SunnudagsMogginn - 10.01.2010, Blaðsíða 47

SunnudagsMogginn - 10.01.2010, Blaðsíða 47
10. janúar 2010 47 Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátt- tökuseðilinn með nafni og heim- ilisfangi ásamt úrlausninni í umslagi merktu: Krossgáta Morgunblaðsins, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila úrlausn krossgátu 10. janúar rennur út föstudaginn 15. janúar. Nafn vinningshafans birtist í blaðinu 17. janúar. Heppinn þátttakandi hlýtur bók í vinning. Vinningshafi krossgátunnar 31. desember sl. er Guðlaug Elísa Kristinsdóttir. Hún hlýtur í verð- laun bókina Berlínaraspirnar eftir Anna B. Ragde. Mál og menning gefur út. Krossgátuverðlaun Nafn Heimilisfang Póstfang LÁRÉTT 1. Ávöxtur í hendi. (5) 4. Pláss hitti – fullyrði ég. (8) 8. Lýsing við erótískar myndatökur og áfengi (11) 10. Koma Lúkasi í MR til að vera einhvern veginn und- irförulli. (8) 13. Frið man tæfan út frá hugmyndinni um ástina. (10) 14. Bindið lægi fyrir hjálplegan. (9) 15. Ljóðið um bardagann inniheldur samstöfunina. (8) 16. Slasið veikt. (5) 18. Með veiðarfæri og ekki einföldum leigubíl verður há- leitari. (10) 21. Lát Reykjavík vera á mörkunum að vera staður fyrir vestan. (8) 22. Ha? Ja, minnkar frumulíffæri. (11) 24. Haf flettir frá dýrum. (7) 27. Spil hafðir af ánægðum. (7) 28. Af skellihlátri tapar Einar líffæri. (11) 29. Lítill hjá ykkur fær kipp. (9) 30. Kraftur lyktar af þeim sem er lengri á aðra hliðina. (8) 31. Þið björtu meðlimir reynist vera hermenn. (10) 32. Frú og Ara skjóti fyrir hest. (11) LÓÐRÉTT 1. Plat og kyrrð í bergi. (6) 2. Kaupa skal einingu yfir þrýsting. (6) 3. Lára og Per fá sér ávöxt. (7) 5. Með aleinan elg má gera vel. (11) 6. Blóðpípur höfða finnast í fugli. (9) 7. Kápurnar eru án hárkollu. (6) 9. Smíðið kornið. (6) 11. Einn aftaninn finnum við einhvern veginn spik. (9) 12. Týndist þegar ég vil snilld. (7) 17. Nokkrar stækki gamla aukaviku. (9) 19. Firra nokkrar að sögn fyrir nokkra. (10) 20. Sundraði kletti með tóli. (10) 22. Þeir sem hafa ekki sætt ákæru eru trassafengnir. (10) 23. Óþokka níðir fyrir framan refi (9) 25. Fer með hóp til að sjá nýrra. (8) 26. Lærist át einhvern veginn af drambsamri. (8) TAFLFÉLAG Reykjavíkur fagnar á þessu ári 110 ára afmæli sínu. Kall Einars Benediktssonar skálds, sem var meðal stofnenda TR, er enn í minnum haft: Upp með taflið. Saga taflfélagsins er skáksaga þjóðarinnar; nær alla síðustu öld báru sterkustu fé- lagsmenn TR ægishjálm yfir aðra skákmenn hér á landi. Um helgina munu TR-ingar í samstarfi við CCP, framleiðanda Eve online, og MP banka standa fyrir afmælismóti þar sem átta skákmeistarar, þar af sex stór- meistarar, tefla allir við alla. Spennandi verður að sjá hug- búnaðarlausnir CCP og mikill fengur fyrir hið aldraða afmæl- isbarn að