SunnudagsMogginn - 10.01.2010, Blaðsíða 14

SunnudagsMogginn - 10.01.2010, Blaðsíða 14
14 10. janúar 2010 G ísli, þú verður að fara og hitta leikstjóra á eft- ir. Hann gæti verið með hlutverk í bíómynd handa þér.“ „Ég hef engan tíma til þess.“ „Jú, þú verður að fara. Þetta er mjög mikilvægt.“ „Jæja, ég skýst þá á mótorhjólinu í hádeginu.“ Þetta símtal átti Gísli Örn Garðarsson efnislega við um- boðsmann sinn snemma árs 2008. Gísli var að leikstýra Ást, söngleik þeirra Víkings Kristjánssonar, í Lundúnum og mátti ekkert vera að því að hitta einhvern leikstjóra. Hann lét sig þó hafa það eftir fortölur umboðsmannsins. Fundum þeirra bar saman á ónefndu hóteli. Leikstjór- inn kynnti sig en Gísli náði ekki nafninu enda er hann, að eigin sögn, alltaf svo utan við sig. Það gilti raunar einu, hann gerði ekki ráð fyrir að myndin væri merkileg. Það kjaftaði hver tuska á leikstjóranum sem kvaðst vera að jafna sig eftir mesta flopp ferilsins, Love in the Time of Cholera. „Samt vill Jerry Bruckheimer að ég geri þessa nýju hasarmynd, Prince of Persia: The Sands of Time, fyrir sig. Veistu eitthvað um þessa mynd? Jake Gyllenhaal verður þarna og Ben Kingsley. Hefurðu áhuga?“ Nú runnu tvær grímur á Gísla. Bruckheimer, Gyl- lenhaal, Kingsley. „Við erum að tala um alvöru mynd,“ hugsaði hann með sér. „Hvaða gaur er þetta eiginlega?“ Gerði Four Weddings.... Hann kunni ekki við að spyrja en viðmælandi hans var enginn annar en breski leikstjórinn Mike Newell sem meðal annars gerði Four Weddings and a Funeral, Don- nie Brasco og Harry Potter and the Goblet of Fire. Sumsé „big time“ gaur. Eitthvað virðist Newell líka hafa verið utan við sig þetta hádegi því hann fór skyndilega að horfa rannsak- andi á Gísla. „Heyrðu, hef ég ekki séð þig einhvers stað- ar? Varstu ekki í einhverju leikriti hérna í Lundúnum? Rómeó og Júlíu?“ „Já, ég lék Rómeó.“ „Hvur andskotinn. Það er besta leikhús sem ég hef séð á ævinni. Þú ert ráðinn.“ „Er ég ráðinn? Þarf ég ekki að fara í prufu?“ „Nei, þú verður í myndinni. Við hringjum í þig þegar tökur hefjast.“ Gísla leið eins og hann væri staddur í ljósaskiptunum þegar hann sneri sér aftur að Ástinni. „Hvað hafði eig- inlega gerst?“ Við sendum bíl eftir þér En Newell er greinilega maður orða sinna. Skömmu síðar var hringt í Gísla og hann spurður hvort hann gæti komið til Madrídar til að velja sér hest fyrir myndina. „Tja, ég er hérna í Noregi.“ „Ekkert mál. Við sendum bíl eftir þér.“ Þar með var Gísli kominn um borð í rússíbanann. Hollywood-rússíbanann. Frá Madríd lá leið hans til Lundúna og þaðan til Marokkó. Honum var útvegaður einkaþjálfari til að æfa skylmingar. Sá sami og heldur Daniel Craig við efnið. James Bond, þið vitið... Gísli segir fagmennsku hafa ráðið ríkjum við gerð Prince of Persia. Menn hafi hvergi haldið aftur af sér. „Þetta er mynd af þeirri stærð að hún hefur algjöran for- gang. Leikarar gera yfirleitt ekkert annað meðan á tökum stendur. Að íslenskum sið var ég með aðrar skuldbind- ingar en reyndi að hliðra til eins og hægt var. Ég gat þó ekki gefið allt upp á bátinn, var t.d. að æfa Don John á sama tíma og Hamskiptin voru líka út um allt, en sem betur fer er snillingurinn Björn Thors stundum að stökkva inn á móti mér þar. En mér tókst að vinna fram- leiðendur myndarinnar á mitt íslenska „þetta reddast“ band. Þeir sýndu mér meiri skilning en ég hefði kannski búist við. En auðvitað gekk myndin fyrir. Maður vill vanda sig eins og hægt er þegar svona tækifæri gefst. Og í öllu sem maður gerir.“ Í 43 stiga hita í Sahara Gísli fékk ekki ofbirtu í augun andspænis stjörnunum. „Auðvitað var þetta stundum nett súrrealískt. Að vera allt í einu að hanga með Kingsley og Gyllenhaal á hverj- um degi enda er Ben holdgervingur Gandhi. Þeir eru báðir mjög góðir leikarar. Sir Ben var svolítið til baka í fyrstu en þegar hann áttaði sig á því að ég er í grunninn leikhúsmaður breyttist viðmótið kannski aðeins. Við vorum á leið með Woyzeck til BAM í New York á þessum tíma og honum þótti mikið til þess koma. Enda hefur hann leikið þar sjálfur.