SunnudagsMogginn - 10.01.2010, Blaðsíða 30

SunnudagsMogginn - 10.01.2010, Blaðsíða 30
30 10. janúar 2010 Brian heldur hér á síðhærðum Dachs- hund. Inde heitir hundurinn sem Bri- an segir afar góðan hjálparkokk við veiðar og þjálfun. Hann á átta slíka hunda. Sandvák- urinn er á vinstri handlegg Brians. Hræörn heitr þessi arnartegund á ís- lensku en Steppe Eagle á ensku. Hann er að finna víða í Evrópu og Asíu, einkum á steppum, ræktuðu landi, runnalendi og hálfeyðimörkum. Þessi haukur heitir sandvákur á íslensku en Harriśs Hawk upp á enska tungu. Hann er aðallega að finna í Suðvest- urríkjum Bandaríkjanna. Vænghaf sand- váksins er yfir einn metri. Þjóðarfugl okkar Íslendinga, gamli góði fálkinn nefnist Gyr- falcon á ensku. Fálkinn er meðal annars er tákn Sjálfstæð- isflokkins og hann finnst um allan norðurhjara veraldar. Hann er afar nettur þessi smáfálki sem ber heitið American Kestrel á ensku, en heitir skrúðfálki á íslens- ku.Skrúðfálkinn er algengur varpfugl um alla Norður-Ameríku. S Á sem gerir það að lífsstarfi sínu að veiða ránfugla, eins og erni, fálka og uglur og þjálfa síðan, þar til fuglarnir eru eins og undirverktakar hjá aðalverktakanum, fuglatemjaranum (e. Falconer) hlýtur að vera for- vitnilegur persónuleiki. Sú var að minnsta kosti mín niðurstaða nú fyrir skemmstu, þegar ég, ásamt tveimur bandarískum vinkonum mínum fékk að kynnast einum slíkum, sem býr í smá- þorpinu Tillson, í Ulster-sýslu í New York ríki. Brian Bradley, fuglafangari og -temjari kom einn fagran októberdag akandi heim til banda- rískrar vinkonu sinnar í Clinton Corners í Dutc- hess-sýslu, sem er í New York-ríki, í Hudson- dalnum, í grennd við Hudsonána. Vinkonan er jafnframt vinkona mín. Skottið á stórum jeppa Brians var fullt af lokuðum trékössum, sem ómögulegt var að geta sér til um hvað innihéldu. Brian hafði í samráði við þessa vinkonu mína ákveðið að setja á svið ákveðið „show“ fyrir mig og aðra vinkonu, en við vorum báðar gestir þeirr- ar sem bauð Brian í heimsókn, Trish Shoultz. Leyndin var mikil sem hvíldi yfir undirbúningi sýningarinnar og miðað við trékassana sem við gátum aðeins kíkt á í skotti jeppans, töldum við Kathy helst að Trish hefði kallað til einhvern töframann sem ætlaði að sýna okkur töfrabrögð og verður það bara að segjast eins og er að við þóttumst vera miklu spenntari en við vorum í raun og veru. Vissulega var sýningin töfrum líkust, en samt gekk hún út á að sýna okkur vinkonunum hið ótrúlega samband sem skapast á milli manns og ránfugls – mér liggur við að segja samstarf, sem vitanlega byggist á ótrúlega mikilli þjálfun, ögun og endurtekningu. Samspil manns og fugls, þar sem er eins og virðingin sé gagnkvæm og þýðing- armikill hluti heildarmyndarinnar. Brian sýnir okkur hvernig sandvákur (e. Harrı́s Hawk) steypir sér á eftir bráðinni; hvernig hann hlýðir húsbónda sínum, sem launar honum sýni- flugið með smábita af hráum kjúklingi og aðrir fuglar sýndu ýmsar kúnstri á armi Brians, en hann var vitanlega vel varinn með þykkum hanska, því ránfuglsklærnar geta verið háskalega beittar og sterkar, eða tóku stutt sýningarflug og komu svo alltaf aftur til húsbóndans, enda von á einhverju lítilræði í gogginn fyrir flott „show“. Þetta var óviðjafnanleg lífsreynsla og fræðsla. Einstakt samspil manns og ránfugla Við urðum vitni að samstarfi, sem vitanlega byggist á ótrú- lega mikilli þjálfun, ögun og endurtekningu. Samspili manns og fugls, þar sem er eins og virðingin sé gagn- kvæm og þýðingarmikill hluti heildarmyndarinnar. Texti og myndir: Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Sýning að hefjast Brian Bradley býr sig undir að hefja sýninguna. Hræörninn er kominn á handlegg hans, en er enn með leðurhettu á hausnum, sem Brian lætur fuglana ferðast með í búrunum í bíl sínum. Segir það róa þá. Vænghafið er tígulegt, ekki satt? Fálkamenn Á ensku er sá sem hefur starfsheitið Falconer maður sem temur fálka og notar hann til að veiða aðra fugla og eins spendýr. Björn Þórðarson, í ritinu Íslenzkir Fálkar (Hið Íslenska Bókmenntafélag 1957), notar orðin fálka- menn og fálkaleikir er notað fyrir enska orðið Falconry. Fálkafangarar hétu þeir sem veiddu fálka hér á landi sem síðar voru fluttir til Evrópu til fálkaleikja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.