SunnudagsMogginn - 10.01.2010, Blaðsíða 31

SunnudagsMogginn - 10.01.2010, Blaðsíða 31
10. janúar 2010 31 sínum náttúrulegu heimkynnum og aðrir komu svo í kjölfar hans. Eftir að áhugi minn hafði verið kveiktur varð ekki aftur snúið, svo einfalt er það. Áhugi minn á ránfuglum jókst bara, eftir því sem ég óx úr grasi og sennilega má segja, að fljótlega hafi þetta ekki bara verið áhugamál og vinna, heldur ástríða,“ segir Brian. – Í stuttu máli, í hverju er starf fálkafangara (e. Falconer) falið? „Það eru ekki svo margir sem geta í raun og veru kallað sig fálkafangara, því skilgreiningin á orðinu fálkaleikir (e. Falconry) eru veiðar á fuglum og dýrum, með aðstoð taminna fálka. Um það snúast mínir fálkaleikir ekki, heldur það að ala ránfuglana sem ég fanga, þjálfa þá og kenna þeim á umhverfið og náttúruna, til þess að þeir komist betur af í lífsbaráttunni, þegar ég sleppi þeim aftur í sitt nátt- úrulega umhverfi. Vitanlega er meginhugsunin sú að viðhalda stofnum, sem eru eða hafa verið í útrýming- arhættu, og starf mitt og fjölmargra annarra, sem hafa tekið sér Ming til fyrirmyndar, hefur styrkt ákveðna stofna, bæði fálka og aðrar fuglategundir. Aðaláherslan í mínu starfi er fræðslustarf, bæði fyrir skólabörn og almenning. Ég ferðast með fuglana mína, sýni þá og kynni og þeir fljúga sýningarflug fyrir gesti og eftir það svara ég spurningum.“ – Lýstu því aðeins fyrir mér þegar ránfuglarnir þínir „leika“ í kvikmyndum eða auglýsingum. „Ég fæ alltaf eitthvað af slíkum beiðnum og það er þá bara þannig að umboðsmaður hefur samband og biður um ákveðinn fugl eða fugla, sem framleiðandi vill fá til þátttöku, annað hvort í bíómynd, sjónvarpsmynd eða auglýsingu. Sjálfsagt hljómar þetta mjög spennandi, en sannleikurinn er sá, að það er mikil vinna að láta fuglana „leika“ í kvikmynd eða auglýsingu. Það þarf oft að endurtaka sama leikinn aftur og aftur og getur orðið mjög þreytandi, bæði fyrir mig og fuglana, en vissulega Gleraugnaugla nefnist hún á íslensku þessi ofurfríða uglu- tegund, en á ensku heitir þessi hún Spectacle Owl. Takið eftir augum uglunnar - þau beinlínis glampa og þau sem ásamt augnumgjörð minna bara á tískugleraugu, ekki satt? Þetta verður bara að ástríðu Þær virðast ógvænlega beittar klær hræarnarins, enda segir Brian að það sé ekki vinnandi vegur að eiga við slíka fugla án þess að vera vel varinn hnausþykkum hönskum, en samt sem áður verði alltaf einhver óhöpp, flest þó smávægileg. Whitefaced Owl nefnist þessi ugluteg- und á ensku, en ekki virðist vera til neitt íslenskt heiti á henni. Eigum við ekki bara að nefna hana hvítfésuglu? Hún hefur sannarlega spekingslegt yf- irbragð. Uppruni þessarar snotru uglu- tegundar er í Afríku. Augu úfsins eru ótrúleg. Eagle Owl er enska heitið á þessari uglu, en úfur er hið íslenska. Úfinn er að finna í Evrópu, á ákveðnum stöðum í Asíu og Norður-Afríku. Turnugla er íslenska heiti hennar, en Barn Owl nefnist þessi ugluteg- und á ensku. Hún er varpfugl í öll- um heimsálfum. getur svona starf einnig verið mjög skemmtilegt, þegar vel gengur. En ég hef nú ekki mikinn áhuga á því að fjölga slíkum verkefnum, ef ég á að vera alveg hreinskilinn.