SunnudagsMogginn - 10.01.2010, Blaðsíða 20
20 10. janúar 2010
Já eða nei við Icesave
Ársæll:
Því má ekki gleyma að Icesave snýst um skuldabréf en ekkimilliríkjasamning. Það kæmi mér á óvart ef ástandið yrði verraen nú er. Líklegt er að til skemmri tíma verði eitthvert pólitískt
umrót uns lausn finnst sem er viðunandi fyrir alla aðila. Að því gefnu
að við eigum í samskiptum við siðaðar þjóðir þá er líklegast að þetta
umrót skipti litlu efnahagslegu máli horft til langframa. Horft til lengri
tíma seljum við áfram fisk, rafmagn og fáum ferðamenn. Líklegra er að
staðan batni ef þjóðin synjar þessu skuldabréfi sem er skelfilega óhag-
stætt og var samið um undir nauðung hryðjuverkalaga. Frumskilyrði er
þó, að stjórnvöld tefli í framhaldinu fram samningamönnum sem tekið
er mark á á alþjóðlegum grundvelli og þröngsýnir flokkshagsmunir
verði ekki látnir ráða mannavali. Framtíðarlánshæfi og lánskjör ríkis-
sjóðs eru líklegri til að batna til lengri tíma eftir því sem skuldastaðan
er minni. Því minna sem ríkið þarf að greiða í vaxtagreiðslur því meira
er til ráðstöfunar til velferðarmála. Því er synjun líklegri til að auka
velferð almennings heldur en hið gagnstæða.“
Daniel:
Það verður óvissa um tíma (mögulega með hræringum á fjár-málamörkuðum) og lánardrottnarnir tveir (Bretland og Holland)munu beita nokkurri hörku. Svo munu allir setjast aftur við
samningaborðið og knýja fram nýtt samkomulag.“
Erlendur:
Norðurlöndin munu þá næstum örugglega hætta stuðningi viðefnahagsáætlun ríkisstjórnarinnar vegna forsendubrests.Þá mun Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) eiga úr vöndu
að ráða, því að honum er samkvæmt reglum ekki fært að styðja
efnahagsáætlun aðildarlands upp á önnur býti en þau, að lánsféð til
stuðnings áætluninni dugi. Sjóðurinn getur samkvæmt reglum ekki
útvegað meira fé sjálfur. Vandséð er, að nokkurt annað land bjóði fram
fé, ef Norðurlöndin draga sig í hlé. AGS þarf þá annaðhvort að skilja
Ísland eftir einangrað frá erlendum lánsfjármörkuðum eða hjálpa
stjórnvöldum að setja saman nýja áætlun með harkalegri niðurskurði
ríkisútgjalda og auknum álögum á fólk og fyrirtæki til að fylla gapið,
sem opnast við brottfall norrænu lánanna.“
Kári:
Þ jóðin mun þurfa að þola þrýsting frá alþjóðasamfélaginu ogmun ekki eiga kost á erlendum lánum í bráð. En ég tel þó aðþað sé enn möguleiki að setjast aftur að samningaborðinu
og ná ásættanlegri niðurstöðu. Þessi samningur endurspeglar ekki
málefnastöðu og efnahag Íslands.“
Ragnar:
Enda þótt ég sé mikill talsmaður beins lýðræðis tel ég að þettamál sé þannig vaxið að affarasælast væri að það yrði leystmeð samkomulagi á þinginu þannig að ekki þyrfti að koma
til þjóðaratkvæðagreiðslu. Augljóst er að slíku samkomulagi yrðu að
fylgja nýjar viðræður við okkar gagnaðila.
Fari lög meirihlutans engu að síður undir þjóðaratkvæði og yrðu
þar felld, tel ég að staðan sé í rauninni mjög svipuð. Þeirri afgreiðslu
yrðu einnig að fylgja nýjar viðræður við okkar gagnaðila. Munurinn
væri fyrst og fremst sá að talsverður tími hefði tapast, sem betur hefði
verið varið í að leggja skynsamleg drög að endurreisn efnahagslífsins.
Ég held ekki að efnahagslegar afleiðingar þess að fella „Icesave-
samninginn“ í þjóðaratkvæðagreiðslu séu umtalsverðar umfram það
sem þegar hefur orðið með höfnun forsetans á staðfestingu.“
Þorvaldur:
Það verður enginn heimsendir. Það vilja allir aðilar ná samn-ingum. Þó svo að örfáir stjórnmálamenn í Bretlandi og Hollandihafi hátt í fjölmiðlum, mega menn ekki fara á taugum.
