Morgunblaðið - 30.12.2009, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.12.2009, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 2009 Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is FRAM kemur í bréfi bresku lögmannsstofunnar Mishcon de Reya að Svavar Gestsson sendiherra hafi ákveðið að fjarlægja ákveðna hluta úr gögnum stofunnar áður en Össuri Skarphéðinssyni var af- hent skýrsla um gang mála. Í trúnaðarbréfi lögmannsstofunnar Mishcon de Reya, undirrituðu af Mike Stubbs, frá í gær til fjár- laganefndar Alþingis segir fyrst að stofan sé að fara vandlega yfir öll skjöl sín sem snerti Icesave-málið og bera þau saman við það sem birt hafi verið á vef- síðunni www.island.is, bæði þau sem séu öllum opin og einnig þau sem falli undir gr. 82 og Alþingi haldi leynilegum. „Þetta mun taka nokkurn tíma en við getum strax afhent ykkur eftirfarandi skjöl sem ekki virð- ast vera tilgreind á vefsíðunni www.island.is: 1. Athugasemd frá Matthew Collings lögmanni þar sem fjallað er um hugsanlega málshöfðun vegna aðgerða bresku ríkisstjórnarinnar, afhent hr. Svav- ari Gestssyni, formanni Icesave-nefndarinnar, dag- sett 25. mars 2009. 2. Icesave – málefni og lausnir, kynning frá Mish- con de Reya til hr. Svavars Gestssonar, formanns Icesave-nefndarinnar, dagsett 26. mars 2009. 3. Þriðja leiðin, athugasemd til bráðabirgða sem fylgiskjal með kynningu frá Mishcon de Reya til hr. Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra, dag- sett 31. mars 2009. Við höfum ennfremur fundið fjölda annarra skjala sem ekki virðast heldur vera tilgreind á vef- síðunni www.island.is, þ. á m. (i) innanbúðarminn- isblað fyrri ríkisstjórnar Íslands um Icesave, (ii) bréfasendingar til alþjóðlegra stofnana eins og Eft- irlitsstofnunar Efta og Ecofin, (iii) nokkur skjöl við- víkjandi Landsbankanum og tillögur hans um Þriðju leiðina, og (iv) bréfasamskipti okkar við Ice- save-nefndina og fjármálaráðuneytið, þ. á m. tölvu- skeyti.“ Búist sé við að hægt verði að senda þessi gögn og önnur til þingsins síðar sama dag [þriðjudag]. Minnt er á að ráðgjöf lögmannsstofunnar hafi tekið mið af þeim markmiðum sem Icesave-nefndin hafi kynnt stofunni, það er að gera sem auðveldast að ná samn- ingi við Breta og Hollendinga sem þjóðin réði við fjárhagslega og hægt væri að fá hana til að sam- þykkja. Pólitískt viðkvæm málshöfðun fyrir Breta Mishcon de Reya segir að í áðurnefndum skjölum sé minnst á hugsanlega málshöfðun vegna aðgerða breskra stjórnvalda. „Eins og við sögðum Icesave- nefndinni og fjármálaráðuneytinu um þetta leyti gæti slík málshöfðun gegn FSA [breska fjármála- eftirlitinu] verið pólitískt viðkvæm fyrir bresku rík- isstjórnina og gæti því ef til vill orðið gagnlegt tæki til að ná viðspyrnu gagnvart breskum stjórnvöldum í endanlegum samningum um Icesave. Þessi viðkvæma staða olli því að formaður Ice- save-nefndarinnar ákvað að þetta atriði í kynningu okkar frá 26. mars 2009 yrði ekki með í seinni kynn- ingu okkar frá 29. mars til hr. Össurar Skarphéð- inssonar en hann fékk hana afhenta 31. mars á fundi í London. Þar sem formaður Icesave-nefndarinnar var skjólstæðingur okkar var það að sjálfsögðu hans að ákveða hvaða fyrirmæli við fengjum um innihald kynninganna. Urðum við og hr. [Svavar] Gestsson sammála um að meðhöndla skyldi þetta atriði máls- ins með geysilegri varúð og gæta algers trúnaðar þar sem það gæti dregið úr gildi hugsanlegrar við- spyrnu sem [málshöfðunin] gæti haft í för með sér í samningaviðræðum síðar við bresku stjórnina ef innihaldið læki út. Við vitum að sjálfsögðu ekki hvort þessi við- spyrna var í reynd notuð í samningaviðræðum síðar um Icesave þar sem við tókum ekki þátt i þeim. Við vitum ekki heldur hvort gerð var einhver efnahags- leg eða fjárhagsleg greining eða hún notuð af hálfu Icesave-nefndarinnar í tengslum við þessar samn- ingaviðræður og sú spurning er auðvitað býsna mik- ilvæg þegar túlka skal ráðgjöf okkar til fjár- laganefndar frá 19. desember 2009. Ef umrædd viðspyrna var ekki notuð á sínum tíma og sé það enn vilji Alþingis að hefja aftur viðræður við Breta, eins og við fjöllum um hér á eftir, myndum við sem fyrr mæla sterklega með því að þessar upplýsingar yrðu áfram trúnaðarmál. En ef Alþingi hins vegar vill ekki hefja aftur samningaviðræður við Breta og vill samþykkja Icesave-samninginn eins og hann liggur fyrir er það Alþingis að ákveða hvort það vill aflétta leynd á þessum upplýsingum.