SunnudagsMogginn - 10.01.2010, Blaðsíða 53
10. janúar 2010 53
Safn helgað minningu skáldjöfursins Leo
Tostojs (1828-1910) hefur verið enduropnað
í þorpi í hinni stríðshrjáðu Tsjetsjníu í Norð-
ur-Kákasus. Tolstoj bjó þar á sjötta áratug
19. aldar, þegar hann var að mótast sem
rithöfundur. Hann skrifaði þar meðal ann-
ars rómaðar bernskuminningar sínar, og
varaði jafnframt við hugmyndum Rússa í þá
veru að móta menningu og lífsstíl íbúanna
að rússneskum siðum.
Tolstoj, sem margir álíta einn mesta rit-
höfund Evrópu, er í miklum metum í
Tsjetsjníu. Í raun er safnið, sem helgað er
minningu hans, eina safn Tsjetsjníu sem
aldrei var lokað meðan á grimmilegum
átökum heimamanna og Rússa stóð á liðn-
um árum. Safnið er í þorpinu Starogla-
dovskaya og var það endurvígt nú í desem-
ber eftir miklar breytingar, sem Ramzan A.
Kadyrov, forseti lýðveldisins kostaði að
miklu leyti sjálfur. Breytingarnar og upp-
setningin í safninu voru unnar í samvinnu
við Vladimir Tolstoj, langafabarn höfund-
arins, sem stýrir safni um höfundinn á hinu
fræga óðali fjölskyldunnar Yasnaya Polyana.
Í samtali við The New York Times segir
Vladimir Tolstoj að safnið í Yasnaya Polyana
leggi safninu í Tsjetsjníu til afrit af skjölum
og handritum sem tengjast dvöl og skrifum
rithöfundarins á þessum árum.
„Fólkið í Tsjetsjníu telur hann hafa skrifað
á sannari hátt um atburði sem þarna gerðust
og um fólkið þarna í fjöllunum en aðrir hafa
gert,“ segir hann.
Sama dag og Tolstojsafnið var opnað í
Tsjetsjníu var einnig enduropnað safn þar til
minningar um annan merkan rithöfund,
Mikhail Lermontov.
Rússneski rithöfundurinn Leo Tolstoj í málverki
hetjumálarans Repins, frá árinu 1887.
Safn um Leo Tolstoj opnað að nýju í Tsjetsjníu
Aldrei lokað í stríðinu
Eymundsson
1 Almanak Háskóla Íslands
2010 - Þorsteinn Sæ-
mundsson
2 Konur eiga orðið 2010
3 Almanak Þjóðvinafélagsins
4 Meiri hamingja - Tal Ben-
Shahar
5 Garn og gaman - 55 fjöl-
breyttar uppskriftir - Jóna
Svava Sigurðardóttir
6 Heitar laugar á Íslandi - Jón
G. Snæland
7 Andsælis á auðnuhjólinu
(kilja) - Helgi Jónsson
8 Íslandsklukkan (kilja) -
Halldór Laxness
9 Áður en ég dey (kilja) -
Jenny Downham
10 Sjálfstætt fólk (kilja) -
Halldór Laxness
The New York Times
1 The Lost Symbol - Dan
Brown
2 I, Alex Cross - James Pat-
terson
3 Under The Dome - Stephen
King
4 The Help - Kathryn Stockett
5 Pirate Latitudes - Michael
Crichton
6 Ford County - John Gris-
ham
7 U is for Undertow - Sue
Grafton
8 The Last Song - Nicholas
Sparks
9 The Christmas Sweater -
Glenn Beck
10 Breathless - Dean Koontz
Waterstones
1 The Lost Symbol- Dan
Brown
2 Eclipse - Stephenie Meyer
3 New Moon - Stephenie
Meyer
4 The Girl with the Dragon
Tattoo - Stieg Larsson
5 Twilight - Stephenie Meyer
6 Breaking Dawn - Stephenie
Meyer
7 The Girl Who Played with
Fire - Stieg Larsson
8 The Time Traveler’s Wife -
Audrey Niffenegger
9 Guinness World Records
2010
10 Doors Open - Ian Rankin
O
ft er býsna forvitni-
legt að lesa skrif lista-
manna um aðra lista-
menn. Ekki hafa þeir
bara aðra sýn á sköpunina en al-
mennir lesendur eða fræði-
menn, heldur eru skrifin eins-
konar stefnuskrá listsköpunar
þeirra sjálfra.
Tékkneski rithöfundurinn
Milan Kundera hefur á ferli sín-
um skrifað fjölda allrahanda
greina, ekki síst um listina og
sköpunina og eru þær nær alltaf
athyglisverðar og upplýsandi
hvað varðar skáldskap hans,
auk þess sem hann er oft frum-
legur og alltaf athugull í nálgun
sinni við verk annarra.
„Þegar einn listamaður fjallar
um annan er hann ævinlega að
fjalla (óbeint, undir rós) um
sjálfan sig og að því leyti er mat
hans áhugavert,“ skrifar Kun-
dera í grein um málarann
Francis Bacon. Hann bætir við:
„Hvað segir Bacon okkur um
sjálfan sig þegar hann fjallar um
Beckett?“
Hvað segir Kundera okkur um
sjálfan sig þegar hann fjallar um
Anatole France, García Már-
ques, Guðberg Bergsson, Mala-
parte eða annan strengjakvar-
tett Janaceks (sem var leikinn
við útför föður hans)?