“ Sjálfstæðið og villt eðli heillar – Hvað er það við ránfuglana, fálkana, ernina, ugl- urnar, sem heillar þig svo mjög? „Sennilega er það sjálfstæði þessara tignarlegu rán- fugla sem heillar mig, og villt eðli. Vitanlega heillar feg- urð fuglanna einnig, en það er eðli þeirra sem ég hrífst fyrst og fremst af. Það er hægt að þjálfa þá, en það er ekki hægt að temja þá. Fyrir slíku sjálfstæði ber ég virð- ingu.“ – Berðu ránfuglana þína einhvern tíma saman við mannskepnuna? „Nei, eiginlega ekki. Vitanlega spái ég í hver séu helstu og sterkustu einkenni ákveðinna fugla. Sumir fuglar eru gáfaðri en aðrir og fljótari að læra. Þeir ávinna sér þannig meiri virðingu frá mér en aðrir. Ákveðnir fuglar eru afskaplega óþolinmóðir og enn aðrir eru villtari í eðli sínu, en gengur og gerist. Þannig að hver fugl hefur sín sérstöku persónueinkenni, ef þannig má komast að orði, þegar um ránfugla er að ræða.“ – Er einhver fugla þinna í sérstöku uppáhaldi hjá þér umfram aðra? „Nei, ég get ekki sagt það. Það væri eins og að maður elskaði eitt barn sitt umfram annað, en slíkt segja for- eldrar vitanlega aldrei! Fuglarnir mínir eru allir sérstakir, hver á sinn hátt. Við suma næ ég fljótlega mjög góðu sambandi og við vinnum vel saman, aðrir reyna meira á þolrifin, en vit- anlega er slíkt hluti af því að starfið er svo skemmtilegt og gefandi, það hversu margbreytilegir þeir eru. Ég tek þeim eins og þeir eru og sætti mig við þá og á endanum gera þeir yfirleitt það sama gagnvart mér.“ B rian Bradley, mikið náttúrubarn, sem, að eig- in sögn, tekur útivist og samneyti við ránfugla hvenær sem er fram yfir samneyti við mann- skepnuna, er fæddur og uppalinn í Hudson- dalnum í New York-ríki. Hann hefur haft það að aðal- atvinnu undanfarinn aldarfjórðung að fanga og temja villta fugla, fálka, hauka, erni og uglur. Ránfuglar Brians hafa m.a. „leikið“ í auglýsingum, sjónvarpsmyndum og kvikmyndum. Undanfarin fimm- tán ár eða svo hefur Brian einnig haldið sérstakar sýn- ingar á ránfuglum sínum, víða í New York-ríki og einnig í ýmsum ríkjum Nýja-Englands, sem hafa eink- um verið settar upp í samvinnu við skóla, bæði grunn- og framhaldsskóla, til þess að mennta og uppfræða bandarískt ungviði. Hann segir mér að áhorfendur að sýningum hans og fuglanna hans hafi oft verið í kring- um þrjúþúsund krakkar og unglingar. Það sé því létt verk fyrir sig að setja upp litla sýningu fyrir einungis þrjár konur. Að lokinni sýningu og fræðslu, sem stóð í tæpa þrjá tíma fékk ég Brian til þess að setjast niður með mér og svara nokkrum spurningum. Heillaðist fimm ára gamall – Brian, hvað varð til þess, að þú fyrir margt löngu ákvaðst að gera þessa sérstöku iðju að lífsstarfi þínu? „Ja, ég var nú ekki nema um fimm ára gamall, þegar eldri bróðir minn, sem var þá kominn í háskóla, hafði sem einn af prófessorum sínum hinn þekkta fuglafræð- ing, friðunarsinna og fálkamann, Heinz Meng. Bróðir minn vakti með mér mikinn áhuga á fálkum og öðrum ránfuglum, með því að segja mér sögur af því sem Meng hafði sagt honum og öðrum samstúdentum hans. Þegar þetta var, á áttunda áratug síðustu aldar, var fálkinn í mikilli útrýmingarhættu hér í Bandaríkjunum og því var það að Meng varð mikill brautryðjandi í því að fanga fálka, fæða og þjálfa og sleppa svo aftur lausum í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.