SunnudagsMogginn - 10.01.2010, Blaðsíða 27

SunnudagsMogginn - 10.01.2010, Blaðsíða 27
10. janúar 2010 27 F leyg urðu ummæli írska skáldsins Oscars Wilde eftir fræga fyrirlestrar- för um Bandaríkin þegar hann sagði: ,,Við eigum margt sameiginlegt með Ameríku nema náttúrlega tungu- málið.‘‘ Nú hefði hann getað eytt löngu máli í að fjalla um Bandaríkja- menn og hversu lítið honum þótti til þeirra koma en setningin hér að ofan dugði og hefur lif- að. Þannig hefur beinskeytt háð oft verið árangursrík- ara heldur en langar útlistanir. Ýmsir telja að þeim mun alvarlegri sem þeir séu í allri framgöngu þeim mun gáfulegri muni þeir virðast. Tómas Guðmundsson sagði hins vegar: ,,Húmor táknar ekki afsal neinnar alvöru.‘‘ Stjórnmálamenn verða gjarnan fyrir barðinu á háði og beittum húmor en einstaka stjórnmálamenn hafa tök á því að beita þessu sér í hag. Dæmi um hið fyrrnefnda eru orð sem féllu um borgarfulltrúa sem lét af störfum fyrir margt löngu. Þá var sagt: ,,Þetta var góður endir á slæmum ferli.‘‘ Sú setning dugði til að halda viðkom- andi frá pólitík í mörg ár, þótt illa færi á ný í síðustu al- þingiskosningum. Dæmi um hið síðarnefnda er þegar annar stjórnmálamaður sagði um knattleikinn kollega sinn að fæturnir hefðu stigið honum til höfuðs. – – – Hafi lesendur Morgunblaðsins verið í vafa um við hvað var átt í september síðastliðnum þegar nýir rit- stjórar voru ráðnir til Árvakurs, og talað var um áherslubreytingar, þurfa þeir ekki að vera það lengur. Framsetning í skoðanadálkum blaðsins, leiðurum, Staksteinum og Reykjavíkurbréfi, hefur verið með þeim hætti að eftir er tekið. Ekki einungis hafa skoðanir blaðsins verið mjög skýrar, vafningalausar og skiljan- legar heldur hafa þær líka verið settar fram með þeim hætti að lesendur hafa beinlínis ánægju af lestrinum. Athuganir hér staðfesta þetta. Pólitískir andstæðingar Morgunblaðsins eru í hópi þeirra sem byrja á því að fletta upp á Staksteinum yfir kaffibollanum. Áhrif Morgunblaðsins eru mikil eins og þjóðfélagsumræðan og gangur þjóðmála bera með sér. Þessi áherslumunur hefur ekki einungis birst í skoðanadálkunum. Um leið og þess er gætt að fréttir og fréttaumfjöllun sé hlutlaus, sanngjörn og heiðarleg, er lögð áhersla á að framsetning sé skiljanleg og greinargóð. Viðmælendur komast ekki upp með að víkja sér undan spurningum. Lesandinn er upplýstur um það sem máli skiptir. Beiting mynda er nú nátengdari fréttaumfjölluninni. Ein mynd getur sagt miklu meira en mörg orð. Gott dæmi um þetta er mynd Morgunblaðsins af Steingrími J. Sigfússyni fyrir fáein- um dögum þar sem hann stóð einn á köldum klakanum á Reykjavíkurtjörn. Þau efnistök sem hér er lýst komu glögglega í ljós í heild sinni í Morgunblaðinu á mið- vikudaginn var, daginn eftir að forseti Íslands hafði synjað því að staðfesta Icesave-lögin. Umfjöllun blaðs- ins þann dag bar vott um mikla burði í blaðamennsku. Fréttaflutningurinn um þetta afdrifaríka mál var ítar- legur, yfirgripsmikil og náði til flestra anga málsins. Allra sjónarmiða var gætt, hlutleysið var algjört, vinnu- brögðin frábær. Þetta tókst þrátt fyrir að fækka hafi þurft starfsmönnum hér mikið eins og víða annars staðar. – – – Morgunblaðið hefur í skoðanadálkum sínum undan- farna mánuði beitt sér mjög eindregið gegn því að Ís- lendingar taki á sig Icesave-skuldir Landsbankans. Í fréttaflutningi blaðsins og mbl.is af því máli hefur þess verið gætt að ekkert sé dregið undan og að öll sjón- armið fái að njóta sin. Oft hefur þurft að hafa töluvert fyrir því. Gögnum hefur verið haldið leyndum, yfirlýs- ingar hafa verið misvísandi og villandi. Lesendur hafa einnig verið upplýstir um fyrri ákvarðanir forseta Ís- lands og vandað til þess að halda ummælum, yfirlýs- ingum og skírskotunum hans til haga. Blaðið hefur hins vegar aldrei stutt viðleitni forsetans til að vera miðdep- ill stjórnmálaátaka í landinu með því að taka sér vald, hlutverk sem hann hefur ekki verið kjörinn til. Morgunblaðið benti á hinn bóginn ítrekað á að augljóst væri að forseti hlyti að synja lögum um Icesave stað- festingu ef hann að nokkru ætlaði að vera sjálfum sér samkvæmur. Í ljósi forsögunnar væri annað ómögulegt. – – – Um áramótin hlýddi þjóðin á hefðbundin ávörp ráða- manna. Hún fékk líka Áramótaskaup Sjónvarpsins eins og hún er vön. Ávarps forseta Íslands var nú beðið með óþekktri eftirvæntingu. Hingað til hefur aðeins verið að vænta frétta í ávarpinu þegar liðið er að lokum kjör- tímabils forseta. Hann hefur þá gjarnan notað