mörgum af helstu risum þunga-
rokksins á stærstu þungarokks-
hátíð í heimi næsta sumar sem ber
heitið Wacken: Open Air. Talið er
að 70 þúsund manns sæki hátíðina.
Af sveitum sem stíga á svið má
nefna Iron Maiden, Slayer, Mötley
Crüe og Alice Cooper.
Hátíðin er haldin í Þýskalandi og
fer fram dagana 4.-7. ágúst. Hún
verður haldin í 21. sinn á næsta ári
og í fyrra seldist upp á hana, 70.000
miðar. Og ekki nóg með að selst
hafi upp heldur gerðist það hálfu
ári áður en hún hófst. Hátíðin verð-
ur sú langstærsta sem Sólstafir hef-
ur komið fram á. Sú stærsta sem
hún hefur leikið á er Party San sl.
haust en hana sóttu 12 þúsund
manns.
Á næsta ári mun sveitin einnig
koma fram á Summer Breeze Open
Air sem um 40 þúsund manns munu
sækja. Mikilli flösu þeytt þar.
Sólstafir spila með
Iron Maiden og Slayer!
Og talandi um áramótapartí.
Þau verða auðvitað víða um borg
og land og eitt þeirra verður haldið
á Apótekinu. Þar munu Sammi
„Jagúar“ og Helgi úr Hjálmum
verða í hlutverki gestgjafa og bjóða
upp á stuðtónlist. Á Sódómu
Reykjavík flytur sérsaumuðu
hljómsveit væna blöndu af rokki og
róli, rokkhundar úr Brain Police,
Cliff Clavin, Ensími, Lights On the
Highway og Númer Núll. Þá verður
áramótafagnaður Jóns Jónssonar
haldinn á Austri, skífuþeytarar Gus
Gus DJ set, Margeir, Sexy Lazer og
Casanova. Á nýárskvöld verður Sál-
in á Spot en í kvöld verða Litlu ára-
mótin haldin á NASA, með Retro
Stefson og FM Belfast. Partííí!!!!
Partí út um allt,
fyrir og eftir áramót
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
„HVERNIG sæki ég að þér?“ er
opnunarspurning blaðamanns til
stórleikstjórans Friðriks Þórs Frið-
rikssonar, spurn-
ing sem er þraut-
reyndur og vel
dugandi ísbrjót-
ur. Það er kvöld
og klukkan er tíu
mínútur yfir sjö.
„Bara ágæt-
lega,“ svarar
Friðrik með
hægð. „Ég er
bara að horfa á
fréttirnar. Og það
er auðvitað ekkert í fréttum.“
Þá er lag að koma með næsta út-
spil, sem er í formi kumpánlegrar
óskar: „Eigum við þá ekki bara að
kýla á spjall?“ Og Friðrik svarar,
með sömu stóísku rónni: „Alveg
endilega.“
Beðið eftir Kristbjörgu
Mamma Gógó er mynd sem bygg-
ist lauslega á þeirri reynslu sem
Friðrik varð fyrir þegar móðir hans
greindist með Alzheimer. Það er
Kristbjörg Kjeld sem fer með aðal-
hlutverkið, Hilmir Snær Guðnason
leikur son hennar en með önnur
veigamikil hlutverk fara þau Gunnar
Eyjólfsson og Margrét Vilhjálms-
dóttir.
„Þetta gekk alveg ljómandi vel,“
segir Friðrik þegar hann er spurður
út í vinnsluna á myndinni.
„Ég var með mikið af mínu gamla
starfsfólki sem ég þekki svo vel og
svo eru þessir snilldarleikarar þarna
líka. Það getur lítið farið úrskeiðis ef
maður mannar áhöfnina vel.“
Friðrik nefnir í þessu samhengi
þá Ara Kristinsson tökumann,
Hilmar Örn Hilmarsson tónskáld og
Árna Pál Jóhannsson leik-
myndahönnuð.
– Er þetta þá dálítið „business as
ususal“, án þess að það eigi að
hljóma eitthvað neikvætt?
„Já, þannig séð. Þetta er allt fólk
sem kann sitt fag og ég þekki það
inn og út. Það þurfti ekkert mikið að
ræða málin á tökustöðunum. Þetta
gekk eins og smurð vél.“
Blaðamaður hendir fram sæmi-
lega klisjukenndri spurningu, hvort
þetta sé mynd sem leikstjórinn hafi
„orðið“ að gera. Friðrik segist ekki
vilja fara svo langt út í dramatíkina
en vissulega hafi hann alltaf ætlað
að gera þessa mynd.
