SunnudagsMogginn - 10.01.2010, Blaðsíða 36

SunnudagsMogginn - 10.01.2010, Blaðsíða 36
36 10. janúar 2010 Hönnun F yrir tæpum tuttugu árum keyptu hjónin Páll V. Bjarnason og Sigríður Harðardóttir húsið Þrúð- vang við Laufásveg. Húsið var byggt af Margréti Zoëga, tengda- móður skáldsins Einars Benedikts- sonar sem bjó þar um skeið á þriðja áratug síðustu aldar en síðan hefur húsið m.a. verið í eigu stórkaup- manns, banka og skóla. Til að heiðra frægasta íbúa hússins hafa Páll og Sigríður keypt sófasett, te- borð og borðstofustóla og fengið gefins flygil, sem allt var áður í eigu Einars. Má því segja að mun- irnir séu aftur komnir til síns heima. Hafði haft augastað á flyglinum í 15 ár „Við fréttum af sófasettinu, teborð- inu og borðstofustólunum til sölu í antíkbúð hér í bænum og ákváðum að skella okkur á það, því að öllum líkindum er þetta sófasett sem hef- ur verið hérna áður,“ segir Páll en stólarnir og sófinn eru með upp- runalega áklæðinu. Hann ákvað að grennslast fyrir um uppruna sófa- settsins og komst að því að það var framleitt í Kaupmannahöfn milli 1910 og 1920. Í flyglinum fannst svo miði með nafni verslunar í London og raðnúmeri og með þær upplýs- ingar í höndum komst Páll að því að hljóðfærið var framleitt milli 1912 og 1914, en Einar var víðförull maður. „Ég var búinn að hafa augastað á þessum flygli í 15 ár þegar ég loks- ins náði í hann. Það er til gömul mynd af Einari og fjölskyldunni sem var tekin hér í stofunni þar sem flygillinn er í baksýn. Sérfræð- ingur hefur staðfest að þetta sé sami flygillinn. Hann er kominn aftur á sinn stað en er að vísu ekki í sama horninu í stofunni. Dánarbú Andrésar Andréssonar klæðskera hafði gefið Óháða söfnuðinum flyg- ilinn en Andrés var einn af stofn- endum safnaðarins. Flygillinn var notaður sem æfingarhljóðfæri í mörg ár í safnaðarheimilinu en fyr- ir tveimur árum var ákveðið að skipta honum út og kaupa nýjan. Þá fékk ég loksins flygilinn en um- gjörðin um hann var í mjög slæmu ástandi. Ég lét gera upp kassann á honum og nóturnar en verkið var í lagi. Kristinn Gunnarsson, hús- gagnasmiður á verkstæðinu í Ár- bæjarsafni, gerði flygilinn listilega vel upp fyrir okkur og hann kom svo hingað í fyrrasumar.“ Tilvísanir í kristni og goðafræði Athygli vekur að yfir dyrunum í stofunum í Þrúðvangi eru út- skornar rismyndir og eru hurðirnar einnig listilega útskornar. Þá er ris- mynd öðrum megin yfir dyrunum milli stofanna tveggja en rismyndin sem var hinum megin er glötuð, sem og útskornar rennihurðir sem eitt sinn lokuðu milli stofanna. „Þetta eru myndir eftir Ríkarð Jónsson útskurðarmeistara sem hann skar út þegar hann var ungur maður, nýkominn úr námi hjá Stefáni Eiríkssyni myndskera. Mar- grét Zoëga tók hann og Gunnlaug Blöndal listmálara upp á sína arma, en hann hafði lært útskurð með Ríkarði. Útskurðurinn er dálítið sérkennilegur að því leyti að á einni rismyndinni er tilvitnun úr Biblíunni en á hinum tveimur er vísað í norrænu goðafræðina. Hér stangast því á kristni og heiðni,“ segir Páll. Á kristsmyndinni má sjá merkinguna IHS sem er vísun í fyrstu þrjá stafina í nafni Jesú á grísku og umhverfis merkinguna er skorið út í höfðaletri, sem Ríkarður hannaði sjálfur: „Ef að drottinn ekki byggir húsið, erfiða smiðirnir til einskis,“ en „byggir“ þýðir þarna „býr í“. Á rismyndinni milli stofanna má sjá mynd úr Rígsþulu sem sýnir Heimdall í heimsókn hjá Afa og Ömmu og á þriðju myndinnni má