SunnudagsMogginn - 10.01.2010, Blaðsíða 15
10. janúar 2010 15
V
esturport hefur oft fengið lofsamlega
gagnrýni gegnum tíðina. Ekki er þó allt
jafn gott sem um hópinn hefur verið sagt
opinberlega. Þannig kallaði María Krist-
jánsdóttir, leiklistargagnrýnandi Ríkisútvarpsins,
Vesturport „Kaupþingsleikhúsið“ á dögunum og full-
yrti að hópurinn væri bóla sem nú væri sprungin
eins og íslenska útrásin.
„Viðkomandi virtist síður en svo syrgja þessi upp-
diktuðu örlög Vesturports,“ segir Gísli Örn. „Við
neyðumst þó til að hryggja hana með því að starf-
semin hefur síður en svo dregist saman vegna krepp-
unnar. Við erum að frumsýna Faust, erum meðfram-
leiðendur að tveimur kvikmyndum sem eru
frumsýndar um páskana og erum með fleiri kvik-
myndir í undirbúningi, auk þess að vera bókuð með
leiksýningar út um allan heim fram til ársins 2012.
Þetta eru raddir meðalmennskunnar og þeim á að
útrýma úr umræðunni.“
Haldi einhver að Vesturport standi og falli með
stuðningi ákveðinna fyrirtækja eða fjárfesta, þá segir
Gísli það rangt. „Auðvitað höfum við, eins og aðrir
frjálsir leikhópar, notið aðstoðar ýmissa fyrirtækja,
stórra sem smárra og fyrir það ber að þakka. Við
vonum svo sannarlega að fyrirtæki haldi áfram að
styrkja okkur í erfiðu árferði og sjálfstæðu leikhúsin
almennt, en ef einhver einn aðili á sérstakar þakkir
skilið fyrir að styðja okkur, þá er það Borgarleik-
húsið, en samstarf okkar við það hefur verið mjög
gott undanfarin ár, bæði fyrir og eftir kreppu.“
Óskiljanlegar hvatir
Gísli segir Vesturport aldrei hafa kvartað undan
gagnrýni. Hún eigi alltaf rétt á sér.
„En það sem fer í taugarnar á okkur í opinberri
umfjöllun um íslenskt leikhús er þegar fagfólk, eins
og María Kristjánsdóttir og Páll Baldvin Baldvinsson,
sem hefur af því atvinnu að skrifa um íslenskar leik-
sýningar, er að halda á lofti ósönnum þvættingi um
okkur. Þvættingi sem að því er virðist er settur fram
af annarlegum og óskiljanlegum hvötum.“
Eitt sinn voru Gísli og félagar í leikhópnum staddir
í Leifsstöð á leið í leikferð til New York þegar þeir
lásu í grein eftir Pál Baldvin, í blaði frá þeim sama
degi, að með falli Landsbankans væri Vesturport búið
að vera og að aflýsa þyrfti umræddri leikferð á Woy-
zeck og að áframhaldandi starfsemi Vesturports væri
í uppnámi. „Þetta þótti okkur undarleg blaða-
mennska. Sýningin gekk mjög vel í New York.“
Margir kynlegir kvistir koma við sögu í Faust.
Vill útrýma
röddum
meðal-
mennskunnar
Gísli Örn: Mjög gott samstarf við Borgarleikhúsið.
Við neyð-
umst þó
til að
hryggja hana
með því að
starfsemin
hefur síður en
svo dregist
saman vegna
kreppunnar.
Setning
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra.
Skattar eða skatttekjur?
Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Breytt landslag – nýjar frádráttarreglur fyrirtækja
Gunnar Egill Egilsson, lögfræðingur á skatta- og lögfræðisviði Deloitte.
Efnahagskreppa og skattheimta
Ragnar Árnason, prófessor.
Skattaleg mismunun – mismunandi skattlagning eftir rekstrarformum
Vala Valtýsdóttir, forstöðumaður skatta- og lögfræðisviðs Deloitte.
Fundarstjórn
Guðrún Hálfdánardóttir, aðstoðarfréttastjóri mbl.is.
Skattadagurinn
Morgunverðarfundur
2010
þriðjudaginn 12. janúar kl. 8.15–10.15 á Grand Hótel Reykjavík
Skráning á www.deloitte.is, netfanginu skraning@deloitte.is og í síma 580 3000.
Fundarsalur: Gullteigur, Grand Hótel Reykjavík • léttur morgunverður • verð kr. 3.500.
PI
PA
R\
TB
W
A
•
SÍ
A
•
9
25
9
9