SunnudagsMogginn - 10.01.2010, Blaðsíða 22

SunnudagsMogginn - 10.01.2010, Blaðsíða 22
22 10. janúar 2010 Í raun kemur mér það ekki á óvart að ég skuli búa í útlöndum. Hugur minn leitaði alltaf út. En ég hefði reyndar aldrei giskað á að ég ræki veitinga- hús,“ segir Konný þar sem við sitjum á veit- ingastaðnum hennar Grand Italia á Meloneras- ströndinni á Kanaríeyjum. Meloneras-ströndin er rétt vestan við ensku strönd- ina sem margir Íslendingar þekkja. Í raun er Grand Italia þrír staðir í einu. Kaffihús þar sem boðið er upp á ís, kökur og kaffi, veitingastaðurinn sjálfur og loks bar. Þótt hún viðurkenni að fjölskyldan lifi mjög góðu lífi á Kanaríeyjum segir hún gríðarlega mikla vinnu liggja að baki því að reka vinsælan veitingastað. Kynntust á ensku ströndinni Konný er alin upp í Breiðholtinu, nánar tiltekið í Selja- hverfinu. Foreldrar hennar eru þau Hannes Hólm Há- konarson bifreiðarstjóri og Jóhanna Margrét Guðlaugs- dóttir, starfsmaður Sjóvár. Konný er elst og á tvo yngri bræður. Konný fór í Seljaskóla en þaðan lá leiðin í Fjöl- brautaskólann í Breiðholti og svo loks í Ferðamálaskól- ann í Kópavogi. Ferðabakterían átti hug hennar allan og eftir að námi lauk árið 1998 fór Konný að vinna sem fararstjóri hjá Heimsferðum. „Ég byrjaði á Kanaríeyjum og vann svo í stuttan tíma á Benidorm. Ég kunni alltaf betur við mig á Kanaríeyjum einhverra hluta vegna. Kannski voru það bara örlögin sem toguðu í mig aftur.“ Konný kynntist manninum sínum, Naim El Jabri, á ensku ströndinni meðan hún var fararstjóri, í nóvember 1999. Hann er ættaður frá Líbanon en hefur lengst af búið á Spáni, enda dagsdaglega kallaður eins spænsku nafni og hugsast getur eða Miquel. „Eftir að við kynnt- umst gerðust hlutirnir mjög hratt. Fljótlega keyptum við okkur hús hérna skammt frá og leigðum rekstur veitingahúss. Miquel hefur starfað í veitingabransanum nánast alla sína starfsævi og vildi gjarnan prófa að reka veitingastað. Ég var líka alveg til í að prófa en okkur fannst það skynsamlegast að leigja rekstur, til að byrja með. Þar að auki veitti okkur ekki af því að safna okkur smá pening ef við ætluðum að opna okkar eigin stað síðar. Reksturinn gekk vel og við ákváðum því fljótlega að slá til og opna okkar eigin stað.“ Fengum sjokk strax á opnunarkvöldinu „Við sáum mikla möguleika hér á Meloneras-strönd- inni. Þegar við opnuðum var mikil uppbygging á svæð- inu. Við vorum alveg sammála um það hvernig veit- ingahús við vildum opna. Við erum bæði mjög hrifin af ítölskum mat. Hann er bæði fjölbreyttur og svo er auð- velt að selja hann, flestum þykir hann góður. En að sama skapi var okkur ekki sama hvernig þetta yrði gert. Við leggjum gríðarlega áherslu á ferskt hráefni. Til dæmis framleiðum við allt pasta, sem boðið er upp á, sjálf og sömuleiðis allan ís, brauðform og þessháttar sem við seljum í kaffihúsinu. Við erum með litla verk- smiðju hér skammt frá þar sem þessi framleiðsla fer fram.“ Viðtalið fer fram á laugardegi klukkan hálfþrjú og allt í kringum okkur situr fólk og snæðir hádegisverð, á spænskum tíma. „Kosturinn við svona rekstur er að nýting húsnæð- isins er mjög góð. Við opnum klukkan níu á morgnana og lokum um klukkan eitt til tvö á nóttunni. Það liggur við að starfsemin sé í gangi allan sólarhringinn því eftir að við lokum taka við þrif sem oft standa fram undir morgun,“ segir Konný og er greinilega öllum hnútum kunnug. Grand Italia var opnað í september 2002. Konný segir í raun ekkert auðvelt að opna veitingastað á Spáni. Hún segir skriffinnskuna gríðarlega en hún hafi sem betur fer getað nýtt sér reynslu eiginmanns síns sem hafði mikla reynslu í veitingabransanum. En þegar skrif- finnskan var að baki og staðurinn opnaður fengu þau sjokk. „Þetta var reyndar allt mjög jákvætt sjokk,“ segir Konný. „Strax í opnunarveislunni var gríðarlega vel látið af staðnum. Strax næstu daga var ótrúlega mikið Sældarlíf á ströndinni Bára Konný fyrir framan veitingastaðinn sinn Grand Italia á Meloneras ströndinni á Kanaríeyjum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Bára Konný Hannesdóttir lifir lífi sem marga dreymir um. Hún býr ásamt líbönskum manni sínum og þriggja ára dóttur á Kanaríeyjum þar sem hún rekur vinsælan ítalskan veitingastað. Hlynur Sigurðsson hlynur@mbl.is Á kvöldin er gjarnan þétt setinn bekkurinn á barnum en hann er hluti af veitingastaðnum auk kaffihúss.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.