Það er mun æskilegra að samningurinn verði felldur en sam-
þykktur, því óbreyttur samningur er stórhættulegur til lengri tíma litið
– þeir sem vilja að hann verði staðfestur eru allt of uppteknir af
skammtímasjónarmiðum. Best af öllu er hins vegar að það náist að
gera þær breytingar á núverandi samningum að það þurfi ekki að koma
til þjóðaratkvæðagreiðslu, heldur geti Alþingi samþykkt nýjan samning,
sem hafi víðtækari stuðning í samfélaginu og forseti geti staðfest.“
Þórólfur:
Afleiðingarnar verða á sviði efnahagsmála, stjórnmála, samskiptavið erlendar þjóðir og á sviði utanríkisviðskipta. Efnahagsleguáhrifin ráðast af því hver viðbrögð viðsemjenda okkar verða og
eins af því hvernig myndi vinnast úr slíkri útkomu á stjórmálasviðinu
innanlands. Besta útkoman fengist ef Íslendingar, Hollendingar og
Bretar kæmu sér saman um viðræðuáætlun og ætluðu sér 2-3 ár
til að komast að niðurstöðu og ákvæðu að halda öllum samskiptum
á vinsamlegum nótum fram að því. Versta útkoma fengist ef samn-
ingsaðilar okkar ákvæðu að skapa sér vígstöðu með því að beita
sér gegn íslenskum hagsmunum á öllummögulegum vígstöðvum.
Því gæti fylgt efnahagsleg einangrun, að aðild Íslands að Evrópska
efnahagssvæðinu yrði nafnið tómt, að halda yrði uppi ströngum
gjaldeyrishömlum og gjaldeyrisskömmtun vegna þess að alþjóðlegir
fjármálamarkaðir væru Íslendingum lokaðir. Á þessari stundu álít ég
að meiri líkindi séu á að slæma sviðsmyndin komi upp en að sú góða
verði ofan á.“
Ársæll:
Að greiða lán með láni er eitt form greiðslufalls og gerir lítið annaðen að fresta undirliggjandi vanda. Núverandi greiðslustaðaríkissjóðs og tengdra stofnana er mjög aðþrengd vegna mikils
taps Seðlabanka, óráðsíu í fjárfestingum helstu orkufyrirtækja lands-
ins sem og sveitarfélaga. Sú staða er óbreytt með eða án samþykkis
á Icesave-skuldabréfinu. Ef Icesave-skuldabréfinu verður hafnað og
ekki fást ný lán til að greiða eldri lán verður einfaldlega að endursemja
við núverandi kröfuhafa, eins og háttur er á í slíkri stöðu. Staða
kröfuhafa er veik við þær kringumstæður þegar ríki getur ekki borgað
og fjölmörg fordæmi eru um að ríki hafi því notað tækifærið og samið
um verulegar afskriftir af skuldum. Sókn stjórnvalda í nýtt lánsfé leysir
ekki aðsteðjandi vanda heldur skýtur honum einungis á frest. Það er
skiljanlegt að stjórnvöld vilji slá aðsteðjandi vanda á frest með lántöku.
Þá eru skuldadagarnir vegna óráðsíunnar færðir yfir á næstu kynslóðir
og þau þurfa þá ekki að horfast í augu við sínar eigin gerðir.“
Daniel:
Það hefur í raun þegar orðið greiðslufall hjá Íslandi, að því leytiað það getur í dag ekki staðið að fullu við skuldbindingar sínar(sem deilan stendur auðvitað um) gagnvart Bretum og Hollend-
ingum (innstæðueigendum).“
Erlendur:
Falli Icesave-samningurinn í þjóðaratkvæðagreiðslunni eyksthættan á enn frekari upplausn á vettvangi stjórnmálanna.Þegar það rennur upp fyrir þeim stjórnmálamönnum, sem
töfðu afgreiðslu Icesave-málsins á Alþingi von úr viti, að án stuðnings
Norðurlanda mun hagur fólks og fyrirtækja þrengjast til muna í bráð,
annaðhvort vegna frekara gengisfalls krónunnar og aukinnar verðbólgu,
ef AGS dregur sig í hlé, eða vegna herts aðhalds í fjármálum ríkis og
byggða. Fari svo, eykst þá einnig hættan á, að ríkið geti ekki staðið við
alþjóðlegar skuldbindingar sínar. Á það mun reyna fyrst fyrir lok næsta
árs, þegar stórt erlent lán fellur í gjalddaga.“
Kári:
Ef það dregst mjög lengi fyrir ríkissjóð að fá erlend lán gætu ein-hverjir opinberir aðilar þurft að semja við erlenda lánardrottnaum framlengingu lána. Það liggur ekki fyrir hversu langan tíma
ríkið hefur áður en að þessu kemur. Opinbera skýringin á nauðsyn
lánafyrirgreiðslu frá AGS hefur ávallt verið sú að lánið verði einungis
notað til að styrkja gjaldeyrisvaraforðann og peningunum verði ekki
eytt í annað. Ef þessi skýring er rétt þá eru litlar líkur á greiðslufalli og
þessi lánafyrirgreiðsla ekki brýn. Upp á síðkastið hafa stjórnmála- og
embættismenn reyndar gefið til kynna að það eigi að eyða einhverju af
peningunum. Þetta er mjög misvísandi og það þyrfti að skýra erlenda
fjármögnunarþörf ríkisins út fyrir fólki.“
Ragnar:
Ég tel að líkurnar á greiðslufalli ríkissjóðs gagnvart erlendumskuldbindingum sínummuni lítið breytast þótt Icesave-samkomulagið yrði fellt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Fyrst er það,
sem þegar er nefnt, að sú niðurstaða bætir litlu við synjun forsetans á
staðfestingu laganna sem nú þegar liggur fyrir. Þá ber að hafa í huga
að ekki mun reyna að marki á greiðsluþol ríkissjóðs út á við fyrr en á
árunum 2011 og 2012. Nú þegar er fyrir hendi gjaldeyrisforði í landinu
sem fer langt í að duga til að mæta þeim skuldbindingum sem þá
koma til greiðslu. Afgangur á vöru/viðskiptajöfnuði, sem nú þegar er
verulegur, mun að líkindum bæta þessa gjaldeyrisstöðu enn.
