SunnudagsMogginn - 10.01.2010, Blaðsíða 55

SunnudagsMogginn - 10.01.2010, Blaðsíða 55
10. janúar 2010 55 bókakaupstefna Norður-Ameríku og sú stærsta þar sem áherslan er á bækur á ensku. Búist er við því að yfir 1.500 fyrirtæki sýni vörur sínar og um 500 höfundar Bókakaupstefnur njóta mikillar og sívaxandi hylli les- enda víða um heim. Þúsundir manna streyma á þær til að kynna sér það nýjasta í bókaútgáfunni. Iðulega er jafnframt boðið upp á bókmenntadagskrá sem laðar les- endur að, auk þess sem fagfólk notar kaupstefnurnar til að kynna afurðir sínar og selja þær til annarra forlaga. Breska dagblaðið The Guardian segir að þessar bóka- kaupstefnur verði fyrirferðarmestar á árinu 2010, en sú allra stærsta er kaupstefnan í Frankfurt, þar sem Ísland verður gestaland að ári. Bókakaupstefnan í London, London Book Fair, er haldin í apríl. Þetta er megin-vorhátíð útgefenda í Evr- ópu. Áherslan er á útgáfuna í Englandi, sem er næst- stærsti markaðurinn með bækur á ensku, en síðast mættu þarna 23.000 manns úr bókabransanum frá yfir 100 löndum. BookExpo America nefnist bókakaupstefnan sem er haldin í New York síðustu helgina í maí. Þetta er stærsta komi fram í vor. Gert er ráð fyrir um 30.000 gestum sem sæki ráðstefnur, bókakynningar, upplestra – og leiti eft- ir áritunum. Í lok ágúst er Beijing International Book Fair haldin í Kína. Þessi kaupstefna hefur stækkað mikið á síðustu árum en hana sækja um 1.000 útgefendur og 200.000 gestir. Bókakaupstefnan í Frankfurt verður haldin dagana 6. til 10. október. Þetta er stærsta bókahátíð heims, en boðið er upp á meira en 2.900 uppákomur, sýningar og kynningar af öllu tagi. Sýnendur eru um 7.000, frá um 100 löndum. Í fyrra komu um 300.000 gestir. Argentína er gestalandið í ár. Í Mexíkó er Guadalajara International Book Fair haldin í lok nóvember. Þetta er stærsta bókahátíð hins spænskumælandi heims. Búist er við allt að hálfri millj- ón gesta í ár og um 1.600 útgefendum. efi@mbl.is Bókakaupstefnur njóta vaxandi hylli almennra lesenda Rithöfundurinn Mario Vargas Llosa áritar í Guadalajara. Reuters Ég er nú ekki vön að gera mikil plön en margar helgar eru föstu punktarnir; myndlistaropnanir sem önnur dagskrá prjónast í kringum. Helgin núna byrjar á fimmtudagskvöld, þá ætla ég í Hafnarhúsið á bíó sem Kínó Klúbburinn stendur fyrir á 16 mm kvikmyndum, sem er alltaf stemming, og eftir það kíkja á lista- mannabarinn Bakkus. Á föstudag eftir vinnu er stefnan tekin á Listasafn Íslands á opnun Carnegie-sýningarinnar og þar á eftir opnun í Crymo galleríi. Laugardag hafði ég hugsað mér að fara austur fyrir fjall, til að fjarlægja drifskaftið undan bílnum, hann þarf að vera í toppstandi til að komast til Flateyrar á næstunni. Kannski ég taki nýja stjörnukíkinn sem ég fékk í jólagjöf með og athugi hvort ég nái að sjá Satúrnus á leiðinni heim yfir heiðina. Á sunnudögum finnst mér gott að byrja daginn á því að fara sund og synda nokkrar ferðir. Svo er ætlunin að kíkja á fyrirlestur Steinunnar Sigurðardóttur um feril sinn á Kjarvalsstöðum. Góður endir á helginni væri svo að fara og sjá Bjarn- freðarson sem ekki gafst tími til að sjá yfir jólin. Helgin mín Sirra Sigrún Sigurðardóttir myndlistar- maður og verkefnastjóri hjá Listasafni Reykjavíkur Myndlistaropnanir, sund og bíó Írinn