SunnudagsMogginn - 10.01.2010, Blaðsíða 35

SunnudagsMogginn - 10.01.2010, Blaðsíða 35
10. janúar2010 35 marga, gaman að segja frá því að hér er mikill skákáhugi. Allir eru til í að tefla, alveg eins og heima. En það sem mér finnst dýrmætast er að ég hef tekið upp þann sið að bjóða hingað öldungum ætt- flokkanna í Khost-héraði. Ég hef reyndar þrjá brynvarða bíla til umráða en við get- um ekki enn þá farið sjálf út í sveitirnar og upp í fjöllin vegna þess að öryggis- ástandið er svo slæmt, segir ráðgjafinn sem fer með þau mál. Þarna er stöðugt setið fyrir hermönnum og mikið um vegsprengjur.“ Te sötrað með öldungum „Öldungarnir eru enn mjög mikilvægur hluti af valdakerfinu. Þeir hafa komið hingað, svona 8-12 menn saman, virtir menn í samfélagi sínu. Við sitjum í hring undir stóru ekvalyptustré í garðinum, drekkum te og ræðum málin, ég er með tvo afganska túlka. Siðirnir eru auðvitað ólíkir okkar en yfirleitt kemst maður hjá því að særa eða móðga með því að beita heilbrigðri skynsemi sinni. Vissulega er maður alltaf með eitthvert markmið í huga en mín reynsla segir mér að maður verði bara að læra að hlusta. Algengasta vitleysan sem fulltrúar al- þjóðasamfélagsins í þessu landi gera er að við komum bara með rosalega góðar lausnir, erum óþolinmóð og viljum sjá þetta gerast hratt. Hjá Afgönum er þetta þveröfugt. Þeir eru vanir því í gegnum söguna að hlutirnir gangi hægt fyrir sig, tekin séu tvö skref áfram og síðan eitt aftur á bak. Stundum tvö aftur á bak. Þetta eru virðulegir og glæsilegir karl- ar, með mikið skegg og í klæðaburði og mörgu öðru eins og þeir hafi stigið inn í okkar tíma úr sögubók. Maður verður að muna að horfa í augun á þeim þegar við heilsumst, þakka þeim kærlega fyrir að koma. Kurteisin er í hávegum höfð. Menn skiptast fyrst á hlýlegum orðum, ég biðst afsökunar á því hvað umhverfið er óspennandi í stöðinni og veitingarnar fátæklegar. Og þeir tala um það hvað SÞ séu mikilvægar og þakka manni fyrir að yfirgefa heimalandið til að koma og hjálpa Afgönum. Þeir eru forvitnir um umheiminn, spyrja mig um Ísland og hafa reyndar komist að þeirri niðurstöðu að ég sé örugglega fyrstur Íslendinga til að koma til Khost. Ætlunin er víst að efna til sérstaks kvöldverðar til að bjóða mig velkominn! Vissulega er þetta ómenntað fólk en þetta eru tígulegir karlar sem vita sínu viti. Og það kom mér á óvart hvað þeir hafa mikinn og stundum svartan húmor en vafalaust er hann ein leiðin til að lifa af við aðstæður eins og þær hafa verið í Afg- anistan síðustu áratugina. Þeir skiptast oft á sneiðum, stríða hver öðrum. En mestu skiptir að fá þá til að tjá sig. Ég læt mest duga að hlusta. Feðraveldi og kosningar Annað sem við ætlum að gera er að kalla trúarleiðtoga í Khost á okkar fund. Við vitum að margir þeirra styðja talibana en mér finnst mikilvægt að hitta þá og heyra sjónarmið þeirra. Svo er líka brýnt að bæta opinbert kerfi sem er við lýði og snýst um að snúa talibönum, fá þá til að yfirgefa fylkinguna. Þegar það tekst fá þeir skírteini um að þeir hafi sæst við stjórnvöld og lofi að hætta að berjast. En síðan ekki söguna meir. Þeir fá engan stuðning og fyrrverandi félagar leggja kapp á að drepa þá.“ -Koma nokkurn tíma konur með öld- ungunum? „Aldrei, þetta er algert karlasamfélag, hreinræktað feðraveldi eins og það hefur verið svo lengi. Staða kvenna í Kabúl er miklu betri en þarna, himinn og haf á milli. Khost er mjög íhaldssamt Past- únasvæði og allar konur í búrkum. Og karlarnir segja af einlægni að óþarfi sé að ónáða konurnar í kosningum, þeir geti séð um þetta fyrir þær. Karlarnir lifa eftir ævagömlum og óskrifuðum lögum og hefðum Pastúna sem eru miklu eldri en íslam. Þetta felur í sér reglur um gestrisni en líka blóðhefnd, minnir mann helst á Sturlungu. En í þessum lögum er líka reglan um að karlar eigi að verja sínar eigur og þar eru kon- urnar taldar með. Þær eru varnarlausar gagnvart þessum lögum.