„Ég varð hins vegar að bíða að-
eins með það,“ segir hann dular-
fullur. „Ég varð að bíða eftir því að
Kristbjörg yrði aðeins eldri. En ég
gat heldur ekki beðið of lengi. Mig
langaði til dæmis að fá Gunnar inn í
þetta líka.“
Latir gagnrýnendur
Litlar upplýsingar er að hafa um
myndina þegar vafrað er um iður
netsins og blöðum síðustu mánaða
flett. Það er einhver lágstemmdur
andi í kringum hana, einhverra
hluta vegna. Og Friðrik passar sig á
því að vera hæfilega til baka þegar
það er gengið á hann með söguþráð
og almenna áferð myndar.
„Söguþráðinn …maður fer nú
ekkert að gefa upp söguþráðinn.
Það er bara fyrir lata og vitlausa
gagnrýnendur sem hafa ekkert vit á
kvikmyndum og bjarga sér fyrir
horn með því að endursegja sögu-
þráðinn í dómunum. En alltént,
myndin fjallar um kvikmyndaleik-
stjóra sem á móður sem haldin er
Alzheimer …“
– „…sjálfsævisöguleg mynd sem
sagt“, skýtur blaðmaður inn í.
„Nei, ekki alveg. Það er kannski
bara einn hluti hennar. Það er þessi
sjúkdómur sem ég byggi myndina í
kringum. En jú, svo er þarna reynd-
ar kvikmyndaleikstjóri líka þannig
að …“
Friðrik segir myndina gerast í
óræðum tíma, hann hafi sett hrunið
þarna inn upp að vissu marki en svo
sé framvindan á þann veg að sögu-
sviðið og atburðarás eru ekki sagn-
fræðilega rétt.
– Mætti segja að myndin tónaði
við síðustu mynd þína, Sólskins-
drenginn?
„Já, það má vel segja það þó að
hún tóni reyndar við allar mínar
myndir. En einhverfa og Alzheimer
eiga sér upptök í sömu heilaflögunni
þannig að þessar myndir eru óhjá-
kvæmilega tengdar. Mamma Gógó
er þó frekar létt mynd þannig, ég er
aðeins að gera grín að sjúkdómnum
m.a. og það eru húmorískar hliðar á
þessu. En annars veit maður aldrei
hvenær fólk tekur upp á því að
hlæja að einhverju í myndum
manns, fólk hló t.d. á stöðum í Börn-
um náttúrunnar sem ég átti ekki
von á að myndu vekja kátínu. En í
Mömmu Gógó reyni ég í öllu falli að
búa til góða stemningu, ég brosi út í
annað getum við sagt.“
Lokaspurningin
Og þá er komið að lokaspurning-
unni. Og hún er stór. Hvernig sér
Friðrik þessa mynd í samanburði
við fyrri verk og er hægt að stika
hana að einhverju leyti frá þeim
hvað almenna stemningu varðar?
Og Friðrik svarar:
„Hún er kannski léttari en fyrri
myndir mínar, þannig. En það er
svipaður andi í þeim öllum, sömu
fingraförin á þeim. Ef maður vill
teljast kvikmyndahöfundur ætti
maður að vera búinn að knýja fram
eitthvað sem mætti kalla höfund-
areinkenni.“
Sjálfsævisögulegt Hilmir Snær Guðnason og Kristbjörg Kjeld fara með aðalhlutverkin í kvikmyndinni Mamma Gógó.
Fingraför Friðriks
Mamma Gógó, ný mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, verður frumsýnd á ný-
ársdag Fyrsta leikna mynd Friðriks síðan Næsland var frumsýnd árið 2004
„Ég tók soldið mörg ár í að gera
Sólskinsdrenginn,“ segir Friðrik
um þessa heimildarmynd sína sem
var frumsýnd í janúar á þessu ári.
Myndinni var lofsamlega tekið en
þar segir af einhverfa drengnum
Kela og leit foreldra hans eftir
hjálp. Móðir Kela, Margrét Dagmar
Ericsdóttir, fór þess á leit við Frið-
rik Þór fyrir um þremur árum að
hann gerði mynd um einhverfu. Þá
var Keli talinn vera með þroska
tveggja ára barns. Annað kom á
daginn og í myndinni kemur fram
hvernig rjúfa tókst einangrun
drengsins.
„Sú mynd hefur síðan notið
endalausrar velgengni,“ segir Frið-
rik og er auðheyrilega stoltur og
má hann vel vera það, enda mynd-
in listavel gerð að öllu leyti. Mynd-
inni farnaðist ekki bara vel hér-
lendis heldur hafa útlönd heldur
betur verið að taka við sér.
„Það er núna verið að vinna að
Óskarsútnefningu fyrir árið 2011,“
heldur Friðrik áfram. „Myndin opn-
aði þá risastórt í Ameríku, í 60 til
70 borgum og var svo keypt af
HBO sjónvarpsrisanum sem hefur
aðgang að um 40 milljónum áhorf-
enda.“
Sigurganga Sólskinsdrengsins
Sigur Sólskinsdrengurinn Keli.
Friðrik Þór
Friðriksson