SunnudagsMogginn - 10.01.2010, Blaðsíða 50

SunnudagsMogginn - 10.01.2010, Blaðsíða 50
50 10. janúar 2010 E in athyglisverðasta skáldsagan sem kom út í haust fór framhjá mörgum í jólabókaflóðinu. Enda seldist upplagið upp, nokkrum dögum fyrir jól. Skáldsaga Helga Ingólfssonar, Þegar kóngur kom, hefur því eflaust ratað til sinna – og þeir sem ekki hafa náð í eintak til að lesa verða líklega að bíða eftir kiljunni, sem von mun vera á síðar í vetur. Við lestur Þegar kóngur kom kom ítrekað í hugann að þessa bók yrðu MR-ingar að lesa, nemendur sem kenn- arar. Í rauninni líka þeir sem hafa áhuga á sögu Reykja- víkur – og þeir sem hafa áhuga á spennusögum. Þetta er nefnilega nákvæmnislega unnin söguleg skáldsaga, sem hverfist í senn um sannar persónur og glæp sem á að hafa verið framinn í smábænum Reykjavík sumardag einn ár- ið 1874, þegar Kristján níundi steig hér á land, til að taka þátt í 1000 ára afmæli Íslandsbyggðar. „Ég hef fengið viðbrögð úr ýmsum áttum og öll góð, þótt einstaka menn geri smávægilegar athugasemdir,“ segir Helgi Ingólfsson rithöfundur og kennari, þar sem við göngum um ganga Menntaskólans í Reykjavík og stefnum á hinn sögufræga og friðlýsta hátíðasal skólans. „Einn sagði að það væri of mikil sagnfræði í bókinni en annar að það væri of lítil sagnfræði. Það er erfitt að gera öllum til hæfis.“ Helgi brosir og opnar dyrnar inn í salinn með stórum lykli. Það kemur á óvart, eftir að hafa lesið um mannmargan dansleikinn sem Kristján IX hélt í þessum sal, hvað hann er í raun lítill. Þarna eru málverk á öllum veggjum. Fjög- ur af konungum, þar á meðal þeim sem hélt dansleikinn, en annars eru þetta skólamenn. Og Jón Sigurðsson. Þarna var þjóðfundurinn haldinn, þarna var Alþingi líka haldið í ein 34 ár. Allnokkrir af mönnunum á virðulegum málverkunum koma við sögu í bók Helga. „Hér getum við skoðað þá,“ segir hann og gengur að málverkinu af Jóni Sigurðssyni. „Við getum til að mynda skoðað augnlit þeirra.“ Hann rýnir í ásjónu þjóðfrels- ishetjunnar. Gengur svo að öðru verki og bendir: „Þetta er Halldór Kr. Friðriksson, sem var yfirkennari hér og ein aðalpersóna bókarinnar. Þarna er önnur sögupersóna,“ hann bendir á gagnstæðan vegg; „Jón Þorkelsson, im- pressjónískt portrett sem er málað eftir ljósmynd sem var tekin um 1890.“ Á veggjum eru ásjónur fleiri manna sem koma við sögu, til dæmis Steingrímur Thorsteinsson og Björn Gunnlaugsson. Réttlæting fyrir Halldór Kr. Friðriksson Móritz Halldórsson er látinn segja söguna. Hann var son- ur Halldórs Kr., sem var yfirkennari Lærða skólans, for- vera Menntaskólans í Reykjavík. Halldór var góðkunn- ingi Fjölnismanna og sá um útgáfu tveggja síðustu árganga Fjölnis. Hann starfaði náið með Jóni Sigurðssyni forseta og var varaformaður Hins íslenska þjóðvinafélags og bar hitann og þungann af starfi þess, þar sem formað- urinn, Jón Sigurðsson, sat í Kaupmannahöfn. Margir kunnir einstaklingar frá þessum tíma eru í stórum hlut- verkum, eins og Gestur Pálsson skáld, Jón Guðmundsson ritstjóri, Matthías Jochumsson, Jón Hjaltalín landlæknir og Jón Borgfjörð lögreglumaður. Þá eru dregnar upp lit- ríkar myndir af fleirum, þar á meðal Sigurði Guðmunds- syni myndlistarmanni, „Sigga séní“, og utangarðsmann- inum Sæfinni á sextán skóm. Segja má að það hafi staðið Helga nærri að skrifa þessa sögu; í 25 ár hefur hann verið sögukennari við MR. „Að mörgu leyti er þetta óður til hússins og umhverf- isins,“ segir hann, þegar við höfum tyllt okkur niður í miðjum hátíðasalnum. „Sagan er líka ákveðin réttlæting fyrir Halldór Kr. Friðriksson. Mér hefur þótt hans hlutur ekki vera metinn að verðleikum. Á meðan Jón Sigurðs- son sat í þokkalegum þægindum í Kaupmannahöfn, þá voru aðrir í þjóðfrelsisbaráttunni hér uppi á Íslandi og fengu ekki alltaf verðskuldað hrós fyrir.“ Helgi byrjaði að vinna í sögunni í nóvember árið 2006 og segist fljótlega hafa farið að viða að sér heimildum. „Ég las eitthvað um 100 bækur af öllum toga, sem nýttust mér á mismunandi hátt. Sjálfsævisögur manna sem voru uppi á seinni hluta 19. aldar reyndust mér vel, sögur Páls Melsteð, Finns Jónssonar, Þorvaldar Thor- oddsen og ekki síst ævisaga Guðrúnar Borgfjörð, hún er ákveðinn burðarás í verkinu. Mjög merkileg bók. Guð- rún var systir Finns og Klemensar Jónssona. Klemens var landritari og fyrstur manna til að skrifa einhvers- konar sögu Reykjavíkur. Hann skrifaði líka minn- ingaþætti um æsku sína í Reykjavík á þeim tíma þegar sagan mín gerist. Ég nota Klemens á einum stað, læt hann hlaupa frá Borgfjörð lögregluþjóni að sækja Hjal- talín landlækni. Thora Friðriksson nefnir í æviminningum sínum að hún hafi ung stúlka setið á öxlum Móritzar, bróður síns, þegar kóngur kom. Þetta notfæri ég mér, en sviðset vitaskuld samtal þeirra, sem hefur ekki varðveist mér vitanlega.“ Helgi viðurkennir fúslega að hann sé mjög nákvæmur í allri sviðsetningu í sögunni. „Ég vildi ekki hafa neitt í sögunni sem gæti ekki hafa gerst. Ég lenti nokkrum Bækur Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Lík í kjallara MR Reykjavík ársins 1874 lifnar við í skáldsögu Helga Ingólfssonar, Þegar kóngur kom. Helgi, sem er sögukennari við Mennta- skólann í Reykjavík, styðst við fjölmargar og ólíkar heimildir og segir söguna óð til skóla- hússins, sem kemur mikið við sögu, og umhverfisins. Helgi Ingólfsson og konungarnir í hátíðarsalnum í MR. Kristján IX, sem er til hægri, hélt dansleiki í salnum sumarið 1874. Lesbók
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.