fá tölvuleikjaframleið- andann til samstarfs og MP banka sem áður hefur styrkt fé- lagið við ýmis tækifæri. Stofn- andi bankans, Margeir Péturs- son, á 50 ára afmæli í næsta mánuði, Jón L. Árnason fagnar einnig fimmtugsafmæli síðar á árinu og þegar Friðrik Ólafsson verður 75 ára þann 26. janúar nk. geta menn tekið undir með skáldi Persa, Ómari Kahayyám, að „…Tíminn, það er fugl sem flýgur hratt…“ Af mörgu er að taka úr sögu TR og ekki úr vegi að bregða upp snöggfærðri mynd af sigri nokk- urra félagsmanna á Ólympíu- mótinu í Buenos Aires 1939: Baldur Möller, Ásmundur Ás- geirsson, Guðmundur Arnlaugs- son, Einar Þorvaldsson og Jón Guðmundsson sneru aftur með bikarinn sem Roberto Ortiz for- seti gaf, sigurlaun B-keppninnar Copa Argentina. Þrír hinir fyrst- nefndu eiga allir virðingarsess í skáksögu okkar en þann fimmta í upptalningunni Jón Guðmunds- son má kalla huldumann í skák- sögu Íslands. Í úrslitakeppninni vann hann einstætt afrek; að leggja alla andstæðinga sína að velli, tíu talsins. Vefurinn olimpbase.org rekur ítarlega þá sögu og raunar ólym- píumótanna allra frá því fyrsta sem haldið var í London 1927 til Ólympíumótsins í Dresden 2008. Það hlýtur að hafa verið mikil upplifun fyrir hinu ungu Íslend- inga að koma af mölinni og sigla alla þessa leið frá Reykjavík til Buenos Aires; sitja svo að tafli í námunda við goðin tvö Aljékín og Capablanca sem náði bestum árangri 1. borðsmanna. Þó Aljékín hefði unnið heims- meistaratitilinn af Capa þar í borg 12 árum fyrr var Kúbu- manninum skipað til sætis við háborðið í mótslok og Aljékín skör lægra. Reiðin sauð í Aljékín sem tefldi fyrir Frakkland. En veldistími þeirra var að renna sitt skeið á enda. Mótið markaði þáttaskil í margvíslegum skilningi; í ágúst 3́9 flutti farþegaskipið Priapolis til Argentínu ýmsa þá keppendur sem urðu síðan eftir þegar heim- styrjöldin braust út í september. Þjóðverjar tefldu við litlar vin- sældir undir þýska hakakross- fánanum en voru þó ekki meiri þjóðernissinnar en svo, að eng- inn liðsmanna þeirra sneri aftur til Þýskalands nazismans: Jón Guðmundsson – Oleg Neikirch ( Búlgaríu ) Drottningarpeðs byrjun 1. d4 Rf6 2. Rf3 e6 3. Bg5 h6 4. Bh4 c5 5. e3 Rc6 6. c3 Be7 7. Rbd2 O-O 8. Bd3 d5 9. Re5 cxd4 10. exd4 Rxe5 11. dxe5 Rd7 12. Bg3 Rc5 13. Bb1 Bd7 14. O-O Bb5 15. He1 Bd3 16. He3 Bxb1 17. Hxb1 b5 18. Dg4 g6 19. Bf4 Kg7 20. Hh3 Hh8 21. Be3 Hc8 22. Hf1 a5 23. f4 h5 24. Dg3 Kf8 25. Bd4 b4 26. Df3 Hg8 27. g4 hxg4 28. Dxg4 bxc3 29. bxc3 Hb8 30. Hh7 Hb2 31. Rf3 Re4 32. Rg5 Hg7 33. Hh8+ Hg8 34. Rxe6+ fxe6 35. Hxg8+ Kxg8 36. Dxg6+ Kf8 37. F5 exf5 38. Hxf5+ Bf6 39. Hxf6+ Rxf6 40. Bc5+ - og svartur gafst upp. Helgi Ólafsson helol@simnet.is Taflfélag Reykjavíkur 110 ára Skák
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.