tækifærið til að greina frá því að hann hygðist bjóða sig fram á ný á vori komanda. Í þetta sinn var að vænta fregna af Ice- save. Skyldi forseti beita því synjunarvaldi sem hann hafði komið sér upp og staðfesta ekki lögin? Ekki komu fram skýrar ábendingar um það í ávarpinu, forseti hafði tekið sér umhugsunartíma. Hann vildi ráðfæra sig nán- ar, skoða hug þingmanna frekar, hitta forsvarsmenn Indefence og taka við um sextíu þúsund undirskriftum sem safnast höfðu. Þegar hann kynnti svo loks niður- stöðu sína tilgreindi hann einkum þrjár röksemdir fyrir synjun. Þær voru nýleg skoðanakönnun sem sýndi að um 70% þjóðarinnar vildu ekki samþykkja lögin. Þá vísaði hann til ofangreindrar undirskriftasöfnunar og í þriðja lagi til þess að hann hefði um það vitneskju að meirihluti væri á Alþingi fyrir því að þjóðin fengi að kjósa um lögin. Ekki þarf að draga í efa að þessar rök- semdir eru allar mikilvægar og vega mun þyngra en þær ástæður sem gefnar voru upp við synjun fjölmiðla- laganna á sínum tíma. Þá má ekki gleyma hinni mjög „sérstöku skírskotun“ til fyrirvaranna í fyrri Icesave- lögunum frá því í september. Ein röksemdin er reyndar afar sérkennileg þótt ekki verði við forsetann sakast vegna hennar. Hvernig gat verið meirihluti á Alþingi fyrir því að málinu væri skotið til þjóðarinnar þegar meirihluti þingmanna hafnaði frumvarpi á Alþingi um að senda lögin í þjóðaratkvæðagreiðslu? Ástæðan var sú að einhverjir þingmenn höfnuðu frumvarpinu um þjóðaratkvæði en sögðu að það væri nú samt best að þjóðin fengi að kjósa. Hér er ekki gerð sú krafa að les- endur skilji þetta. En ekki minntist forseti á eina mikil- væga viðbótarástæðu sem þó má telja víst að hafi ráðið miklu um ákvörðun hans. – – – Á gamlaárskvöld fór fólk á brennur. Að því búnu settist það við sjónvarpstækin til að horfa á Áramóta- skaupið. Hefðbundinn spenningur ríkti. Skyldi Skaupið verða fyndið, hverjir yrðu teknir fyrir? Skaupið brást ekki. Þjóðin skemmti sér ,,konunglega“. En yfir hverju? Embætti forseta Íslands og athafnir hans undanfarin ár var meginefni Skaupsins. Sviðsetning at- riðanna sem gerðust í forsetabústaðnum og í kringum forsetann skildu ekkert eftir fyrir ímyndunaraflið. Þau fjölluðu um kynlífsveislu, drykkjuskap, dópneyslu. Engu var hlíft og gengið lengra en nokkurn tímann hef- ur verið gert í íslenskum skemmtiþætti í garð þessa virðulegasta embættis þjóðarinnar. Forsetinn var vægðarlaust sýndur í hlutverki veislustjóra umsvifa- mannanna. Með takmarkalausu háði var embættið dregið sundur og saman. Háðið var ekki einu sinni hár- fínt, eins og kannski mátti ætlast til, heldur fremur gróft, ósvífið og jafnvel meiðandi. Og þjóðin veltist um af hlátri. Sú ákvörðun stjórnenda Áramótaskaupsins að velja þetta yrkisefni og ganga fram með þeim hætti sem gert var sýnir ein og sér hvar þeir töldu forsetaemb- ættið statt í huga þjóðarinnar. Hvað væri óhætt. Skelli- hláturinn staðfestir að þetta mat þeirra var rétt, það var allt í lagi að ganga í skrokk á embættinu. Oft hefur Skaupið kallað fram mikil viðbrögð og sitt sýnst hverj- um um hvort það hafi verið skemmtilegt eða ekki. Stundum hefur mönnum blöskrað hversu rætið og kvikindislegt það hefur verið. Á sínum tíma líkaði illa að Frú Vigdís Finnbogadóttir skyldi vera látin panta pitsu eða eitthvað álíka saklaust í Skaupinu. Nú kvað hins vegar ekki við neinn slíkan tón. Nýtt ár gekk í garð. Mótmæli við túlkun Áramótaskaupsins á forseta Íslands mældust ekki. Menn horfðu bara á endur- sýninguna. – – – Það hefur verið til siðs meðal þeirra sem teknir eru fyrir í Spaugstofunni, Áramótaskaupinu eða slíkum þáttum að bera sig mannalega, brosa í kampinn og segjast hafa haft gaman af öllu. Ekki er nú víst að svo sé alltaf. Kunnar eru frásagnir af því að Halldór Ásgríms- son fyrrverandi forsætisráðherra hafi kallað Sjónvarps- menn á sinn fund og gert athugasemdir við að hann væri ævinlega sýndur í neikvæðu ljósi í Spaugstofunni. Öllum þeim sem horfðu á Áramótaskaupið má ljóst vera að forseta gat ekki verið skemmt. Hann hafði að sjálf- sögðu áttað sig á því löngu fyrir þann tíma að hann átti mjög undir högg að sækja. Í Skaupinu var honum sýnt hvaða virðingu landsmenn báru fyrir embætti forseta Íslands. Það var gert á þann hátt sem erfiðast er að þola. Auðvitað hefur það haft mikil áhrif á ákvörðun hans um að skrifa ekki undir lögin. Annað væri ekki mann- legt. Háðið bítur. Bréf frá útgefanda Ljósmynd/Gísli Berg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.