SunnudagsMogginn - 10.01.2010, Blaðsíða 21

SunnudagsMogginn - 10.01.2010, Blaðsíða 21
10. janúar 2010 21 Ársæll: Það fer eftir forsendum á borð við endurheimt eignasafnsLandsbankans, náð og miskunn eiganda Icesave-kröfunnar,útkomu úr málshöfðunum annarra kröfuhafa bankans og efnahagsástands umheimsins. Um þessi atriði ríkir mjög mikil óvissa. Ýmislegt bendir til að óvissan sé meiri en stjórnvöld hafa látið í veðri vaka. Þeir sem tala fyrir því að stjórnvöld þurfi ekki að hafa áhyggjur af því hvort ríkissjóður taki á sig skuldbindingar Icesave skuldabréfsins vegna vonar um góðar endurheimtur eigna gamla Landsbankans eru að tala máli ákveðinna kröfuhafa. Þessir kröfuhafar á gjaldþrota einkafyrirtæki vilja að sjálfsögðu reyna að breyta kröfu sinni þannig að hún verði greidd af íslenskum skattborgurum framtíðarinnar. Það er auðveldasta leiðin fyrir þá, því kröfur á ríki eru annars eðlis en kröfur á einkaaðila. Kröfur á ríki fyrnast aldrei.“ Daniel: E ins og ég sagði: Í raun hefur þegar orðið greiðslufall hjá Íslend-ingum. Ef það samþykkir Icesave-samninginn, þá kemur tímabilþeirrar „tálsýnar“ að ekkert hafi breyst. Eftir nokkur ár byrjar niðurskurðurinn fyrir alvöru, þó að Ísland muni að líkindum borga (takast það).“ Erlendur: Verði Icesave-samningurinn samþykktur, verða líkurnar ágreiðslufalli ríkisins minni en ella að öðru jöfnu. Hversu mikluminni þær verða getur enginn vitað.“ Kári: Töluverðar. Ég hef áður sagt opinberlega að ég tel niðurstöðuSeðlabanka Íslands frá því í júlí 2009 um að þjóðarbúið verði„fyllilega fært“ um að standa undir Icesave samningnum sé byggð á of bjartsýnum grunnforsendum og þar sé óvissu ekki gerð nægjanleg skil. Til dæmis gerir Seðlabankinn ráð fyrir genginu 158 krónur á móti evru. Núna er opinbert gengi 14% veikara og aflands- gengi um 40% veikara. Það þyrfti því að vinna nýja greiningu til að svara þessari spurningu.“ Ragnar: Samþykki Icesave-samningsins þýðir að núverandi ríkisstjórnfær frekara ráðrúm til að halda áfram atvinnulífsfjandsam-legri efnahagsstefnu sinni. Þá vaxa líkurnar á framhaldandi samdrætti efnahagslífsins og einhvers konar greiðslufalli ríkissjóðs á komandi árum verulega að mínu mati. Verði Icesave samningurinn samþykktur er að vísu fremur líklegt að ríkisstjórninni takist að verða sér úti um það erlenda lánsfé sem þegar er um samið og að það geti fleytt landinu áfram í nokkur ár. Kjarni málsins er hins vegar sá að því lengur sem efnahagsstefna ríkisstjórnarinnar er við lýði þeim mun veikara verður íslenskt efnahagslíf til frambúðar. Líkurnar á einhvers konar greiðslufalli ríkisjóðs er fram í sækir, þ.e. eftir svona 5 til 10 ár, verða þá stórummeiri.“ Þórólfur: Þá eru líkur á greiðslufalli hverfandi, enda væri Ísland þá í góðusamkomulagi við AGS og samstarfsþjóðir sjóðsins. Líkur ágreiðslufalli eftir 2016 eru hverfandi, ef marka má þau yfirlit sem komið hafa frá Seðlabanka Íslands á undanförnum vikum.