“ Lögmannsstofan segir að gagnlegt geti verið að fresta niðurstöðu í málinu um hríð „innan hóflegra takmarka“ til að ná fram „lagalegri fullvissu um ná- kvæma merkingu og áhrif Icesave-samningsins sem við álítum sem stendur að sé óskýr“ og kanna til hlítar hve mikill sveigjanleiki sé fyrir hendi til að semja á ný. Gögn um hugsanlega viðspyrnu voru fjarlægð Utanríkisráðherra fékk ekki skjal Mishcon de Reya um möguleika á málshöfðun Morgunblaðið/Ómar Ólga Uppnám varð á Alþingi í gærkvöldi þegar ný gögn komu fram í Icesave-málinu og miklar um- ræður urðu um málið. Hér ræðir Ögmundur Jónasson við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur. Fulltrúi Mishcon de Reya, Mike Stubbs, sem er einn af meðeigendum stofunnar, minnir á bréf sem stofan sendi fjárlaganefnd 19. desember að beiðni minnihluta nefndarinnar. „Við lögðum áherslu á það í ráðgjöf okkar að þetta mætti kynna og meta svo af hálfu beggja að um væri að ræða nánari útleggingu á ákveðnum smáatriðum og það yrði því hugs- anlega ekki jafn erfitt og pólitískt viðkvæmt og ella, þ.e. að um sé að ræða uppbyggilega tillögu um að horfa fram á við (ekki aftur á bak) með það í huga að tryggja niðurstöðu sem væri ár- angursrík og endanleg.“ Stofan var fyrst kölluð til ráðgjafar af hálfu ís- lenskra stjórnvalda í upphafi kreppunnar í októ- ber 2008. Stubbs segir að lokum í bréfinu í gær að lögmannsstofan hafi ákveðnar hugmyndir um það hvernig best mætti nálgast stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi á ný ef reynt yrði að semja á ný. Hafi stofan þá í huga reynslu sína af sam- skiptum við fulltrúa frá ríkjunum tveim fram til þessa. Samið verði aftur á „uppbyggilegum“ nótum HERITABLE Bank var með trygg- asta lánasafn Landsbankasamstæð- unnar sem samanstóð aðallega af fasteignalánum og sambankalánum. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins eru eignir breska bankans nú, rúmlega ári eftir að bresk yfir- völd tóku hann yfir, um þrjú hundr- uð milljónum punda meiri en skuld- ir, eða ríflega 60 milljörðum króna. Því má heita öruggt að allar kröfur á hendur bankanum verði greiddar að fullu. Hann var að mestu fjár- magnaður með innstæðum, en einn- ig með eiginfjárframlagi Lands- bankans. Þrotabú Landsbankans á 280-300 milljarða króna kröfu á hendur Her- itable og miðað við eigna- og skulda- stöðu bankans mun sú krafa verða greidd og þar með ganga upp í svo- kallaða Icesave-skuld. Heritable er breskur banki. Hann var að fullu í eigu Landsbankans sáluga, en var tekinn yfir af breska fjármálaeftirlitinu og er núna í skiptameðferð. Sömu stjórnendur stjórna bankanum og áður. Hafa ekkert gert Sökum þess hve staða bankans telst vera sterk, jafnvel þótt hann hafi verið tekinn í skiptameðferð, telja sérfræðingar í breskum rétti að vænlegt sé að reka skaðabótamál á hendur breskum stjórnvöldum, sem tóku hann fyrirvaralaust yfir miðvikudaginn 8. október 2008 og beittu um leið hryðjuverkalögum til að frysta eigur Landsbankans þar í landi. Heimildir Morgunblaðsins herma að þrátt fyrir þetta hafi hvorki skila- nefnd Landsbankans né íslensk stjórnvöld gert tilraun til að fá yf- irtökunni hnekkt fyrir breskum dómstólum. Bankinn enn með 60 milljarða eigið fé Landsbankinn Höfuðstöðvar bank- ans við Austurstræti í Reykjavík. ÖSSUR Skarp- héðinsson utan- ríkisráðherra sagði á Alþingi í gærkvöldi að hann hefði ekki haft þau gögn undir höndum sem nefnd eru í bréfi lögmanns- stofunnar Misch- on de Reya. Þau hefði hann fyrst séð í gærkvöldi. Undir köllum utan úr þingsal sagði ráðherrann: „Ég hef alltaf sagt satt í þessu máli,“ og bætti við að hann hefði ekki fengið kynningu á um- ræddum gögnum. Össur sagðist taka undir það með þingmönnum stjórnarandstöðunnar að óheppilegt væri að gögnin kæmu fram svona seint og skilja það að þingmenn teldu sig hafa ástæðu til að skoða þau vel. Sjálfur sagðist hann hafa hlaupið yfir kynningargögnin sem hann hefði átt að sjá en leynt hefði verið. Hann sagði einn kafla skipta mestu máli, þ.e. um möguleika íslenskra stjórnvalda til að höfða mál fyrir Mannréttindadómstól Evrópu vegna beitingar hryðjuverkalaganna. Álit lögmannsstofunnar væri hins vegar það sama og fyrri ríkisstjórnar, að einstaklingar gætu höfðað mál hefðu þeir tapað eignum í kjölfar beitingar laganna, þ.m.t. hlutabréfum. Össur sagði hins vegar þá samn- inga sem rætt væri um á Alþingi ekki fela það í sér að sá réttur væri tekinn burt af hálfu ríkisstjórnarinn- ar. Fékk gögnin fyrst í hendur í gærkvöldi Össur Skarphéðinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.