SunnudagsMogginn - 10.01.2010, Blaðsíða 26
26 10. janúar 2010
F
ranska þjóðin stóð á öndinni þennan dag fyrir
réttum tvö hundruð árum en þá var kunngjört
að Napoléon Bonaparte keisari og eiginkona
hans, Joséphine de Beauharnais, væru skilin.
Líklegasta skýringin á gjörningnum er sú að Joséphine
var óbyrja en einnig lá fyrir að hjónin höfðu bæði leitað
fanga í framandi bólum.
Joséphine fæddist inn í auðuga kreólafjölskyldu árið
1763 en var aðeins þriggja ára þegar hvirfilvindar lögðu
plantekrur fjölskyldunnar í rúst. Hún gekk að eiga Alex-
andre greifa af Beauharnais aðeins sextán ára gömul og
ól honum tvö börn, Eugène og Hortense, sem síðar gift-
ist Louis Bonaparte, bróður Napoléons, og átti með hon-
um soninn Napoléon III. Þrátt fyrir barnalán var hjóna-
band Joséphine og Alexandres ástlaust.
Alexandre var úthrópaður fyrir andspyrnu við frönsku
byltinguna og árið 1794 voru þau Joséphine bæði tekin
höndum. Alexandre var dæmdur til dauða og færður
undir fallöxina en Joséphine var látin laus fimm dögum
síðar eftir að byltingarleiðtoginn Robespierre var tekinn
af lífi. Þar með lauk hinni svonefndu „ógnarstjórn“ í
Frakklandi.
Joséphine, sem nú var orðin ekkja, var vinsæl af karl-
mönnum og átti vingott við þá nokkra. Árið 1795 kynnt-
ist hún sex árum yngri manni, Napoléon Bonaparte, sem
þá var hershöfðingi, og tókust með þeim ástir. Fram að
þeim tíma hét hún Rose. Napoléon líkaði það nafn hins
vegar illa og kallaði hana Joséphine. Gekk hún allar göt-
ur síðan undir því nafni. Napoléon og Joséphine gengu í
heilagt hjónaband 9. mars 1796. Tveimur dögum síðar
hélt hann til Ítalíu til að leiða franska herinn í stríði.
Napoléon ritaði spúsu sinn mörg ástarbréf meðan
hann var í burtu og hafa mörg þeirra varðveist. Þykja
þau með því mergjaðasta sem um getur í þeim kynduga
kima bókmenntanna. Færri bréf eru til frá hendi Josép-
hine en ekki er vitað hvort það stafar af því að þau hafi
varðveist illa eða hvort hún var löt til pennans.
Þrátt fyrir andríki sitt dugðu bréfin ekki til að bægja
Joséphine frá öðrum karlmönnum og þegar árið 1796 hóf
hún að leggja lag sitt við ungan liðsforingja, Hippolyte
Charles að nafni. Napoléon bárust þessi tíðindi til eyrna
og brást hann vondur við. Til að koma fram hefndum
fékk Napoléon sér frillu tveimur árum síðar, Pauline
Bellisle Foures, sem í daglegu tali var kölluð Kleópatra
Napoléons. Hann lét svo kné fylgja kviði. Ekki er vitað
til þess að Joséphine hafi átt fleiri friðla.
Hjónabandið dugði, þrátt fyrir þessa hnökra, en
skömmu áður en þau voru krýnd keisarahjón árið 1804
munaði minnstu að upp úr syði. Joséphine kom þá að
bónda sínum undir voðum með annarri konu í Saint-
Cloud-höll. Napoléon brást til varna og hótaði að skilja
við Joséphine þar sem hún hafði ekki getið honum erf-
ingja. Það var hún ófær um eftir slys nokkrum árum áð-
ur, þegar hún féll fram af svölum. Þau sættust að lokum.
