SunnudagsMogginn - 10.01.2010, Blaðsíða 16

SunnudagsMogginn - 10.01.2010, Blaðsíða 16
16 10. janúar 2010 N ú er þetta orðinn blaðamanna- fundur!“ hrópar Örn Árnason er hann heilsar blaðamanni. Betri hefði tímasetningin ekki getað verið, því fyrr en varir er blaða- maður sestur í sviðsmyndina og farinn að hylla forsetann í gervi Elvis Presleys. Sviðsmyndin er eins og á Bessastöðum, nema í kjallaranum í Efstaleiti. Þar hangir mynd af Ólafi Ragnari sjálfum á vegg og málverk af Snæfellsjökli. Svo hefjast tökur, sem eru ítrekað stöðv- aðar. Í eitt skiptið er kallað: „Afsakið klip- pimistök!“ „Það var óvart klippt út í port,“ skýtur Örn Árnason inn í. „Á öryggismyndavél- arnar!“ „Það er ekki víst að ég geti þetta oftar,“ kvartar Pálmi, sem farið hefur mikinn í Elvisgallanum. „Aldurinn færist yfir,“ bætir Sigurður við brosandi. Það eru orð að sönnu, því þetta er 21. ár Spaugstofunnar í Sjónvarpinu, en í upphafi áttu þættirnir aðeins að vera fjórir. Og það fer ekkert á milli mála að þetta er þraut- þjálfað lið. „Við erum farnir að leyfa okkur meira,“ segir Karl Ágúst Úlfsson. „Við ráðum orðið við flóknari atriði, hvað varðar tölvuvinnslu, klippingu og hljóð.“ Og blaðamaður gýtur augunum á svið Þjóðleikhússins til hliðar við Karl Ágúst, þar sem sett hefur verið upp tilkomumikil sviðsmynd, ekki úr Óliver, heldur Ólafi. „Stopp!“ er kallað. „Nú líður að langri pásu fyrir Pálma,“ segir Sigurður umhyggjusamur. „Hann er farinn að líkjast Elvis!“ segir annar samviskulaust. „Ég er að missa Elvis úr mér,“ kvartar Pálmi. „Færið honum hamborgara!“ kallar Örn. Þegar allt er afstaðið og búið að leggja Bessastaði í rúst eins og vant er, þá kallar Sigurður til Karls Ágústs: „Einar!“ „Ha?“ segir Karl Ágúst. „Þetta eru rústir, einar.“ Örn Árnason lifir sig inn í þá mynd sem aðrar þjóðir hafa af Íslendingum um þessar mundir. Kolbrún farðar Sigurð Sigurjónsson í rútunni, þar sem jafnan eru höfð snögg fataskipti. Þær verða svo fjörugar af þessu! Eftir viðburðaríka viku var mikið um kræsingar á veisluborði Spaugstofumanna þegar fylgst var með þeim við tökur í vikunni. Forsetanum tókst að stela senunni með synjun sinni á þriðjudag og er áberandi á laugardagskvöld. Texti Pétur Blöndal pebl@mbl.is Ljósmyndir Ragnar Axelsson rax@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.