SunnudagsMogginn - 10.01.2010, Blaðsíða 6

SunnudagsMogginn - 10.01.2010, Blaðsíða 6
6 10. janúar 2010 Leikmenn Leeds United gáfu sig alla í leikinn á Old Traf- ford. Voru eins og útspýtt hundsskinn frá upphafi til enda. Á engan er hallað þótt fullyrt sé að ástralski landsliðsmað- urinn Patrick Kisnorbo hafi dregið vagninn. Hann barðist til síðasta blóðdropa – svo sem myndin hér til hliðar gefur af- dráttarlaust til kynna. Kisnorbo og Richard Naylor, félagi hans í miðri vörninni, skelltu hurðinni á nefbroddinn á Wayne Rooney og Dimitar Berbatov. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Kisnorbo, sem er 28 ára gamall Ástrali af márítísku og ítölsku bergi brotinn, blóðg- ast á leiktíðinni, sem er hans fyrsta hjá Leeds eftir komuna frá Leicester. Sauma þurfti tólf spor í ennið á honum eftir fyrsta leikinn í haust og upp frá því hefur hann skartað for- láta ennisbandi í anda Steves gamla Fosters. Kisnorbo var ráðlagt að leita til lýtalæknis en kappinn vildi ekki heyra á það minnst. „Ég hef engan tíma til þess, ég gæti misst sæti mitt í liðinu.“ Hann er nú í dýrlingatölu í Leeds. Kisnorbo hefur leikið 18 landsleiki fyrir Ástralíu og von- ast til að verja heiður þjóðar sinnar á HM í sumar. Varist og barist til síðasta blóðdropa Patrick Kisnorbo var að vonum kampakátur í leikslok á Old Trafford. síðasta fyrir Leeds United en nú liggur fyrir að Beckford fór skriflega fram á sölu frá félaginu 30. desember síðastliðinn, fjórum dögum fyrir bikarleikinn. Félög í ensku B-deildinni, með Newcastle United í broddi fylkingar, hafa gert hosur sínar grænar fyrir honum um skeið en eftir að hann sýndi hvernig hann getur leikið eina af bestu vörnum landsins er spurning hvort einhver úrvalsdeildarfélög bætast ekki í hópinn. Hver vill ekki mann sem hefur höfuðleður Sir Alex Fergusons í beltinu? Jermaine Beckford fæddist í Lundúnum 9. desember 1983 og lagði stund á fót- menntir í akademíu Chelsea. Honum tókst ekki að festa sig í sessi á Brúnni og var leystur undan samningi árið 2003. Þá gekk hann í raðir utandeildarliðsins Wealdstone. Þar fann Beckford fljótt fjöl- ina sína og gerði 54 mörk í 82 leikjum til ársins 2006. Þá var mönnum ljóst að hann átti brýnt erindi í deildakeppnina og Leeds festi kaup á honum í mars það ár fyrir framan nefið á B-deildarliði Crystal Palace. Þurftu þeir hvítklæddu að punga út heilum 70.000 pundum. Wayne Roo- ney er ekki marga daga að vinna sér inn þá upphæð. Gerði 34 mörk á síðustu leiktíð Beckford fékk fá tækifæri til að byrja með hjá Leeds og veturinn eftir komuna var hann lánaður til Carlisle United og Scun- thorpe United. Leiktíðina 2007-08 sneri hann hins vegar aftur á Elland Road og sprakk út, gerði 20 mörk í 45 leikjum þegar Leeds rétt missti af sæti í B- deildinni. Beckford lét síðan kné fylgja kviði í fyrra, skoraði 34 mörk í einungis 42 leikjum. Aftur skriplaði Leeds á skötu í umspili um sæti í B-deildinni og nú töldu spark- fræðingar víst að Beckford myndi yfirgefa félagið. Eftir japl, jaml og fuður varð hann hins vegar um kyrrt. En nú hefur hann tekið af skarið – vill spreyta sig í efri deildum. Lái honum hver sem vill. Simon Grayson, knattspyrnustjóri Leeds, sýnir málinu líka ákveðinn skilning í samtali við heimasíðu félagsins fyrir helgi enda þótt hann sé hundfúll yfir því að tíðindin skyldu leka út. Sölubeiðni Beckfords kemur á vondum tíma fyrir Leeds, liðið hefur leikið við hvurn sinn fingur í vetur og hefur átta stiga forskot á Norwich City og Charlton Athletic á toppi deildarinnar. Það yrði blóðtaka fyrir Leeds að sjá á bak Beckford en markið á Old Trafford var hans tuttugasta á leiktíðinni. Grayson viðurkennir það fyrstur manna en áréttar að hann verði ekki seldur nema tilboðið sé viðunandi. „Hann er góður leikmaður en hefur sitt verð eins og aðrir.“ Það er líklega eitthvað hærra en 70.000 pund! Jermaine Beckford fagnar sigurmarki sínu fyrir Leeds United gegn Manchester United á Old Trafford um liðna helgi. Hvert heldur hann nú? Reuters Nú Leedst mér á! Er stórveldið að rísa úr öskustónni? Vikuspegill Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Þ eir eru ekki margir gestirnir sem stolið hafa senunni í Leik- húsi draumanna með sama hætti og Jermaine Beckford, miðherji C-deildarliðs Leeds United, gerði um síðustu helgi. Alltént ekki í seinni tíð. Hann fékk langa sendingu frá Jonny Howson, móttakan var heldur hörð en Beckford bætti það upp með snyrtilegri afgreiðslunni. Skyldi Wes Brown og Tomasz Kuszczak eftir í einsk- ismannslandi. Markið dugði aðkomulið- inu til sigurs og minnstu munaði að Beck- ford gerði annað í seinni hálfleik, skot hans smaug þá hárfínt framhjá stönginni. Svo allt talið um Jermaine Beckford er ekki bara tal. Hann hefur verið einn um- talaðasti leikmaður neðri deildanna í Englandi undanfarin misseri og eftir hetjudáðina um liðna helgi er hann örugglega orðinn sá eftirsóttasti. Markið á Old Trafford gæti raunar hafa verið hans Leeds United á glæsilega sögu í ensku knattspyrnunni. Gullöld fé- lagsins var á ofanverðum sjöunda áratugnum og í upphafi þess átt- unda. Félagið varð Englandsmeistari undir stjórn Dons Revies 1968-69 og aftur 1973-74, bikarmeistari 1972, deildabikarmeistari 1968 og borgarmeistari Evrópu (seinna UEFA- keppnin) 1968 og 1971. Á þessum árum léku með liðinu leikmenn á borð við Billy Bremner, Norman Hunter, Johnny Giles, Allan Clarke, Jack Charlton, Eddie Gray og Peter Lorimer. Don Revie andaðist árið 1989 aðeins 61 árs að aldri. Eftir mögur ár á níunda áratugnum náði Leeds Unit- ed vopnum sínum í upphafi þess tíunda og vann meistaratitilinn undir stjórn Howards Wilkinsons vor- ið 1992. Þá voru í liðinu menn eins og Gary McAllis- ter, Gordon Strachan, Gary Speed og Eric Cantona. Glæsileg saga Don Revie
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.