“ Hann ber Gyllenhaal líka vel söguna. „Jake er fínn strákur. Ósköp venjulegur náungi og duglegur leikari. Upp til hópa eru þetta vinnusamir menn. Fagmenn fram í fingurgóma. Leikarar þurfa líka að vera það þegar þeir eru látnir hlaupa með þunga hluti á bakinu í 43 stiga hita í miðri Sahara.“ Haldi einhver að Hollywood-leikarar séu ekki með rulluna sína á hreinu er það misskilningur. „Maður hefur heyrt ýmsar sögur af Marlon Brando og þessum körlum en þarna kunnu allir textann sinn upp á tíu. Rak aldrei í vörðurnar. Það var ánægjulegt að upplifa að Hollywood- leikarar eru líka duglegir leikarar.“ Af öðrum leikurum í Prince of Persia má nefna Gemmu Arterton og Alfred Molina. Gísli hefur ekki séð myndina og veit ekki hversu veigamikið hlutverk hans verður á endanum. „Eina sem ég veit er að hlutverkið er fyrirferðamikið í handritinu og ég lék í fullt af senum. Mér bregður líka fyrir í „trailern- um“. Samt veit maður aldrei. Kannski sést ég bara í mý- flugumynd þegar upp er staðið,“ segir hann hlæjandi. Ekki á hverjum degi Prince of Persia verður frumsýnd í Hollywood 28. maí næstkomandi og stefnir Gísli að því að vera viðstaddur. „Verður maður ekki að gera það? Það er ekki á hverjum degi sem maður er í Hollywood-mynd,“ segir hann hlæj- andi. „Annars var ég búinn að lofa að vera með Rómeó og Júlíu hérna í Borgarleikhúsinu í vor. Við hljótum að finna einhverja lausn á þessu.“ Á þessu stigi málsins hefur Gísli ekki hugmynd um hvaða þýðingu Prince of Persia hefur fyrir feril hans. „Ég geri mér enga grein fyrir því hvað gæti gerst í kjölfarið eða hvort það gerist yfir höfuð eitthvað. Enda er alltaf verið að spyrja mig: „Og hvað svo?“ Og ég svara: „Ég er búinn að leika í Hollywood-mynd. Þetta var það,“ segir Gísli sem búinn er að semja um að vera með í tveimur framhaldsmyndum verði þær gerðar. Það veltur á því hvernig þessari verður tekið. „Auðvitað er gaman að þessu. Eins og að vinna í lottó- inu. Svo spilar maður bara áfram í rólegheitum.“ Gísli viðurkennir að hann væri til í að leika í fleiri Hollywoodmyndum, hver myndi svo sem slá hendinni á móti því, en myndi það eitt og sér svala hans listræna metnaði? Svarið er einfalt. „Nei, það myndi ekki gera það. Ég vil vera áfram í leikhúsinu og þrífst einstaklega vel í umhverfinu sem við búum við hér heima. Það eru svo margir flinkir hérna. Góðar fyrirmyndir á hverju strái. Þar fyrir utan er ég vinnualki dauðans og það á illa við mig að vera kyrrsettur í þrjá mánuði á hótelherbergi í Marokkó!“ Eins og að fara á heilsuhæli Talandi um vinnugleði þá viðurkennir Gísli að eftir á að hyggja hafi hann haft gott af því að leika í Prince of Persia. Myndin hafi þvingað hann til að slaka á. „Þetta var eins og að fara á heilsuhæli. Eða sumarbúðir. Meðan ég var að skylmast þarna úti leið mér stundum eins og ég væri staddur á Úlfljótsvatni,“ segir hann hlæjandi. „Ann- ars má ég ekki hafa of mikinn tíma til að velta vöngum, þá fæ ég bara of margar hugmyndir!“ Menn verða seint loðnir um lófana af leiklist á Íslandi og Gísli staðfestir að hann hafi fengið meira í sinn hlut í Hollywood en fyrir að setja Rómeó og Júlíu upp í hjá- verkum á sínum tíma. „Pabbi var vanur að segja við mig: „Gísli minn, mér er sama hvað þú gerir. Farðu bara ekki í leikarann eða bóndann. Þá þarf ég að sjá fyrir þér það sem eftir er.“ Þetta hefur gengið ágætlega og ég hef meira að segja getað boðið foreldrum mínum á sýningar okkar í útlöndum. Það hefur verið mjög gaman enda hafa þau stutt mig með ráðum og dáð. Ég er þeim óendanlega þakklátur og vona að pabbi sé búinn að átta sig á því að þetta er ekki bara einhver vitleysa.“ Eins og á Úlfljótsvatni Gísli Örn Garðarsson í hlutverki illmennisins The Vizier í kvikmyndinni Prince of Persia: The Sands of Time. Jake Gyllenhaal Ben Kingsley Auðvitað var þetta stundum nett súr- realískt. Að vera allt í einu að hanga með Kingsley og Gyllenhaal á hverjum degi enda er Ben holdgervingur Gandhi. Þeir eru báðir mjög góðir leikarar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.