SunnudagsMogginn - 10.01.2010, Blaðsíða 24

SunnudagsMogginn - 10.01.2010, Blaðsíða 24
24 10. janúar 2010 Margir á Íslandi vissu ekki hvað fornleifafræði var og spurðu af hverju svona pen stúlka vildi fara í mold- arvinnu. En ég vissi hvað ég vildi og fósturforeldrar mínir settu sig ekki upp á móti vali mínu. Þau tóku mér alltaf eins og ég var. Ég fór til Bretlands og lærði fornleifafræði í The Institute of Archaelogy, í London og lærði auk þess félagslega mannfræði í London School og Economics og Political Science. Ég lauk námi á sama tíma og ensku bekkjarfélagarnir mínir. Konurnar sem voru að læra þar á sama tíma og ég voru nokkru eldri en ég. Þær voru mjög góðar við mig og kölluðu mig „baby“. Líf mitt hefur það alltaf verið þannig að fólk hefur komið til mín og séð um mig. Það er eins og fólki finnist að það verði að gera eitthvað fyrir mig svo ég geri ekki vitleysur. Ég er ákaflega þakklát lífinu og þess- um góðu manneskjum. Eftir námstímann í London fór ég í nám til Lundar og lærði fornleifafræði víkingatímabilsins og lauk þar meist- araprófi. Ég kom svo heim og vann við Þjóðminjasafnið en sneri aftur til Svíþjóðar og þar tók við meira nám og ég skrifaði lokaritgerð um íslenska annála frá 1100 og fram undir miðbik 14. aldar. Ég fékk góða styrki og skrifaði doktorsritgerð mína um aðferðir í tímatalsfræði. Þessi doktorsritgerð kom út á bók og nú er verið að þýða hana á japönsku.“ Kölluð moldarkerling Þú ert fyrsti Íslendingurinn sem tók háskólapróf í forn- leifafræði, fyrsta konan sem hlaut háskólagráðu í mannfræði og fyrst íslenskra kvenna til að hljóta dokt- orsgráðu í sagnfræði. Þú hlýtur að vera stolt af þessum árangri. „Veistu, fyrir mér var þetta allt svo eðlilegt. Ég vissi hvað mig langaði til að gera og fór til útlanda til að láta drauma mína rætast. Hér heima var gert grín að mér þeg- ar ég kom heim eftir að hafa tekið gott próf í forn- leifafræði, fyrst íslenskra kvenna. Ég var kölluð mold- arkerling og spurt var: Af hverju giftirðu þig ekki og verður almennileg frú?“ Þú giftist reyndar. „Já, árið 1966 giftist ég dönskum manni og við eign- uðumst lítinn dreng. Um svipað leyti og við giftumst varð maðurinn minn prófessor í stærðfræði við Háskólann í Kaupmannahöfn. Sjálf var ég lektor og dósent við þann fórum í sitt hvora áttina en þegar ég komst á fullorðinsár fannst mér mjög gaman að hitta þau. Tvö þeirra eru lif- andi; Björg, sem er rithöfundur, og Þorkell, sem er doktor í lyfja- og eiturefnafræði. Þrjú eru dáin, Arnkell sem var vegaeftirlitsmaður, Áskell, bæjarstjóri í Húsavík og Hrafnkatla sem var bankastarfsmaður.“ Sannfærði Jónas frá Hriflu Hvenær fékkstu áhuga á fornleifafræði? „Í Miðbæjarskólanum hafði ég afskaplega indælan kennara sem hér Guðmundur Í. Guðjónsson. Í bekknum voru krakkar sem urðu eins konar systkini mín. Þetta voru Karl Guðmundsson leikari, Geir Hallgrímsson for- sætisráðherra, Björn Tryggvason bankastjóri og Anna Gísladóttir húsmæðrakennari. Við fylgdumst að og vorum miklir félagar. Við Anna sátum saman og erum ennþá vinkonur. Mér var alltaf mjög hlýtt til Geirs Hallgríms- sonar, hann var dásamlegur maður og alltaf svo góður. Við spiluðum brids saman í menntaskóla og ég man hvað hann var alltaf lengi að ákveða hvaða spil hann vildi setja út. Í tólf ára bekk áttum við eitt sinn að skrifa um skoðun okkar á borginni Reykjavík. Ég man að Geir skrifaði um Tjörnina. Ég vildi skrifa um gömlu Reykjavík svo ég gekk upp að styttunni af Ingólfi Arnarsyni á Arnarhóli, settist þar og ímyndaði mér að ég væri að tala við hann. Þarna hófst áhugi minn á fortíðinni. Um það bil þremur árum síðar var fornleifauppgröftur í Þjórsárdalnum. Fósturfor- eldrar