SunnudagsMogginn - 10.01.2010, Blaðsíða 42

SunnudagsMogginn - 10.01.2010, Blaðsíða 42
42 10. janúar 2010 H víti borðinn, eða Das weisse Band – Eine deutsche Kinder- geschichte, eins og myndin heit- ir á frummálinu, hefur verið lof- sungin frá því hún var frumsýnd á Cannes kvikmyndahátíðinni í maí sl. Þar vann hún til nokkurra verðlauna og hlaut m.a. Gull- pálmann sem besta mynd keppninnar. Síðan hófst venjubundið flakk á milli hátíða, uns hún fór í dreifingu undir mánaðamótin sept.-okt. Þegar þessar línur eru skrifaðar bendir allt til þess að hún verði frumsýnd hérlendis á næstunni. Hinn 67 ára gamli Haneke á um hálfan annan tug bíómynda að baki og slatta af sjón- varpsefni. Hafa verkin hans unnið til einna 37 verðlauna og er hann einn virtasti og um- deildasti leikstjóri og handritshöfundur Evr- ópu nú um stundir. Skemmst er að minnast Funny Games, sem Græna ljósið sýndi í sum- ar og vakti athyglisverðar umræður um of- beldi. Þar var um endurgerð að ræða á 10 ára gamalli, samnefndri, þýskri mynd sem Ha- neke gerði einnig og var sýnd hér á kvik- myndahátíð. Af öðrum stórvirkjum leik- stjórans ber Caché (́05), hvað hæst. Margföld verðlaunamynd sem færði m.a. Haneke verðlaun á Cannes fyrir besta leikstjórn það árið. Hin eftirminnilega La pianiste, með Isa- belle Huppert vakti mikla athygli hér sem annars staðar árið 2002. Nú er röðin komin að Hvíta borðanum. Að venju færist Haneke ekki lítið í fang, í mynd- inni gerir hann tilraun til að komast að rótum nasismans í Þýskalandi og vekja athygli á hættunni á róttækri þjóðerniskennd ef réttar aðstæður eru fyrir hendi. Við förum ekki á mynd eftir Haneke okkur til stundargamans, það gildir sannarlega um Hvíta borðann. Myndin gerist í ósköp venjulegu þýsku þorpi í þann mund sem fyrri heimsstyrjöldin er að bresta á. Fylgst er með börnunum sem lifa stríðið af og mynda síðar kynslóðina sem lagðist á plóginn með Adolf Hitler og nasism- anum. Hér er fléttað saman þáttum, gam- alkunnum úr fyrri myndum leikstjórans/ handritshöfundarins; samspili sakleysis, illsku, sektar og ábyrgðar. Niðurstaðan hroll- vekjandi dæmisaga sem reynir að útskýra frjókorn og upphaf nasismans. Að umgjörðin er að því er virðist friðsælt bændasamfélag er engin hending. Tilviljanir koma einnig við sögu í Hvíta borðanum, sögumaðurinn lýsir í upphafi undarlegum atburðum sem áttu sér stað í þorpinu hans og geta hugsanlega útskýrt að einhverju leyti það sem kom fyrir þjóðina. Sögumaðurinn er yfirvegaður, afsakandi tónninn getur fengið áhorfandann til að trúa því að hér sé opinberaður sannleikurinn sem hefur vantað í eyðurnar. Menn skyldu gæta sín á því, Hvíti borðinn er mynd sem krefst einbeitingar, helst ekki að blikka auga. Alvaran hefst á því að héraðslæknirinn fellur af hestbaki, einhver hefur strengt stál- vír yfir veginn. Að loknum skóladegi safnast stúlkurnar saman utan við heimili læknisins undir því yfirskini að þær séu að fylgjast með læknisdótturinni. En kurteisi þeirra er óvið- felldin, það kemur m.a. fram í hátterni þeirra, hvernig þær flakka um þorpið verður skyndilega ískyggilegt. Haneke er að sýna frækorn vantrausts, eins og hver sá sem ögr- ar fær hann okkur fljótlega til að gruna alla þorpsbúa um leynimakk og mannvonsku. Það sem hendir næst er að bóndakona finnst myrt og síðan halda ámóta hroðalegir hlutir áfram að gerast