SunnudagsMogginn - 10.01.2010, Blaðsíða 7

SunnudagsMogginn - 10.01.2010, Blaðsíða 7
10. janúar 2010 7 Enda þótt Jermaine Beckford hafi stolið fyrirsögnunum og Patrick Kis- norbo snýtt rauðu áttu flestir ef ekki allir leikmenn Leeds United leik lífs síns á Old Trafford. Af þessum vitn- isburði að dæma er liðið stríðmannað. Athygli vekur að það hefur orðið til á allra síðustu árum. Danski markvörð- urinn Casper Ankergren hefur verið hjá fé- laginu síðan 2007 en af varnarlínunni komu þrír til Leeds á síðasta ári, Richard Naylor fyrirliði, sem lengi lék með Ipswich Town, Kisnorbo og Jason Crowe. Sá síðastnefndi hefur víða komið við í neðri deildum en er líklega frægastur fyrir að hafa verið rekinn af velli í sínum fyrsta leik með Arsenal 1997, aðeins 33 sekúndum eftir að honum var skipt inn á. Það er met. Fjórði varnarmað- urinn, Andy Hughes, kom til Leeds árið 2007. Á miðjunni er uppalningurinn Jonny Howson leikreyndastur, hann þreytti frum- raun sína 2006. Neil Kilkenny og Bradley Johnson hafa verið á Elland Road síðan 2008 og Michael Doyle er lánsmaður frá Coventry City. Argentínumaðurinn Luciano Becchio, sem leikur við hlið Beckfords í framlínunni, kom til Leeds sumarið 2008. Hann hefur gert 24 mörk í 76 leikjum og haldið Kon- gómanninum Trésor Kandol á bekknum. Inn á gegn Manchester United komu Aid- an White, átján ára uppalningur, Slóvakinn Ĺubomír Michalík, sem kom frá Bolton 2008, og Robert Snodgrass, sem þrumaði knettinum í samskeytin úr aukaspyrnu. Hann kom til liðsins 2008. Með splunkunýtt lið í höndunum Richard Naylor fyrirliði Leeds. Eftir fimm ósigra í röð síðla árs 2008 var björgunaráætlun Leeds United í uppnámi. Þetta forn- fræga félag sat í níunda sæti C- deildarinnar og sá ekki til sólar. Stjórn félagsins kom saman til neyðarfundar og tók þá erfiðu ákvörðun að segja knatt- spyrnustjóranum, þeim góða dreng Gary McAllister, upp störf- um. Stíga þurfti af fullum þunga inn í atburðarásina. Stjórnin hafði engar vöflur á. Setti sig í samband við B- deildarlið Blackpool og bað um leyfi til að að ræða við knatt- spyrnustjórann, Simon Grayson. Þeirri beiðni var hafnað. Vilji Gray- sons var á hinn bóginn skýr, hann tók því til sinna ráða og sagði upp störfum hjá Blackpool. Stjórn fé- lagsins neitaði að taka við upp- sögninni. Eigi að síður var Gray- son kynntur til sögunnar sem nýr knattspyrnustjóri Leeds. Félögin komust síðar að samkomulagi um sárabætur Blackpool til handa. Eyjólfur hresstist undir stjórn Graysons, Leeds vann ellefu síð- ustu heimaleiki sína og jafnaði þar með fjögurra áratuga gamalt félagsmet sem sett var í tíð Dons Revies. Gengið var á hinn bóginn lakara á útivelli og Leeds varð að gera sér fjórða sætið að góðu. Einhver skjálfti var í mönnum í umspilinu og laut Leeds í gras gegn Millwall, 2:1 samanlagt. Allt hefur gengið Grayson og lærisveinum hans í haginn í vetur. Liðið hefur unnið 17 af 23 deild- arleikjum sínum og aðeins einu sinni beðið ósigur. Nú ætla menn sér upp og af leiknum á Old Traf- ford að dæma á Leeds fullt erindi upp í B-deildina – í það minnsta. Simon Grayson er með yngri knattspyrnustjórum, hélt upp á fertugsafmæli sitt í síðasta mán- uði. Hann hóf knattspyrnuferil sinn hjá Leeds árið 1988 en lék aðeins tvo leiki áður en hann gekk til liðs við Leicester City. Hann lék síðar með Aston Villa og Blackburn Rovers en lauk ferl- inum hjá Blackpool fyrir fimm ár- um. Sama ár tók hann við stjórn- velinum hjá félaginu. Vegur hans hefur vaxið hratt síðan. Simon Grayson hefur náð góðum árangri með lið Leeds United. Þau eru vel rekin, trippin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.