Mikilvægast er þó að líkurnar á greiðslufalli ríkissjóðs ráðast
ekki fyrst og fremst af örlögum Icesave eða öðrum skuldbindingum
þjóðarinnar. Þær ráðast fyrst og fremst af þeirri efnahagsþróun sem
verður á landinu á komandi misserum og árum. Því miður sýnist
mér að flest það sem stjórnvöld hafa framkvæmt í þeim efnum á
árinu 2009 og til þessa dags sé fremur til þess fallið að frekar veikja
efnahagslífið en styrkja það. Þar nægir að vísa til fjögurra meginatriða:
(1) Viðamikilla gjaldeyrishafta sem drepa stóran hluta framtaks og
atvinnulífs í dróma. (2) Falsaðs gengis sem haldið er uppi með fyrr-
greindum gjaldeyrishömlum og kostnaðarsömum kaupum Seðlabank-
ans á krónum fyrir gjaldeyri (3) Stórkostlegra skattahækkana, sem
draga úr vinnu- og athafnavilja fólks og fyrirtækja og (4) Þeirrar miklu
óvissu og ótta sem núverandi ríkisstjórn hefur tekist að skapa um
þau rekstrarskilyrði sem fyrirtæki hér á landi munu þurfa að búa við á
komandi misserum og árum. Allt þetta dregur mjög verulega úr þrótti
atvinnulífsins og vilja manna til að fjárfesta hér á landi. Það er fyrst og
fremst öflugt arðvænlegt efnahagslíf sem gerir okkur kleift að afla gjald-
eyris til að greiða skuldir okkar og skapar þjóðinni lánstraust út á við.
Verði ekki fljótlega söðlað um og tekin upp skynsamleg efna-
hagsstefna hér á landi sem skapar grundvöll fyrir öflugu efnahagslífi
og hagvexti á nýjan leik er greiðslufall ríkissjóðs í einhverri mynd nánast
óhjákvæmilegt. Icesave breytir engu um þetta grundvallaratriði.“
Þorvaldur:
Það eru afar litlar líkur á greiðslufalli íslenska ríkisins á þessuári og hinu næsta. Gjaldeyrisvarasjóðir verða hins vegar orðnirafar veikir þegar líður á næsta ár, hafi ekki náðst að mynda
viðunandi innflæði erlends fjármagns til landsins til þess að standa
undir endurfjármögnun erlendra lána ríkisins og þeirra aðila sem njóta
ríkisábyrgðar.“
Þórólfur:
Það eru stór lán sem eru á gjalddaga árið 2011 og það verðurað teljast ólíklegt að Ísland geti staðið við skuldbindingar skv.lánasamningum ef landið hefur ekki aðgang að erlendu lánsfé
annaðhvort hjá stofnunum á borð við AGS eða seðlabönkum norrænu
landanna.“
Ársæll:
Samþykki þjóðin Icesave-skuldabréfið er verið að hengja á ríkis-sjóð aukna áhættu. Með samþykkt er hætta á, ef allt fer áversta veg, að skuldbindingar ríkissjóðs verði slíkur klafi á þjóðinni
að lífskjör á Íslandi verði sambærileg við það sem verst gerist í Evrópu.