án þess að nokkur sé grunaður og lítið um vísbendingar, helst að e.k. refsing sé í gangi. Það liggja því flest börnin undir grun, en áður en við förum að fella dóm yfir þeim opnar Haneke dyrnar að heimilum þeirra þar sem margt misjafnt kemur í ljós. Afneitun, vanræksla, heimilisofbeldi, hatur og nið- urlæging virðist leiðarljós foreldranna. Þá er ekki von á góðu. Í Hvíta borðanum eftir Michael Haneke er reynt að komast að rótum nasismans í Þýskalandi og vekja athygli á hættunni á róttækri þjóðerniskennd. Hvíti borðinn hans Haneke Flestir spá Hvíta borðanum eftir Michael Haneke velgengni, hún standi jafnvel uppi sem sigurvegari við Óskarsafhendinguna þ. 7. mars Sæbjörn Valdimarsson saebjorn@heimsnet.is Á mánudagsmorgun mun James Came- ron eiga tvær vinsælustu myndir kvik- myndasögunnar. Þetta er ótrúlegt afrek sem aðeins þeir bjartsýnustu í hans hópi þorðu að vona. Keppinautarnir voru ekki bænheyrðir, Avatar féll ekki fram fyrir sig á bláleitt andlitið þrátt fyrir að renna blint í sjóinn með nýja tækni, brellur og sögu sem menn settu gjarnan við spurningarmerki. Avatar hefur nú rakað inn röskum milljarði á heimsvísu. Það sem gerir herslumuninn eru lygi- legar vinsældir Avatar í öllum heims- hornum, en heima fyrir stefnir hún á að komast í hóp 10 vinsælustu mynda sög- unnar og hefur nú þegar tekið inn 352 milljónir dala í N-Ameríku og er þegar orðin tekjuhæsta mynd sögunnar á þriðju dreifingarviku, var að slá út met Spider-Mans 3. Það bendir til að hún hafi magnað úthald þó hún nái ekki meti Titanic, sem er 600 millj. dala. Á heimsvísu hefur Avatar nú þegar halað inn röskan milljarð dala og ekkert lát á metaðsókninni hvert sem litið er. Hún er þegar orðin fjórða vinsælasta myndin á heimsvísu, ekki slæmur ár- angur á þrem vikum. Myndirnar sem standa á milli hennar og Titanic eru þegar í dauðafæri, en þær eru Pirates of the Caribbean: Dead Man’s Chest“ ($1,07 milljarðar) og The Lord of the Rings: The Return of the King“ ($1,12 milljarðar). Þrátt fyrir svimandi velgengnina eru fáir það bjartsýnir í kvikmyndageir- anum að spá Avatar meiri aðsókn en Titanic naut á heimsvísu, hún var 1,84 milljarðar, en hún er þegar orðin skot- held sönnun þess að fólk um allan heim hefur enn sem fyrr ómælda ánægju af góðri bíómynd. saebjorn@heimsnet.is Kvikmyndafréttir Cameron heldur hásætinu Íbúar Pandoru hafa slegið í gegn. Jack og Rose í Titanic snertu mörg hjörtu. Föstudagur 15.01: kl. 21:20. Stöð 2 Derek Zoolander var útnefndur besta karlfyrirsætan þrjú ár í röð. En það er kalt á toppnum og nú hefur annar hrifsað af honum há- sætið og Zoolander þarf svo sann- arlega að taka á honum stóra sín- um. Blanda sér í ráðherratilræði og fleiri vafasama gjörninga. Bráð- fyndin þegar sá gállinn er á henni og leikhópurinn traustur. Ben Stiller; Owen Wilson; Will Fer- rell; Milla Jovovich. Leikstjóri: Ben Stiller. bbbnn Zoolander Laugardagur 9.01. kl. 21:15. RUV Ruslakarl stórskemmir spólur á myndbandaleigu þar sem vinur hans vinnur. Til þess að gleðja kúnnana, endurgerir hann kaflana að sínum hætti. Gondry getur verið með ólíkindum fyndinn og frum- legur – á köflum, Jack Black, Mos Def, Danny Glover, Mia Farrow. Leikstjóri:Michel Gondry. 2008 bbbnn Myndir vikunnar í sjónvarpi Be Kind Rewind – Spólað til baka Kvikmyndir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.