mínir áttu bíl og við keyrðum inn í Þjórsárdalinn. Ég varð svo spennt þegar ég sá uppgröftinn að ég neitaði að fara heim. Matthías Þórðarson sem var í forsvari fyrir uppgreftrinum sagði í endurminningum sínum að þarna hefði lítil stelpa staðið í kápu og stígvélum, með regnhatt, og starað hugfangin á það sem þarna átti sér stað. Það var ég. Þarna ákvað ég að verða fornleifafræðingur. Eftir stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík sótti ég um fjögurra ára ríkisstyrk til að fara utan og læra fornleifafræði. Engin kona hafði fengið slíkan styrk en ég fór og talaði við alla karlana ú úthlutunarnefndinni. Erf- iðast var að sannfæra Jónas frá Hriflu. Hann sagðist ekki vilja láta konu fá svona styrk, það þýddi ekkert því kven- fólk væri alltaf að gifta sig. Ég spurði hann hvort ég ætti þá ekki bara líka að lofa því að deyja ekki. Þetta sannfærði hann og ég fékk styrkinn. Ó lafía, sem er 85 ára gömul, hefur að mestu verið búsett erlendis frá 1944. Hún býr nú í Danmörku ásamt eiginmanni sínum. Hún nýtur mikillar virðingar víða um lönd fyrir fræðimennsku sína og skrif, sérstaklega um tímatals- aðferðir í fornum íslenskum heimildum. Safn rita hennar er komið út í Noregi og hún er þessa stundina að vinna að bók um víkingaöldina. Örlagasaga foreldra Ólafíu er átakanleg. „Þetta var harmleikur,“ segir hún. „Faðir minn Einar Þorkelsson var skrifstofustjóri Alþingis. Hann var gamaldags embætt- ismaður, afskaplega vel gefinn. Móðir mín, Ólafía Guð- mundsdóttir, kom frá vel efnuðu og stóru sveitaheimili. Hún var geðug kona og félagslynd, miklu yngri en pabbi. Við systkinin vorum sex. Ég var kornung þegar pabbi átti að fara í nýrnaaðgerð og vildi að landlæknir sæi um hana. Móðir mín sagði að landlæknir væri of gefinn fyrir gam- aldags læknisaðgerðir en faðir minn fór til þessa land- læknis. Hann fékk blóðeitrun eftir aðgerðina og smit sem olli því að sjón hans skertist mjög. Þegar ég var fimm ára og yngsti bróðir minn, Þorkell, var níu daga gamall dó mamma. Hún hafði fengið ein- hvers konar sýkingu eftir fæðingu hans. Nokkrum dögum eftir lát mömmu komu þrjár barnlausar vinkonur hennar í heimsókn til að aðstoða okkur. Mamma hafði oft sagt við þær: Þetta er ekki alveg sanngjarnt, ég er alltaf að eignast börn en þið eignist engin börn. Ein þessara kvenna tók að sér Björgu systur mína sem var ári yngri en ég og hin systkini mín fóru einnig í fóstur. Ég fór til móðurbróður míns, Árna, og konu hans Elínar Briem, sem var greind og indæl kona. Þau bjuggu á Oddgeirshólum, bæ norðan við Stokkseyri og Eyrarbakka. Þau áttu börn og ég var eins og systir þeirra. Þarna átti ég heima til ég níu ára aldurs og fór þá til Jóns Ólafssonar hæstaréttarlögmanns og konu hans Margrétar sem voru barnlaus. Við bjuggum í Skólabæ á Suðurgötu. Ég elskaði þau hjón mikið og þetta gekk allt vel.“ Þú hlýtur að hafa saknað foreldra þinna og systkina? „Maður venst svo mörgu í lífinu og þegar maður er rétt orðinn fimm ára hefur maður mikla aðlögunarhæfileika. Ég var svo ung þegar mamma dó og man bara óljóst eftir henni. Ég sá pabba ekki oft og systkini mín mjög lítið. Pabbi hafði engin tök á því að taka okkur til sín. Hann fór svo á elliheimilið Grund og dó þar árið 1945. Við systkinin Viðtal Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Aftur orðin Íslendingur Í nóvember síðastliðnum var Ólafíu Einarsdóttur veitt heiðursdoktorsnafnbót við Háskóla Íslands. Ólafía varð fyrst Íslendinga til að ljúka háskólaprófi í fornleifafræði, fyrst íslenskra kvenna til að hljóta háskólagráðu í mannfræði og fyrst íslenskra kvenna til að hljóta doktorsgráðu í sagnfræði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.