Svara má leita í greinasafninu
Kynni, sem Friðrik Rafnsson
hefur þýtt lipurlega, eins og
fyrri bækur höfundarins. Þar
fjallar Kundera um þá rithöf-
unda, tónskáld og myndlist-
armenn sem skipta hann hvað
mestu máli. Er um splunkunýtt
greinasafn að ræða og ánægju-
legt að íslenskir lesendur geti
strax notið þess.
Kynnum er skipt í níu hluta.
Umfjöllun um skáldsögur er
fyrirferðarmest en áhugi Kun-
dera beinist í ýmsar áttir; hann
skrifar líka af þekkingu, og af
ánægjulegri ástríðu, um mynd-
list og tónlist. Um óperu Jana-
ceks skrifar hann: „Harm-
ljóðssöknuðurinn: háleitt og
eilíft viðfangsefni tónlistar og
ljóðlistar. En söknuðurinn sem
Janacek afhjúpar í Klóku tóf-
unni er víðsfjarri því leikræna
handapati sem grætur liðna tíð.
Hann er hryllilega raunveruleg-
ur...“ Í grein þar sem hann veltir
fyrir sér hvort stórmenni
menningar 20. aldar séu
gleymd, skrifar Kundera um ór-
atoríu eftir Schönberg, sem
hann segir merkasta minn-
ismerki sem tónlistin hefur
helgað helförinni: „Öllum til-
vistarkjarna úr harmleik Gyð-
inga á tuttugustu öldinni er
haldið þar lifandi. Í öllum sínum
hryllilega mikilfengleik. Í allri
sinni skelfilegu fegurð.“
Kannski kemst hann næst
kjarna skáldverkanna sem hann
fjallar um. Eitt þeirra er Svanur
Guðbergs Bergssonar en Kun-
dera segir hann beina sjónum að
tímabilinu milli æsku og ung-
lingsára, aldurskeiðs sem væri
okkur ráðgáta, sem væri okkur
áfram hulin „ef ekki kæmi til
innsæi skáldsagnahöfundarins.“
Innsæi skáldsagnahöfundarins
Bækur
Kynni
bbbbn
Greinasafn
eftir Milan
Kundera. Friðrik
Rafnsson þýddi.
JPV, 2009.
173 bls.
Einar Falur Ingólfsson
Milan Kundera skrifar um ólíka
listamenn en allir tengjast þeir
höfundarverki hans sjálfs.
Eftir að hafa hesthúsað ókjör af nýjum
bókum síðustu tvo mánuði var það kær-
komið um jólin að hafa val. Slíkir eru
vitaskuld kostir bóksala að verða að grípa
ofan í það helsta sem kemur út í jólabóka-
vertíðinni og eru svo sem engir afarkostir.
Jólavertíðin í ár var góð og enn á ég þar
eftir stafla sem bíður síns tíma á nátt-
borðinu.
En frelsið til að velja færði mig á ára-
mótum að bók sem ég er að lesa nú í
þriðja sinn og eldist afskaplega vel í bóka-
hillunni. Þetta er sjálfsævisaga austurríska
rithöfundarins Stefáns Zweig (1881-1942),
Veröld sem var. Stórfræg bók sem oft er
vitnað til og hér er full innistæða fyrir
frægðinni. Þetta er afar óvenjuleg sjálfs-
ævisaga því persóna Stefáns er í auka-
hlutverki en þjóðfélagshræringar Evrópu í
aðdraganda tveggja heimsstyrjalda leika
aðalhlutverk.
Þó vandræðastandi mála á Íslandi síð-
ustu misserin verði engan veginn líkt við
þær hörmungar sem Evrópa gekk í gegn-
um á fyrri hluta 20. aldar þá á bók þessi
mikið erindi til okkar. Hér er lýst af miklu
næmi og hreinskilni fárviðri öfga og upp-
gjörs, múgsefjunar og viðbrögðum hins
almenna borgara við heimsku og var-
mennsku valdhafa. Hlutverk skáldsins
sjálfs í sögunni verður að lýsa fyrir okkur
innri togstreitu listamannssálar sem þráir
frið og ró „en veitist honum ró, þráir
hann hættuspilið á nýjan leik“.
Þjóðernisöfgar fá að vonum fyrir ferðina
í vægðarlausum og hárfínum skrifum
Zweig en ekki síður hverskyns yfirdreps-
skapur, valdhafadýrkun og úrkynjun
skrifræðisins. Höfundur er alla ævi
óflokksbundinn og fyrirlítur þá klafa sem
reynt er að setja hugsun og mannlífi.
Seinni tíma ESB-sinnar bæði hérlendis og
í Evrópu hafa margir horft til Stefans
Zweig og reynt að gera að sínum manni
en ekkert held ég að væri frjálshuga rit-
höfundi eins og honum fjær en að styðja
það miðstýrða helsi sem Brusselvald legg-
ur nú yfir lönd í útþenslustefnu sinni. Af
bókinni Veröld sem var lærum við
hvernig gírugir valdhafar reyna að eigna
sér skáld og listamenn að þeim forn-
spurðum, lifandi sem dauð. Höfum það
hugfast næst þegar við heyrum málpípur
Brusselvaldsins helga sér Stefán Zweig.
Lesarinn Bjarni Harðarson
rithöfundur og bóksali á Selfossi
Í evrópsku fárviðri
Oft er vitnað til sjálfsævisögu Stefan Zweig,
Veröld sem var, og er innistæða fyrir frægðinni.