“ Ársæll: E ins og þetta mál hefur þróast eru þeir sem hafa haldið á málumtil þessa fyrir íslendinga ótrúverðugir. Þeim þarf að skipta útog fá alþjóðlega viðurkennda sérfræðinga í þjóðarskuldbind- ingum til ráðgjafar. Einnig er eðlilegt að þriðji aðili komi að málinu sem sáttasemjari eins og bent hefur verið opinberlega á og breska fjármálaráðuneytið hefur sagt að Evrópubandalagið eigi að gera samkvæmt fréttum.“ Daniel: Bíðið eftir úrslitum þjóðaratkvæðagreiðslunnar og útskýrið svofyrir Bretum og Hollendingum að á Íslandi sé raunverulegtlýðræði.“ Erlendur: Þ jóðin þarf að snúa bökum saman og kappkosta að standa viðskuldbindingar ríkisins í útlöndum. Ríkisstjórnin þarf að haldafast við áætlunina, sem lagt var upp með fyrir rösku ári, og sjá jafnframt til þess, að ábyrgðarmenn hrunsins, bankamenn og aðrir, séu látnir sæta ábyrgð að lögum. Þannig og aðeins þannig getur ríkis- stjórnin áunnið sér traust almennings og sannfært hann um nauðsyn þess að bíta á jaxlinn, standa skil á erlendum skuldum ríkisins og reisa landið aftur úr rústum hrunsins.“ Kári: Lagaleg skylda Íslands til að standa undir þessum byrðum ervafamál. Þar af leiðandi er sanngjörn krafa að mótaðilar komi tilmóts við okkur. Það gæti til dæmis falist í því að fá vaxtaprósentu lækkaða, ákveðna fyrirvara samþykkta og skilgreina kröfur í þrotabú Landsbankans í erlendri mynt. Þá þyrfti einnig að leita allra leiða til að skilgreina kröfu innistæðusjóðs í samræmi við tjón sjóðsins þannig að vextir fengjust að einhverju leyti greiddir. Í svona stóru máli þarf að tína allt til, því hvert atriði getur sparað tugi milljarða fyrir þjóðarbúið. Á meðan ættu Íslendingar að einbeita sér að endurreisn efnahagslífsins. Þar eru ótal úrlausnarefni sem ekki eru háð Icesave eða lánafyrir- greiðslu frá AGS. Til dæmis ætti að skoða alvarlega að umbreyta erlendum lánum í krónur og létta á gjaldeyrishöftunum. Höftin eru kostnaðarsöm og geta ekki gengið til lengdar.“ Ragnar: Icesave-málið, þótt vont sé, er ekki það alvarlegasta sem hrjáirþjóðina. Mikilvægast er að sem fyrst verði horfið frá þeirri efna-hagsstefnu hafta, hárra skatta og ríkisrekstrar, sem núverandi ríkisstjórn hefur markað. Verði það snarlega gert getur efnahagslífið náð sér á strik á nýjan leik á fáummisserum. Þá kemur þjóðin og sjálfsvirðing hennar í kjölfarið.“ Þorvaldur: Sumpólitísk mál eru það stór að þau á að leysa á þverpólitísk-um grunni. Icesave er þess konar mál. Það yrði gríðarlegasterkt að mæta með þverpólitíska nefnd skipaða sterkum stjórnmálamönnum á fundi í London og Amsterdam til þess að finna viðunandi niðurstöðu fyrir alla aðila. Nefndin þyrfti líka að heimsækja Berlín, París og Brussel til að skýra afstöðu okkar út fyrir ráðamönnum og fá stuðning þeirra. Allir stjórnmálaflokkarnir eiga nú þegar að skipa nýja samninga- nefnd, skipaða einummanni frá hverjum flokki undir forystu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Nefndin á að ráða sér eina af öflugustu lög- fræðiskrifstofu í London og aðra í Hollandi sér til ráðgjafar, ekki aðeins í skjalagerð heldur einnig í að meta mögulegar lausnir og taka þátt í samningafundummeð henni. Ég hef komið að alþjóðaviðskiptum í meira en tvo áratugi og þekki