SunnudagsMogginn - 10.01.2010, Blaðsíða 10
10 10. janúar 2010
M
argir stjórnarliðar og talsmenn þess að hin nýju lög
um ríkisábyrgð vegna Icesave verði staðfest, þótt
fyrirvararnir sem settir voru síðastliðið haust og
áttu að tryggja að landinu yrði forðað frá gjaldþroti,
væru að engu orðnir, beittu sér með mjög einkennilegum hætti
gegn undirskriftasöfnun þeirri sem InDefence-hópurinn stóð
fyrir, til þess að skora á forsetann að synja lögunum staðfestingar.
Þeir gerðu lítið úr áreiðanleika þeirrar söfnunar og létu í veðri
vaka að þúsundir kennitalna væru á listanum, án þess að eig-
endur kennitalnanna könnuðust við að hafa skráð sig á listann og
gerðu lítið með þá staðreynd að listinn hefði af óháðum aðila ver-
ið samkeyrður við þjóðskrá og þannig hefðu nokkur þúsund
kennitölur verið hreinsaðar út af listanum. Samt sem áður voru
undirskriftirnar frá rúmlega fjórðungi kosningabærra manna, eða
rúmlega 56 þúsund manns.
Meira að segja gengu talsmenn Icesave-samþykktar svo langt
að upplýsa að kennitala félagsmálaráðuneytisins væri á undir-
skriftalistanum! Hver eða hverjir hafa kennitölu ráðuneytisins á
hreinu? Engir. Er ekki alveg augljóst að sá sem skráði kennitölu
félagsmálaráðuneytisins á undirskriftalista InDefence fletti henni
upp og skráði á undirskriftalistann, í þeim tilgangi einum að gera
söfnunina tortryggilega? Lágkúruleg vinnubrögð, ekki satt?
Því er nú tímabært að rifja upp áskorun sem þáverandi formað-
ur Blaðamannafélags Íslands, Róbert Marshall, núverandi þing-
maður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, sendi til hóps fjöl-
miðlafólks um miðjan maí árið 2004. Áskorunina sendi hann frá
sér af netfanginu marshall@press.is, sem var þáverandi netfang
formanns B.Í.:
„Félagar. Stundum er nóg komið. Nú er sú stund.
Aðför stjórnvalda að starfsöryggi og starfsheiðri okkar sem
vinnum hjá Norðurljósum náði hámarki í lagafrumvarpi forsætis-
ráðherra á dögunum. Umræðan síðustu vikur hefur verið á
mörkum hins vitræna. Við höfum horft upp á þingmenn fara
hamförum með blöð og greinar; grenjandi í ræðustól um að hitt
og þetta verði að stöðva. Svo ofsafengin framganga, svo ein-
strengingsleg afstaða, svo blind heift hefur lamandi áhrif á þann
sem fyrir verður. Slík eru áhrif sálfræðihernaðar; hann heggur að
vilja andstæðingsins til að svara fyrir sig. Gerir óvininn óvirkan
áður en til orrustu kemur. Nú reynir á okkur að rísa til varnar.
Að óbreyttu verður fantafrumvarpið að lögum eftir helgi. Af-
leiðingarnar fyrir störf okkar og afkomu eru óljósar. Við höfum
eitt hálmstrá. Ólafur Ragnar Grímsson sagði í kosningabaráttunni
1996 að hefði hann verið forseti þegar rúmlega 30.000 manns
skoruðu á Vigdísi Finnbogadóttur til að undirrita ekki EES-
samninginn þá hefði hann orðið við því og neitað að staðfesta
lögin.
Tökum nú á öll sem eitt og söfnum 35.000 undirskriftum yfir
helgina á askrift.is. Við höfum tíma á meðan stjórnarandstaðan
heldur uppi málþófi. Sendið tölvupóst á ALLA sem þið þekkið,
hringið í fjarskylda ættingja úti á landi sem þið hafið ekki heyrt í í
sjö ár. Nú er tíminn til endurnýja kynnin.
Fáið fólk til að skrifa nafn og kennitölu á askorun.is Sé fólk
fylgjandi frumvarpinu, fáið það samt til að skrifa undir sem per-
sónulegan greiða við ykkur.
Mætið í vinnuna á morgun og á sunnudag eða sitjið við tölvuna
heima við, hringið, djöflist, látið öllum illum látum, söfnum
þessum undirskriftum, fáum þessum ólögum hrundið, kaupum
tíma til að fá þau í það minnsta milduð í haust. Nú reynir á. Gjör
rétt – þol ei órétt.
Róbert Marshall.“
Það er eiginlega með ólíkindum að almennir félagar í þessu
svokallaða stéttarfélagi okkar blaðamanna skuli hafa látið mis-
beitingu formannsins í starfi óátalda og kannski ekki alveg út í
hött að velta því fyrir sér, fyrst fyrrverandi formaður BÍ gat verið
þekktur fyrir að senda frá sér áskorun þar sem m.a. sagði: „Sé
fólk fylgjandi frumvarpinu, fáið það samt til að skrifa undir sem
persónulegan greiða við ykkur,“ hvort honum er ekki trúandi til
hvers sem er í hinu nýja hlutverki sínu sem þingmaður Samfylk-
ingarinnar.