Colm Tóibín og hin spænska Clara Sanchez veittu virtum bókmenntaverðlaunum viðtöku í vikunni. Tóibín, sem er meðal virtustu og vinsælustu höfunda Íra, hefur nokkrum sinnum þótt líkleg- ur til að vinna til þekktra bókmenntaverðlauna, án þess að það hafi gengið eftir. Í vikunni hafði hann betur en Hilary Mantel, sem tók nýverið á móti Man Booker-verðlaununum fyrir Wolf Hall, en nú þótti dómnefnd Costa-verðlaunanna skáldsaga Tóibín, Brooklyn, betri en Wolf Hall og sú besta sem kom út á ensku á liðnu ári. Aðrir handhafar Costa-verðlaunanna að þessu sinni eru Christopher Reid, fyrir ljóðabókina A Scat- tering, Graham Farmelo, fyrir ævisögu vísinda- mannsins Paul Dirac, Patrick Ness, fyrir barna- bókina The Ask and the Answer, og Raphael Selbourne var verðlaunaður fyrir byrjendaverk, skáldsögu sem nefnist The South. Á Spáni tók rithöfundurinn og blaðamaðurinn Clara Sanchez við elstu bókmenntaverðlununum þar í landi, Nadal-verðlaununum. Hún hlaut þau fyrir skáldsöguna Lo que esconde to nombre (Það sem felst í nafninu). Sagan fjallar um tvo gamla menn, annar er fyrrverandi nasisti sem býr á austurströnd Spánar en hinn býr í Argent- ínu og lifði af fangavist í útrýmingarbúðum nas- ista. Sanches er greinahöfundur El Pais og hefur sent frá sér átta skáldsögur, sem hafa verið þýddar á allmörg tungumál. efi@mbl.is Tóibín og Sanchez vinna til verðlauna Írski rithöfundurinn Colm Tóibín. Clara Sanchez er rithöfundur og blaðamaður. LISTASAFN ÍSLANDS ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Óþekkt augnablik Síðasta sýningarhelgi Endurfundir Sýningartími framlengdur Opið alla daga nema mánudaga 11-17 Aðangur ókeypis fyrir börn www.thjodminjasafn.is Söfnin í landinu 16. janúar - 7. mars 2010 Endalokin - Verk Ragnars Kjartanssonar Ljósbrot - Verk Ingunnar Fjólu Ingþórsdóttur Opið 11-17, fimmtudaga 11-21, lokað þriðjudaga www.hafnarborg.is sími 585 5790 Aðgangur ókeypis CARNEGIE ART AWARD 2010 Verk Kristjáns Guðmundssonar, listamanns, verða ásamt tuttugu og tveggja annarra norrænna listamanna til sýnis í Listasafni Íslands frá og með laugardeginum 9. janúar 2010 kl. 11. SUNNUDAGSLEIÐSÖGN 10. jan. kl. 14 Rakel Pétursdóttir safnafræðingur SAFNBÚÐ Lagersala á listaverkabókum og kortum MARENGS veitingastaður á 2. hæð Hamingja með rjóma og annað góðgæti á boðstólum. Allir velkomnir! ÓKEYPIS AÐGANGUR www.listasafn.is ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ Sýningar opnar alla daga: Handritin - sýning á þjóðargersemum, saga þeirra og hlutverk. ÍSLAND::KVIKMYNDIR, 100 íslenskar kvikmyndir til að horfa á. Að spyrja Náttúruna - dýrasafn og aðrir munir í eigu Náttúrugripasafnsins. Þjóðskjalasafn Íslands - 90 ár í Safnahúsi. Merk skjöl úr sögu þjóðarinnar. Gögn frá valdatíma Jörundar hundadagakonungs fyrir 200 árum. Sýning Íslandspósts „Póst- og samgöngusaga - landpóstar, bifreiðar, skip og flugvélar“ ásamt frímerkjasafni Árna Gústafssonar. ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ, Hverfisgötu 15, Reykjavík Opið daglega kl. 11.00 -17.00. www.thjodmenning.is VÍKINGAHEIMAR Skipið Íslendingur og sögusýning - Söguleg skemmtun VÍKINGABRAUT 1 - REYKJANESBÆ Opið alla daga frá 11:00 til 18:00 Sími 422 2000 www.vikingaheimar.com info@vikingaheimar.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.