Keisarahjónin voru gift í sex ár eftir krýninguna en
Joséphine féllst loks á skilnað til að gefa Napoléon færi á
að eignast skilgetið barn. Hann kvæntist þá Marie-
Louise hertogaynju af Austurríki en hafði síðar á orði í
vitna viðurvist að hann hefði í reynd „gengið að eiga
leg“. Marie-Louise ól honum einn son, Napoléon Franc-
is Joseph Charles. Hlýtt var milli Napoléons og Josép-
hine eftir skilnaðinn en hún andaðist tveimur árum síð-
ar úr lungnabólgu. Hermt er að lokaorð Napoléons áður
en hann lést í útlegð á Saint Helenu árið 1821 hafi verið
„Frakkland, herinn, hershöfðingi, Joséphine.“
orri@mbl.is
Napoléon
skilur við
Joséphine
Á þessum degi –
10. janúar 1810
Hjónakornin Joséphine de Beauharnais og Napoléon Bonaparte voru glæsileg á velli.
Þrátt fyrir
andríki sitt
dugðu bréf-
in ekki til að
bægja Joséphine
frá öðrum karl-
mönnum og þeg-
ar árið 1796 hóf
hún að leggja lag
sitt við ungan
liðsforingja.
Þ
að er nauðsynlegt að hafa nokk-
ur atriði á hreinu í þeim um-
ræðum sem nú standa yfir um
Icesave og væntanlega þjóð-
aratkvæðagreiðslu. Það er mikilvægt að
íslenzka þjóðin hafi síðasta orðið um þetta
mál. Þjóðin á að borga og þess vegna eðli-
legt að hún fái tækifæri til að segja sína
skoðun. Hins vegar er það rangt kerfi að
það sé komið undir geðþótta eins manns,
forseta Íslands, hvort þjóðin fái slíkt tæki-
færi. Þess vegna á nú að afnema 26. grein
stjórnarskrárinnar sem talin er færa hon-
um þetta vald og setja í þess stað ný
ákvæði í stjórnarskrá um að tiltekinn
fjöldi kosningabærra manna geti farið
fram á slíka atkvæðagreiðslu.
Þegar forseti Íslands notfærði sér þetta
ákvæði stjórnarskrárinnar fyrir fimm ár-
um, snemma sumars 2004, með því að
vísa svonefndum fjölmiðlalögum til þjóð-
aratkvæðis var ekki pólitísk samstaða um
að afnema 26. greinina og setja inn ný
ákvæði um þjóðaratkvæði. Nú eru miklar
líkur á að víðtæk pólitísk samstaða geti
orðið um að afnema þetta fráleita stjórn-
arskrárákvæði.
Síðustu daga og vikur hafa margvíslegar
röksemdir verið færðar fram fyrir því að
ekki sé heppilegt að þjóðin greiði atkvæði
um Icesave. Sagt hefur verið að það tíðkist
ekki að milliríkjasamningar séu lagðir
undir þjóðaratkvæði. Þessi röksemd fellur
um sjálfa sig, þegar af þeirri ástæðu, að
fjölmörg ríki leggja stærstu milliríkja-
samninga, eins og t.d. aðild að ESB undir
þjóðaratkvæði. Hér á Íslandi er víðtæk
samstaða um, að verði gerð tillaga um að-
ild Íslands að ESB á grundvelli samninga
þar um verði slíkt mál lagt undir þjóð-
aratkvæði. Það getur verið meira álitamál,
hvort leggja á mál undir þjóðaratkvæði,
sem fela í sér fjárhagslegar kvaðir, sem
ríkisábyrgðin vegna Icesave vissulega ger-
ir svo og skattamál. Í fyrra tilvikinu er um
að ræða greiðslur til annarra þjóða án þess
að alþjóðlegir samningar kveði á um slíkt.
Eðlilegt er að þjóðin ákveði það sjálf, hvort
hún vill taka þær skuldbindingar á sig. Það
er hægt að færa sterk rök fyrir því, að
þjóðin sjálf eða íbúar einstakra sveitarfé-
laga taki ákvarðanir um skatta. Um það
verður fjallað síðar.
Nú hafa komið upp í samfélaginu þau
sjónarmið að afleiðingar þess að Icesave-
samningarnir verði felldir í þjóð-
aratkvæðagreiðslu séu svo hrikalegar að
ekki sé hægt að taka slíka áhættu. Og at-
hyglisvert að sjá þau sjónarmið koma
upp í öllum flokkum.