það af reynslu að þjónusta bestu lög- manna í erfiðum samningum er besta fjárfesting sem til er. Nefndin þarf umboð allra sinna flokka til þess að semja um viðunandi lausn á pólitískum grunni. Málstaður Íslands nýtur mikils stuðnings meðal almennings og viðskiptalífsins í Bretlandi og Hollandi (t.d. yfir 90% þeirra sem skrifuðu athugasemdir á bloggsíðu Financial Times um þetta mál tóku afstöðu með Íslendingum). Það eru því allar forsendur til þess að ná niðurstöðu, ef menn taka strax á málum. Ég tel raunhæfa niðurstöðu felast í: A) Hollendingar og Bretar lána Íslandi á vaxtakjörum sem eru hin sömu og þeirra eigin fjármagnskostnaður – þannig geta þeir réttlætt innanlands að þeir fái sitt fjármagn til baka. Það er engin ástæða til þess að þessi lönd séu að græða óheyrilegar upphæðir á íslenskum skattborgurum, þessvegna í meira en mannsævi eins og núverandi samningar fela í sér. B) Vextirnir verða fljótandi, sem þýðir að þeir fylgja betur hagvexti og verðbólgu – eins og er þýddi það innan við 1% vextir á ári. C) Íslendingar byrja strax að greiða vexti, þannig að það safnist ekki upp stór höfuðstóll að óþörfu. Aukin skuldsetning er ekki það sem landið þarf. D) Það verður þak á árlegar greiðslur sem tekur mið af þjóðarfram- leiðslu. E) Við sættum okkur í staðinn við að hægt sé að framlengja lánið á 5 ára fresti eftir 2024, hafi það ekki verið greitt upp þá þegar, en í hvert sinn verði sest að samningaborði til þess að meta stöðuna.“ Þórólfur: V ið höfum ekkert betra í höndunum en aðgerðaáætlun AGS ogstjórnvalda.“ Hverjar telur þú þá líkurnar á greiðslufalli íslenska ríkisins á næstu árum?4 Hvernig er æskilegast fyrirÍsland að vinna sig út úrþessu máli, að þínum dómi?5 6 Ársæll: Meðhöndlun stjórnvalda á þessu máli vekur furðu og undrun,hér heima sem og erlendis. Manni virðist sem samnings-markmið stjórnvalda hafi frá upphafi verið óljós eða ekki til staðar. Í stað þess að samningsmarkmið hafi byggst því á að standa við réttmætar skuldbindingar en jafnframt lágmarka mögulegan skaða fyrir velferðarkerfið þá hafi aðrir þættir skipt meira máli. Eins og að ljúka málinu hratt og styggja ekki erlenda aðila. Orka stjórvalda virðist frekar hafa beinst inn á við gegn Íslendingum sjálfum heldur en gegn deiluaðilum. Eins og bent hefur verið á fór samninganefndin út í því umboði að semja en kom til baka með reikninginn. Það sem er enn verra er að eins og stjórnvöld hafa haldið á málum er reikningurinn líklegastur til að lenda á þeim sem ekkert til hans hafa unnið.“ Daniel: Það var tilraunarinnar virði að ná viðunandi samkomulagi.Enginn veit í upphafi samningaviðræðna hver útkomanverður.“ Erlendur: Icesave-samningurinn getur talizt nokkuð hagfelldur Íslendingum íþeim skilningi, að Bretar og Hollendingar taka samkvæmt honumá sig hálfa ábyrgðina með því að krefja Íslendinga um ca. helming þeirrar fjárhæðar, sem þurfti til að bæta 400.000 innstæðueigendum Landsbankans í Bretlandi og Hollandi skaðann, sem þeir urðu fyrir, þegar Landsbankinn hrundi. Það má kallast nokkuð vel sloppið miðað við kringumstæður. Falli samningurinn í þjóðaratkvæðagreiðslunni, geta Bretar og Hollendingar krafizt þess að fá skaðann bættan að fullu. Erlendur dómstóll þyrfti að fjalla um þá kröfu.