SunnudagsMogginn - 10.01.2010, Blaðsíða 54

SunnudagsMogginn - 10.01.2010, Blaðsíða 54
54 10. janúar 2010 þess hvað eigendur skyrsins eru veraldarvanir. Á sama tíma liggur slangurgerð í láginni, og neðar en nokkru sinni. Því miður. Enda er að minni hyggju safaríkt slangur af innlendum stofni heilbrigt dæmi um óformlega málrækt er getur örvað almenna mál- vitund meir en jafnvel hæstmetnu fagurbókmenntir. Þökk sé almennri þátttöku frá grasrótinni, eins og sagt er. Eða hver væri t.d. gríðarlegur rokkáhugi seinni ára (ef marka má athygli fjölmiðla) án samsvar- andi grúa bílskúrsbanda? Í ljósi hverfandi umræðu hérlendis um villiflóru slangursins (hvernig er von á öðru um fyrirbæri sem varla er til?) má eðlilega spyrja hvaðan viðmiðunin er fengin. Hún er frá æskuárum mínum í Danmörku, og aðalheimildin á prenti eitthvert fyndnasta uppflettirit sem ég hef augum litið – Slangordbogen eftir Kaj Bom (1956), raðað eftir efnisflokkum og kryddað hnyttnum athugasemdum höfundar. Því miður er bókin löngu ófáanleg, og eru því aðeins mín orð til sönnunar um hvað þarlent slangur stóð þá með miklum blóma. Nú er öldin önnur. Fyrrum skrautlegt mál- blómabeðið er svipur hjá sjón. Sökudólgurinn er auð- vitað enskan sem fer senn að reyta síðustu sprotana fyrir eigin afkvæmi, líkt og gauksungi veltir óæskilegri samkeppni úr hreiðri. Ugglaust má einnig um kenna álíka hrörnandi málkennd samfara tízkusnobbaðri sýndarmennsku og nú virðast farin að hrjá margan Frónbúann. En hvað sem segja má um gildi slangurs, þá á það sér kannski válegri bakhlið en virðist við fyrstu sýn. Og er þá komið að seinni skilningi pistilsupphafs um hvað kunni að hafa stuðlað að varðveizlu íslenzkrar tungu: Getur slangur í versta falli „útvatnað“ málið? Sé svo, kann slangurfátækt íslenzkunnar að hafa gert henni gagn. Því ef hætt er við að í sjálfu sér sakleys- isleg gamansöm bjögun á fruminntaki orðs leiði af sér varanlega merkingarbreytingu eða rugling, er gangi síðan að því dauðu, er vissulega verr farið en heima setið. Annað eins hefur sézt á að vísu stærri málsvæðum við örari félagsleg samskipti en hér þekktust lengst af. Því þó að öll tungumál endurnýi orðaforða sinn, gerist það óvíða jafn hægt og hér; a.m.k. til skamms tíma. Þökk sé aldalangri einangrun, er skipt hefur miklu (kannski mestu) um að ósérmenntaður almenningur á hér beinan aðgang að fornritum allt frá hámiðöldum, meðan danskir skólanemendur ráða vart við ævintýri Andersens nema í nútíma umritun. Slíkt er einstætt í vestrænum heimi, og að sönnu vert að viðhalda. Meinta bakhlið slangursins ber þó sízt að ofgera meðan annað og verra ríður húsum. Nefnilega ensku- flæðið – sem virðist orðið óstöðvandi í ljósvakafjöl- miðlum. En þó stundum mætti halda að heilu kyn- slóðirnar væru gegnsósa af enskuhugsun, þykist ég samt hafa tekið eftir einu: enskuslettan kemur oftast þegar menn vilja draga úr alvarleika eða form- legheitum og slá upp í grín. Íslenzkan þykir m.ö.o. of hátíðleg, óþjál eða skuldbindandi til að getað slegið með á létta strengi. Þyki hún ekki hreint út sagt „sveitó“. Við því síðasta er lítið að gera. Við hinu vantar greinilega slangrið! Mál sem ekki getur brugðið á glens án þess að notendur sletti útlenzku í gríð og erg, á sér aumkunarverða framtíð. Lesbók Af slangri, slettum og léttum strengjum Þ jóðaríþrótt Íslendinga, vísnagerðin, lýtur strangari bragreglum en víðast á byggðu bóli. Kann það að hafa stuðlað að varðveizlu tungunnar í a.m.k. tvennum skilningi. Fyrst má telja þá gamalkunnu staðreynd, að ljóð- stafakvöðin gagnast mönnum dável sem „mnemó- tæknilegur“ minnisauki (sbr. Grágás, er metur bundið níð stórum refsiverðara en óbundið – glæpurinn varð- veitist þannig betur í minni en ella!). Á móti leyfist mönnum óheft að teygja orð og tosa og snúa út úr hefðbundnum merkingum, sér og öðrum til gamans. Sem sagt í ljóði. Er það eins konar gagnvirk umbun fyrir að sæta kröfum hins stranga forms? A.m.k. virðist allt annað uppi á teningi í óbundnu máli. Þar þykir enn, hvað sem því veldur, óviðeigandi banalt og barnalegt að hrófla í neinu við fastmótuðu merkingarsamhengi orða, jafnvel þótt aðeins sé gert til að slá á létta strengi. M.ö.o. er sjálf meginforsenda svokallaðs slangurs dæmd fyrir fram dauð og ómerk. Enda hefur uppskera innlenndrar slangurgerðar reynzt harla rýr í sam- anburði við nágrannalönd í landsuðri, og rýrist nú ör- ar en nokkru sinni fyrir ásókn enskunnar. Þörfin fyrir að geta slegið á létta strengi í dagsins önn hefur ávallt verið til, og verður það áfram. En á öld hraðans, þegar tækifæri (og geta!) til að kasta fram vísu verða æ fátíðari, er ekki nema viðbúið að menn grípi til enskunnar. Hún ber alltjent minni ábyrgð en móðurmálið, enda sem slík undanþegin umvönd- unarsvipu tunguajatollanna. Kann í þokkabót að þykja töff, smört og með á nótunum. Sletturnar fúngera nánast sem Lacoste, Rolex eða Armani stimpilígildi Bakþankar um varðveizlu íslenzkrar tungu Hvers vegna liggur slangurgerð í láginni hér á landi? Að mati höfundar getur safaríkt slangur örvað almenna málvitund. Ríkarður Ö. Pálsson rikardur@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.