Fari illa er líklegt að fólk sem er gjaldgengt á vinnumarkaði erlendis
leiti sér starfa þar. Það getur valdið enn frekari lífskjaraskerðingu
þeirra sem eftir sitja. Til dæmis þurfa ekki margir hjartalæknar að fara
úr landi til að heilbrigðiskerfið geti ekki sinnt þeirri þjónustu sem skyldi.“
Daniel:
H ið gagnstæða við það sem ég nefndi áður: stjórnmálin gætulagst í dvala. En raunverulegu vandamálin verða enn til staðarþegar rumskað er aftur og greiða þarf reikningana.“
Erlendur:
Þá skapast skilyrði til að halda endurreisnarstarfinu áframmeðvel útfærðum umbótum í ríkisfjármálum og bankamálum aukannars. Kostnaðurinn vegna Icesave-skuldbindinganna er
umtalsverður, en hann er þó tiltölulega lítill miðað við annan kostnað,
sem þjóðin þarf að bera af völdum hrunsins.“
Kári:
Alþjóðasamfélagið mun líklega verða okkur vinsamlegra fyrrheldur en ef samningnum er hafnað. Efnahagslegar afleiðingarnúverandi samnings eru hins vegar töluverðar. Árlegar vaxta-
greiðslur af Icesave eru um 2,5-4% af landsframleiðslu og hugsanlega
hærri ef gengi krónunnar veikist mikið. Þá er höfuðstólskrafa inni-
stæðusjóðs í þrotabú Landsbankans skilgreind í krónum en Icesave-
skuldin í erlendri mynt. Þetta getur þýtt umtalsvert tjón fyrir Ísland ef
krónan veikist jafnvel þó að hátt endurgreiðsluhutfall fáist greitt úr
þrotabúi Landsbankans. Óvissan af núverandi samningi fyrir Íslend-
inga er því mjög mikil en það er öruggt að hann mun hafa slæmar
afleiðingar fyrir efnahag landsins. Samningurinn, eins og hann liggur
fyrir, hefur engan öryggisventil ef efnahagur landsins þróast á verri veg
en við vonumst til.“
Ragnar:
Fari svo er ekki meira við gagnaðilana í því máli að tala. Icesave-skuldbindingarnar liggja þá fyrir og ríkisstjórnin getur haldiðáfram stefnu hafta og ríkisrekstrar í samræmi við svokallaða
efnahagsáætlun sína.“
Þorvaldur:
Það yrði veruleg ógnun við efnahag, velferð og menningarlíf ílandinu næstu áratugi. Það gæti kostað okkur sjálfstæðiðað lokum. Þó svo að mestar líkur séu á því að það tækist að
standa undir kröfunum, með því að skerða lífskjör landsmanna næstu
20 árin, þá eru nokkrar líkur til þess að það gengi ekki.
Forsendur þess að okkur takist að standa við núverandi samning
er að það verði sambærilegur hagvöxtur og verðbólga í okkar heims-
hluta og verið hefur síðustu 20 árin. Það er hins vegar margt sem
bendir til þess að svo verði ekki. Íbúum Evrópu fer fækkandi og þeir
eldast. Af því leiðir að þó svo að framleiðni á mann aukist, eru þó
nokkrar líkur á því að hagvöxtur í Evrópulöndum verði afar lítill. Það
er einnig hætta á að það myndist svipað ástand í Evrópu og í Japan
síðustu tvo áratugina, þar sem verðbólga hefur verið svo til engin.
5,5% fastir vextir, þar sem tæplega helmingur er hreinn hagnaður lán-
veitanda, eru óheyrilega háir vextir að bera af svona stórum höfuðstól
verði hagvöxtur og verðbólga lítil.“
Þórólfur:
Þá er hægt að halda áfram skv. efnahagsáætlun stjórnvaldaog AGS. Staða Íslands gagnvart endurupptöku á Icesave-sam-komulaginu við upphaf greiðslutímabilsins er þó lakari en hefði
forsetinn ekki synjað lögunum frá 30. desember staðfestingar.“
Hvaða afleiðingar telur þú
líklegt að það hafi ef Icesave-
samningurinn sem Alþingi
samþykkti í desember fellur
í þjóðaratkvæðagreiðslu?1 Hverjar telur þú þá líkurnar ágreiðslufalli íslenska ríkisinsá næstu árum?2 Hvað afleiðingar telur þúlíklegt að það hafi ef þjóðinsamþykkir Icesave-samn-inginn frá því í desember?3
Sérfræðingarnir:
Ársæll Valfells
lektor við viðskipta- og hagfræðideild
Háskólans í Reykjavík
Daniel Gros
hagfræðingur sem veitir Evrópurannsóknum
CEPS forstöðu og bankaráðsmaður Seðla-
banka Íslands
Erlendur Magnússon
framkvæmdastjóri og bankaráðsmaður í
Landsbanka Íslands
OP