Svo leyfði hann sér að ljúka bréfinu á orðunum „Gjör rétt – þol
ei órétt“. Ég staðhæfi að sá sem notar þau orð í því samhengi sem
Róbert Marshall gerði í ofangreindri áskorun til valdra félaga í BÍ
þekki ekki muninn á réttu og röngu.
„Gjör rétt –
þol ei órétt!“
Eða þannig!
Agnes segir
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
0:00 Kona sem er nýbúin í
keisaraskurði þarfnast að-
hlynningar svo ég fer frá
skurðstofunni upp á fæðing-
ardeild. Þar þarf líka að
sinna konu með sólarhrings
gamalt barn og konu sem er í
fæðingu. Ég er þá búin að
vera á vakt síðan klukkan
átta um morguninn. Hér á
Fjórðungssjúkrahúsinu í
Neskaupstað er aðeins ein
ljósmóðir á vakt í einu svo
maður fer ekkert heim ef
mikið er að gera. Eftir keis-
araskurð þarf að fylgjast með
barni og athuga hvort það sé
ekki að braggast vel og lífs-
mörk tekin á því. Það þarf
líka að huga vel að konunni
því hún er á sama tíma ný-
komin úr aðgerð og að upp-
götva að hún er orðin
mamma. Það getur oft verið
erfitt svo maður reynir að
hafa allt eins kósý og hægt
er. Mæður þurfa oft aðstoð
við að leggja börn sín á brjóst
svo það er líka hlutverk mitt
og eins að hjálpa þeim við að
upplifa þessa miklu nánd
fyrstu sólarhringana. Ég
mæli til dæmis ekki með því
að börnin séu klædd alveg
strax svo bæði barn og móðir
upplifi nánari snertingu.
02:00 Það er komin góð
sótt hjá þeirri konu sem er
fæðandi. Ég er búin að vera
svo heppin að vera með tvo
nema, þannig að annar nem-
inn getur sinnt keisarakon-
unni á meðan hinn sinnir
konunni sem er í fæðingu og
ég fer á milli.
04:00 Stúlkubarn kemur í
heiminn, voðalega falleg.
Þriðja barnið hjá okkur á
þremur sólarhringum. Þá
tekur við smá saumaskapur
og frágangur á stofunni og
svo auðvitað stuðningur hjá
þessari móður líka. Ég fer þá
með nemunum í alla papp-
írsvinnuna. Við höfum ekki
ritara líkt og á Landspít-
alanum svo við þurfum að
sjá um að skila nauðsyn-
legum gögnum til Hagstof-
unnar.
Það eru samt svo mikil
forréttindi að vinna svona
úti á landi því maður fylgir
konunni alla leið og þetta
verður engin færibandavinna
eins og ég upplifði svolítið á
fæðingaganginum í Reykja-
vík. Maður er með konurnar
í mæðravernd og þekkir þær
þegar þær koma í fæðingu og
svo fylgir maður þeim líka
eftir að fæðingu lokinni.
Ákvarðanir sem ég tek hafa
ekki einungis áhrif á móð-
urina heldur líka á mig. Ef ég
ákveð að bíða með að örva
konu í fæðingu þýðir það að
öllum líkindum svefnleysi
fyrir mig.
7:30 Maðurinn minn og
sonur sækja mig í vinnuna
um leið og þeir fara í vinnu
og leikskóla svo ég næ að
smella kossi á þá báða áður
en ég fer og legg mig eftir
sólarhringsvinnu. Þremur
tímum seinna hringir síminn
og ég þarf að hitta stelpu
sem heldur að hún sé að fara
af stað. Þegar ég er búin að
skoða hana sendi ég hana
heim aftur til að hvíla sig. Þá
þarf að sinna nýbökuðu
mæðrunum þremur og börn-
unum þeirra. Í hádeginu næ
ég að fá mér kærkominn há-
degismat. Það er nefnilega
rosalega góður matur hér á
sjúkrahúsinu. Við erum svo
heppin að hafa skipskokk til
að elda fyrir okkur. Í fyrra
voru 82 fæðingar hjá okkur
og árið þar á undan 70. Þó að
það virðist mikið að fá þrjú
börn á þremur sólar-
hringum þá er það samt
alveg algengt að börnin hér
komi í hrönnum. Það er eins
og þegar eitt barn kemur í
heiminn þá vilji hin vera
með.
17:00 Ég skýst heim til að
fá mér samloku í kvöldmat
og fæ þá tuttugu mínútna
hvíld. Þarf síðan að fara og
sinna konu sem kemur frá
Egilsstöðum í skoðun. Hún
fær pláss úti í bæ til að hvíla
sig. Þá nota ég tækifærið og
sinni börnunum þremur og
mæðrum þeirra.
23:00 Líkami minn kallar
á hvíld svo ég fer heim og
legg mig. Klukkan tvö
hringir síðan síminn og þá
þarf konan frá Egilsstöðum
aðstoð þar sem hún er í byrj-
andi fæðingu og við tekur
annar annasamur sólar-
hringur og efni í annað við-
tal.
signyg@mbl.is
Dagur í lífi Hörpu Óskar Valgeirsdóttur ljósmóður
Það hefur verið annasamt hjá
Hörpu Ósk á Fjórðungssjúkra-
húsinu í Neskaupstað á
nýju ári.
Börnin koma
í hrönnum