SunnudagsMogginn - 10.01.2010, Blaðsíða 34

SunnudagsMogginn - 10.01.2010, Blaðsíða 34
34 10. janúar 2010 Erlingur Erlings- son hefur verið í Khost síðan í haust. Quetta Kandahar Peshawar Khost Gardez Kabúl PAKISTAN TÚRKMENISTAN ÍRAN ÚZBEKISTAN TADSJIKISTAN AFGANISTAN KHOST-HÉRAÐ PAKTÍA-HÉRAÐ A lls staðar eru eða hafa verið Ís- lendingar, sama hvað stað- urinn er fjarlægur og af- skekktur. Borgin Khost í samnefndu héraði í austanverðu Afgan- istan er á stærð við Reykjavík og þar eru Sameinuðu þjóðirnar með stjórnmála- fulltrúa á launaskrá, Erling Erlingsson. Hann er annars starfsmaður utanrík- isráðuneytisins í Reykjavík en í leyfi frá því og hefur verið í Khost síðan í haust og verður þar að minnsta kosti fram í júní. Áður vann hann fyrir alþjóðlega friðar- gæsluliðið, ISAF, í Kabúl. „Ég vildi helst fara til Khost eða Helm- and sem er eitt helsta átakasvæðið í sunnanverðu landinu. Það var ekki búið að opna skrifstofu í Helmand og Khost varð því ofan á “ segir Erlingur. „Fyrst ég er á annað borð að vinna í átakalandi vil ég vera þar sem ég öðlast færi á að skilja ástandið og hafa einhver áhrif.“ Erlingur er 37 ára, hernaðarsagnfræð- ingur að mennt, hann stundaði nám í Boston og síðar Oxford. Hann hefur nú unnið hjá íslensku utanríkisþjónustunni í fjögur ár en er í leyfi meðan hann starfar fyrir SÞ. Erlingur byrjaði að vinna fyrir íslensku friðargæsluna í desember í fyrra, var hjá UNICEF, Barnahjálp SÞ, í Tadjik- istan þar sem hann veitti aðstoð við um- bætur á samskiptaleiðum. Síðan sendi friðargæslan hann í febrúar til Kabúl þar sem hann var þróunarfulltrúi hjá ISAF og heyrði þá beint undir David McKiernan sem var yfirhershöfðingi liðsins áður en Stanley McChrystal tók við í sumar. Nú starfar Erlingur hjá UNAMA, aðalstofnun SÞ í Afganistan. „Ég gaf McKiernan skýrslu oft í viku meðan ég vann hjá ISAF. Við vorum tvö, auk mín var þarna bandarísk kona og við fylgdumst með því hvernig ráðgjöf um þróunarmál tengdist því verkefni ISAF að berjast gegn uppreisnarmönnum. Það var skemmtileg áskorun að fást við þessi mál vegna þess að hermenn eru venjulega ekki mikið að spá í þróunarmál!“ segir Erlingur og hlær við. „Ég var í þessu fram í júní en þá varð ég starfsmaður UNAMA. Khost, þar sem ég starfa núna, er í suð- austurumdæminu og svæðisskrifstofa SÞ er í borginni Gardez í Paktía, næsta hér- aði við Khost. Ég var í mánuð í Gardez í sumar áður en ég fluttist til Khost.“ Svæði Pastúna - og talibana Khost er á Pastúnasvæði en Pastúnar eru langstærsta þjóðin í Afganistan, hugs- anlega meira en helmingur íbúanna. Og talibanar eru nær allir af því þjóðerni. Tunga þeirra, pastú, er töluð beggja vegna landamæranna milli Afganistans og Pakistans. Sami ættflokkurinn býr stundum beggja vegna landamæranna. Hann er spurður um fíkniefnavandann og segir stefnuna í þeim málum hafa beð- ið algert skipbrot. Lítið gagn sé að því að banna valmúaræktunina þegar hún sé oft eina leiðin fyrir fátæka bændur til að hafa í sig og á. En hvað með spillinguna? „Við getum sagt að ég hafi sjálfur séð trýnið á þessu kerfi í Kabúl og skottið í útkjálka eins og Khost. Spillingin er gríð- arlegt vandamál. Stundum heyri ég er- lenda kollega segja að það sé stríð hérna og við getum ekki verið að reyna að upp- ræta spillingu, það sé seinni tíma vanda- mál. En spillingin og fátæktin eru meðal helstu orsaka uppreisnarinnar, ef ekki aðalástæðurnar.