“  Horft yfir borgina Khost. Héraðið er á hásléttu sem girt er miklum fjöllum, að- eins ein leið er yfir til Gar- dez um fjallaskarð og veg- urinn fer í um 4000 metra hæð yfir sjávarmál. Khost er tiltölulega frjósamt og borgin er græn yfir að líta, hún er í um 1200 metra hæð. Bláa moskan er ein af þeim stærstu í landinu, þarna er nýlegur háskóli en að sögn Erlings er ann- ars fátt við að vera. Fram- takssemi er þó meiri en í hinni rykugu Gardez og fólkið efnaðra. Götumynd frá Gardez þar sem Erlingur bjó fyrstu vikurnar. Ægifögur fjöllin eru gróðurlítil, farið er í þyrl- um milli Khost og Kabúl. Ljósmyndir/Erlingur Erlingsson Stofnunin sem Erlingur Erlings- son vinnur nú hjá, Hjálp- arstofnun Sameinuðu þjóðanna í Afganistan (UNAMA), var sett á laggirnar árið 2002, nokkrum mánuðum eftir að Bandaríkja- menn steyptu stjórn talíbana með aðstoð nokkurra innlendra hreyfinga og stríðsherra. Um 80% starfsmanna eru Afganar. Yfirmaður stofnunarinnar frá því í fyrra er Norðmaðurinn Kai Eide, reyndur diplómati sem sætt hefur mikilli gagnrýni fyrir að hafa ekki beitt sér af nægum krafti gegn spillingu hjá afg- önskum ráðamönnum. Einnig var hann sagður hafa óbeinlínis lagt blessun sína yfir víðtæk kosningasvik Hamids Karzais og manna hans í forsetakosningunum í ágúst. SÞ hafa sinnt þróunarverkefnum í Afganistan allar götur frá 1946 enda leitun að landi þar sem vanþróun var og er jafn geigvænlegt vandamál. Upphaflega var markmið UNAMA að stuðla að framkvæmd áætlunar sem samþykkt var í Bonn í desember 2001 um endurreisn landsins. En þessi markmið hafa breyst nokkuð í áranna rás. Sem stendur er lögð áhersla á að veita ráð í sambandi við friðarviðleitni og mannréttindi, einnig í tengslum við almenn þróunarmál en Afganistan er eitt af fátækustu löndum jarðar, meira en helmingur fólks atvinnulaus og þorri landsmanna ólæs. Þrátt fyrir mikinn barna- dauða fjölgar landsmönnum hratt. Mikill skortur er á hvers kyns tæknikunnáttu. Hvar eru hófsömu talíbanarnir? En vegna átakanna hefur mikið af starfinu snúist um að sinna neyð á mörgum svið- um, útvega fólki mat, vatn og aðrar nauðsynjar. Eitt af því sem Karzai forseti hefur hugað að á allra síðustu mánuðum og árum er að telja svonefnda hófsama talíbana á að snúast á sveif með stjórninni gegn því að fá uppgjöf saka. Deilt er um það hvort hugur hefur fylgt máli hjá Karzai en meðal ráðamanna ríkjanna sem sent hafa hermenn á svæðið hefur auk þess ekki verið ein- ing um þessar áherslur. Mörgum hraus hugur við því að reyna að semja þannig við hryðjuverkamenn en sérfræðingar um þessi efni segja að þá gleymist tvennt: talíbanar skiptist í marga og ólíka hópa og löng hefð sé fyrir því að skipta um lið í landi sem í reynd hefur aldrei verið undir einni miðstjórn nema að nafninu til. Hollusta er fremur hverfult fyr- irbæri í stjórnmálum Afgana. Ættflokkahöfðingjar hugsa mest um hag sinn og ætt- flokksins. Nokkrir stríðsherrar ráðskast með enn stærri svæði. Þeir maka krókinn á einokun, tollum og fíkniefnaaviðskiptum og eru sumir alræmdir fyrir grimmd. Nokkrir stríðsherranna sitja nú við kjötkatlana í stjórn Karzais. Erlingur við eina af hinum hvítu þyrlum SÞ. Vanþakklátt hjálparstarf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.