Hvað felst í þessu sjónarmiði? Í
því felst að ekki sé hægt að
treysta þjóðinni til að hafa vit
fyrir sjálfri sér og þess vegna verði að fela
fámennum hópi manna að hafa vit fyrir
henni. Þetta eru í grundvallaratriðum rök
þeirra sem eiga erfitt með að sætta sig við
að völdin verði færð frá flokkunum til
fólksins. Rökin gegn þessari afstöðu eru
einfaldlega þau að hinn almenni kjósandi
er jafn vel upplýstur eða getur verið jafn
vel upplýstur um Icesave-málið og stjórn-
málamennirnir og er þess vegna í jafn
góðri aðstöðu og þeir til að taka skyn-
samlega ákvörðun.
Eftir að lögin um ríkisábyrgð vegna Ice-
save höfðu verið samþykkt á Alþingi og
forseti ákveðið að vísa þeim til þjóð-
aratkvæðagreiðslu var upplýsingum um
mat ríkisstjórnar á því, hvað gerast mundi
ef lögin yrðu felld lekið í Ríkisútvarpið.
Hvers konar vinnubrögð eru þetta? Hvers
vegna hefur ríkisstjórnin ekki lagt þetta
mat sitt á borðið á undanförnum mán-
uðum en látið nægja að ýja að þeim? Var
ekki hægt að treysta almenningi í landinu
fyrir þessum skoðunum ráðherra? Er
þetta sú gagnsæja stjórnsýsla, sem núver-
andi stjórnarflokka boða?! Jafnframt hafa
ráðherrar hent á lofti neikvæðar fréttir og
hótanir erlendis frá og sagt, þegar allar
umbúðir hafa verið teknar af orðum
þeirra: Þarna sjáið þið. Við höfðum rétt
fyrir okkur. Þetta er það sem gerist. Og í
krafti slíkra röksemda ætlar ríkisstjórnin
að berjast fyrir sínum sjónarmiðum í
þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta er ljótur
leikur.
Veruleikinn er auðvitað sá að þjóð-
aratkvæðagreiðsla á hvorn veg sem hún
fellur styrkir málstað okkar Íslendinga.
Verði tillagan um ríkisábyrgð vegna Ice-
save samþykkt í þjóðaratkvæði er um-
heiminum ljóst að Íslendingar sem þjóð
standa á bak við þá samninga sem nú
liggja fyrir. Verði tillagan felld fer ekki á
milli mála að vígstaða stjórnvalda til þess
að ná nýjum og hagstæðari samningum
fyrir íslenzku þjóðina er miklu sterkari
eftir en áður.
Það hefur verið fróðlegt að fylgjast með
hávaðanum í útlöndum. Brezkir og hol-
lenzkir fjölmiðlar hrópa: Íslendingar neita
að borga. Aðrir segja: Íslendingar eru
gjaldþrota.
Hvað veldur þessum hávaða hjá hinum
þroskuðu lýðræðisríkjum Norður-
Evrópu? Að það hefur verið tekin ákvörð-
un um það á Íslandi að þjóðin sjálf taki
sína ákvörðun í lýðræðislegri atkvæða-
greiðslu. Er það svo ljótt í augum þessara
lýðræðisríkja að réttlæti formælingar
þeirra í okkar garð?
Í grein sem Árni Helgason, nú lögfræð-
ingur og þá blaðamaður á Morgunblaðinu,
skrifaði hér í blaðið 17. júní 2004 kom
fram að frá árinu 1940 til þess dags höfðu
verið haldnar rúmlega 460 þjóð-
aratkvæðagreiðslur í Evrópu. Þar af um
330 í Sviss. Þá höfðu Írar gengið 27 sinnum
til þjóðaratkvæðis og síðan hafa fleiri
bætzt við. Hvers vegna þessi móðursýki í
löndunum í kringum okkur þótt við vilj-
um hafa sama hátt á?
Eina manneskjan sem hefur haldið höfði
í þessu uppnámi heitir Eva Joly eins og
skýrt kom fram í samtali RÚV við hana sl.
miðvikudagskvöld og aftur í hádeg-
isfréttum í fyrradag. Merkilegt hvað sú
kona hefur orðið mikill mælikvarði á heil-
brigða skynsemi á Íslandi.
Rétt niðurstaða – úrelt kerfi
Af innlendum
vettvangi…
Styrmir Gunnarsson
styrmir@mbl.is