“ Erlingur er fyrsti starfsmaður SÞ sem flytur beinlínis til Khost, fyrirrennarar hans, sem unnu að málefnum héraðsins, bjuggu í Gardez. „Þetta eru afgirtar búðir þar sem við bæði búum og vinnum,“ seg- ir hann. „Svæðið okkar allt er á stærð við knattspyrnuvöll, lítið og að mörgu leyti þrúgandi. Auk mín er ætlunin að þarna verði einnig öryggismálafulltrúi frá SÞ, ágætur Fídjimaður sem ég þekki en hann er ekki kominn enn þá og ég hef því sinnt öllum öryggisviðbúnaði undanfarnar sex vikur. Þá þarf ég að meta hættuna á t.d. árás eins og nýlega var gerð á gistihús í Kabúl sem var mikið notað af SÞ. Eftir þá árás varð ég að gera ýmsar ráð- stafanir til að lágmarka áhættuna hérna. Hér var portúgölsk kona sem vann með mér en eftir árásina í Kabúl og brott- flutning nær helmings erlendra starfs- manna SÞ frá Afganistan í kjölfarið flutti hún sig til Gardez. En hér eru einnig 17 Afganar og sjö nepalskir Indverjar, fyrr- verandi Gúrkahermenn, þeir annast vopnaða öryggisgæslu í búðunum.“ Hunsuðu kryddsalarnir Afganistan? „Nóg er af átöppuðu drykkjarvatni, vatnið á staðnum drekk ég ekki sjálfur. Við erum svo fá í Khost-stöðinni, það tók því ekki að ráða kokk og ég elda mest sjálfur. Ég get látið bílstjórana kaupa hrá- efni á markaðnum, bæði kjöt og græn- meti. Eins borða ég stundum með starfs- fólkinu í hádeginu en maginn samþykkir ekki alltaf slíkt hugrekki! Best af öllu er þó að borða með Gúrkavörðunum mín- um og ég er tíður gestur í mat hjá þeim. Mér finnst afganskur matur hálf- bragðlaus. Afganar krydda eiginlega ekkert, kryddlestir Silkileiðarinnar gömlu um Asíu virðast hafa gleymt að stoppa þegar þær fóru í gegnum landið.“ -Er nokkurt áfengi á boðstólum? „Maður þarf að vera svolítið hug- myndaríkur til að koma slíku í gegn en ég hef þó tryggt mér nokkrar rauðvíns- flöskur frá nýsjálenskum kollega til að viðhalda lífsgæðunum.“ -Þetta er einmanalegt, er það ekki? Þú ert eini vestræni maðurinn í stöðinni og meira eða minna bundinn við að halda þig á þessu litla, girta svæði. „Þetta er ekki svo slæmt. Við búum í gömlum steinhúsum rétt við borgina, húsum sem Þjóðverjar byggðu fyrir nokkrum áratugum. Þeir voru með jarð- ræktarverkefni hérna. Fyrst útrýmdum við músahjörðinni sem hafði hreiðrað um sig í byggingunum og löguðum aðeins til. Þetta er svona eins og mjög frumstæð heimavist í íslenskri sveit fyrir nokkrum áratugum. En hér þarf reyndar að vökva garðinn reglulega vegna þess að sporð- drekar þrífast ekki í honum ef hann er blautur! Og músunum þarf að halda í skefjum, annars fáum við hungraðar kóbraslöngur hingað. Það væsir ekkert um mig. Klósettið virkar, oftast er heitt vatn í sturtunni, vinnan er heillandi og ég hef aðgang að netinu.“ -Hvernig er fólkið á svæðinu? „Ég hitti auðvitað reglulega þá sem sjá um stjórnsýsluna hér í Khost og hef hitt Hlustað í Khost Allmargir Íslendingar hafa unnið við friðargæslu og upp- byggingarstarf í Afganistan. Einn þeirra er Erlingur Erl- ingsson sem er stjórnmálafulltrúi SÞ í borginni Khost. Kristján Jónsson kjon@mbl.is En hér þarf reyndar að vökva garðinn reglulega vegna þess að sporðdrekar þrífast ekki í honum ef hann er blautur!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.