sjá þrjár valkyrjur, Hildi, Þrúði og Hlökk, sem ganga um beina í Val- höll, en þeirra er getið í Grímnis- málum. Nýtt í bland við klassískt Páll er arkitekt og sérhæfir sig í að gera upp gömul hús. Hann vann m.a. við endurbyggingu Iðnós og er nú að hanna endurbyggingu Lauga- vegar 6. „Mér hefur alltaf fundist áhugavert að taka gamla hluti og halda upp á þá og blanda nýrri hönnun inn í það. Mér finnst það gefa umhverfinu mjög mikið gildi, frekar en að vera með allt í nýtt eða allt gamalt. Ég er með Bang & Olufsen tæki sem þykja kannski antík í dag en voru það ekki þegar ég keypti þau. Svo blandar maður inn í lömpum og stólum, ég er með nýjan sófa og við hann eru stólar sem voru hannaðir á 7. áratugnum og svo auðvitað sófasett Einars Ben, flygillinn og ýmislegt gamalt. Hér er ýmsu blandað saman. Svo er þetta allt sett inn í næstum 100 ára gamalt hús.“ Nýtt í bland við Einar Ben Páll V. Bjarnason arkitekt býr í Þrúðvangi þar sem skáldið Einar Ben bjó fyrrum. Þar er að finna nýjar sem klassískar hönnunarvörur í bland við hátt í hundrað ára gömul hús- gögn skáldsins. Ylfa Kristín K. Árnadóttir ylfa@mbl.is Páll er sá eini í fjölskyldunni sem spilar á flygilinn fyrir utan barnabörnin sem finnst gaman að spreyta sig á Gamla Nóa. Morgunblaðið/Golli Margrét Zoëga, tengdamóðir Einars Benediktssonar, lét reisa Þrúðvang við Laufásveg á árunum 1918-19, en Þrúðvangur er nafn á ríki Þórs í goðafræðinni. Þremur árum áður brann Hótel Reykjavík, sem Margrét átti og rak, í brunanum mikla en þar brunnu 11 hús til kaldra kola. Að sögn Páls var dálítið einkennilegt að hún skyldi byggja jafnveglegt hús og Þrúðvangur er þar sem hún var orðin hálfsjötug og ekkja. „Mig grunar að hún hafi verið að fjárfesta með tryggingafé eftir brun- ann,“ segir Páll. Eftir brunann bjó Margrét m.a. hjá Einari og Valgerði dóttur sinni í Höfða í eitt ár. „Skrautið hér og húsakynnin minna á Höfða að mörgu leyti, því þar eru rismyndir, að vísu með allt öðrum hætti, og útskornar hurðir. Mig grunar að Margrét hafi orðið fyrir áhrifum af því þegar hún byggði húsið, hún vildi gera það dálítið „grand“.“ Árið 1921 fluttu Einar og fjölskylda til Margrétar á Laufásveginn og bjuggu þar til ársins 1927 þegar Mar- grét sagði þeim upp leigunni. Árið eftir seldi Margrét húsið Kjartani Gunnlaugssyni stórkaupmanni sem bjó þar ásamt fjölskyldu sinni í rúm tuttugu ár eða þangað til Tónlistarfélagið keypti húsið. Tónlistarskóli Reykja- víkur var til húsa í Þrúðvangi í 10 ár og þar var kennt á fjölmörg hljóðfæri í öllum herbergum. „Margir tónlistarmenn eiga minningar héðan,“ segir Páll. Því næst eignaðist Framkvæmdabankinn húsið og ætlaði sér að rífa það og nokkur nærliggjandi hús og byggja stórhýsi yfir starfsemi sína. Ekkert varð úr þeim áform- um og árið 1962 var húsið leigt Menntaskólanum í Reykjavík. Þar fór fram kennsla til ársins 1990 þegar Páll og Sigríður keyptu húsið og gerðu það upp. „Í húsinu voru 5-7 kennslustofur þannig að það má gera ráð fyrir að hér hafi verið upp undir 180 manns í einu í kennslu. Eftir 40 ára skólahald var húsið þar af leiðandi gatslitið þegar við tókum við því. Við þurftum að gera mjög róttækar endurbætur á því áður en við gátum flutt inn og höfum smátt og smátt gert hitt og þetta til að bæta húsið. Þetta var hálfgerð forvörn sem við unnum hérna með þessi menningarverð- mæti.“ Í eigu auðugra fjöl- skyldna og skóla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.