“ Kári: Ég hef áður sagt opinberlega að ég tel bakgrunn og reynsluíslensku samninganefndarinnar ekki vera í takt við alvarleikamálsins og reynslu mótaðila. Þá tel ég dómsgreindarskort að sækja ekki teljandi erlenda ráðgjöf við gerð samninganna. Að lokum verða hótanir Breta og Hollendinga gagnvart Íslandi að koma fram en í kringum það hefur verið alltof mikill leynd fram að þessu. Þjóðin verður að vera upplýst um hótanirnar áður en þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram til þess að átta sig á þeim kostum sem eru í stöðunni. Þá mun alþjóðasamfélagið sjá á hvaða grundvelli Ísland samþykkir eða fellir Icesave-samninginn.“ Ragnar: Mér sýnist að illa hafi verið staðið að þessum Icesave-málum afhálfu stjórnvalda frá því þessir reikningar voru fyrst stofnaðir.Í framhaldinu hafa stjórnvöld því miður gert sig sek um enn frekari axarsköft. Síðustu misserin hefur það sem ég get best lýst sem almennu getu- og ráðleysi stjórnvalda ráðið ríkjum í þessu máli.“ Þorvaldur: Við eigum ekki að eyða orku okkar og tíma í að rekja hvaðamistök voru gerð og af hverjum. Leggjum niður deilur okkarinnanlands og vinnum að lausn sem bæði við og mótaðilar okkar geta orðið sáttir við.“ Þórólfur: Þeir sem hafa tekið þátt í gerð flókinna samninga vita að það erávallt hægt að gera betur og ávallt hefði verið hægt að látavinna einu álitinu meira. Það náðist að fresta fyrstu greiðslum um 7 ára tímabil og það tókst að fá Breta og Hollendinga til að samþykkja að taka eignir úr þrotabúi Landsbankans sem hluta af uppgjörinu. Þessi atriði auðvelda íslenskum stjórnvöldum verulega glímuna við afleiðingar banka- og fjármála- og gjaldeyris og gjald- miðilskreppunnar hér á landi. Fyrirvarar þeir sem Alþingi bætti við í sumar breyttu engu í þessum efnum. Sá fyrirvari sem kann að hafa efnahagslegar afleiðingar snýst um greiðslur eftir árið 2024. Það er erfitt til þess að hugsa að hugsanlega eru áhyggjur þingmanna af greiðslum árið 2024-2025 að kalla aukið atvinnuleysi, lægri raunlaun, hærri raunvexti og lakari lífskjör yfir þjóðina hér og nú.“ Voru gerð mistök við gerð Icesave-samningsins í upp- hafi eða var rétt að honum staðið af hálfu stjórnvalda? Kári Sigurðsson lektor við Viðskipta- og hagfræðideild Háskólans í Reykjavík Ragnar Árnason prófessor við hagfræðideild Háskóla Íslands Þorvaldur Gylfason prófessor við hagfræðideild Háskóla Íslands Þórólfur Matthíasson Prófessor og umsjónarmaður MS náms í hagfræði við Háskóla Íslands Ef efnt verður til þjóðaratkvæða- greiðslu um Icesave-samningana, þá þurfa Íslendingar að vega og meta afleiðingar þess að samþykkja eða hafna samningunum. Leitað var í smiðju fjölmargra hagfræðinga og sérfræðinga og óskað eftir svörum frá þeim við sex spurningum er varða þessa ákvörðun. Hér eru svör þeirra sjö sér- fræðinga sem skiluðu inn svörum. Eftir Pétur Blöndal / pebl@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.