SunnudagsMogginn - 10.01.2010, Blaðsíða 2

SunnudagsMogginn - 10.01.2010, Blaðsíða 2
2 10. janúar 2010 10 Dagur í lífi ljósmóður Harpa Ósk Valgeirsdóttir hefur í mörg horn að líta á Fjórðungssjúkra- húsinu í Neskaupstað. 24 Af hverju verðurðu ekki almennileg frú? Ólafía Einarsdóttir varð fyrst Íslendinga til að ljúka háskólaprófi í forn- leifafræði og fyrst kvenna til að taka doktorspróf í sagnfræði. 32 Varð fyrir lest, lærði aldrei að lesa og hefur reykt í 88 ár Blúsmaðurinn Pinetop Perkins er enn í fullu fjöri, 96 ára, og skipu- leggur tónleikaferðalög. 34 Uppbygging í Afganistan Erlingur Erlingsson vinnur við friðargæslu og uppbyggingarstarf og er stjórnmálafulltrúi SÞ í borginni Khost. 36 Í sófa skáldsins Páll V. Bjarnason býr í Þrúðvangi, þar sem Einar Ben. bjó áður, og hefur nú fest kaup á sófasetti, flygli og fleiru sem var í hans eigu. 40 Sóknarprestur og sælkeri Séra Svavar Alfreð Jónsson í Akureyr- arkirkju hefur yndi af því að elda góð- an mat enda hefur hann verið sælkeri síðan hann var lítill drengur. Lesbók 52 Illmennið og fagurkerinn Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar um tvær bækur um lestrarhestana Adolf Hitler og Oscar Wilde. 54 Af slangri og slettum Hvers vegna liggur slangurgerð í láginni? spyr Ríkarður Ö. Pálsson. 22 Efnisyfirlit Forsíðumyndina tók Ragnar Axelsson af Pálma Gestssyni í hlutverki forsetans. Umsjón Sunnudagsmoggans: Pétur Blöndal, pebl@mbl.is Umsjón Lesbókar: Einar Falur Ingólfsson, efi@mbl.is Ritstjórn Sunnudagsmoggans: Arnar Eggert Thoroddsen, Árni Matthíasson, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, Bergþóra Jónsdóttir, Helgi Snær Sigurðsson, Ingveldur Geirsdóttir, Kolbrún Bergþórsdóttir, Kristján Jónsson, Orri Páll Ormarsson, Signý Gunnarsdóttir , Skapti Hallgrímsson, Ylfa Kristín K. Árnadóttir. Augnablikið 30 Þ að er hálka á veginum út á Álftanes, svo bíllinn skrikar til. En blaðamaður nær aftur stjórn á honum. Icesave. Það er lítil umferð þrátt fyrir blaðamannafund á Bessastöðum, sem á eftir að reynast sögulegur. Þrír hrafnar á eineygðum ljósastaur. Hvað skyldi það nú þýða? Í þessum þungu þönkum missir blaðamaður af afleggjaranum, í fyrsta skipti sem það kemur fyrir, og áttar sig ekki fyrr en hann er kominn út að brimgarðinum. Er hann snýr við tekur hann eftir lögreglubílunum, einum við afleggjarann og öðr- um á veginum. Svona er nýja Ísland. Klukkan er orðin ellefu. Blaðamaður hleypur framhjá kirkjunni, yfir grasflötina og heyrir þá karl í kuldagalla hrópa í skjóli frá kirkjunni, þó að það sé blankalogn: „Ég ætla annaðhvort að hlæja eða gráta fyrir þjóðina!“ Jóhann Gunnar Arnarsson staðarhaldari opnar dyrnar og hristir hausinn er vinur hans að norðan lítur á hann spyrjandi. „Nei, ég vil ekki vita það, þá þarf ég ekki að ljúga neinu.“ Í hátíðarsalnum hefur jólatrénu verið ýtt til hliðar og þar er lágvært skvaldur fréttamanna, sem eru í útsendingu að spinna veikan þráð, þar til forsetinn kemur. Ekkert í mynd nema þeir og jólatréð. Og auðvitað lætur hann bíða eftir sér – bara til að stríða þeim. Svo þagnar allt. „Nú held ég að forsetinn …“ segir einn og verður svo mikið um að hann missir diktafóninn. Upphafsorð ræðunnar reynast vera um að hlusta eftir vilja þjóðarinnar. En þar sem blaða- maður er farinn að þekkja ræðustíl forsetans, þá kippir hann sér ekkert upp við það. Það er of snemmt að draga ályktanir. Og þar kemur að for- setinn segir: „En einnig er mikilvægt …“ Um leið skiptir hann um kúrs eins og allir góðir spennu- sagnahöfundar gera – og eflaust hugsa margir með sér, hann hlaut að skrifa undir. Blaðamaður horfir yfir hópinn af ljósmyndurum og fréttamönnum. Einhverjir laumast bakvið for- setann, sem ku vera alveg bannað. Slíkt er tekið alvarlega á Bessastöðum. Í þessum þönkum renna á blaðamann tvær grímur. Getur það verið? Er forsetinn aftur farinn að tala um að valdið liggi hjá þjóðinni? Ætlar hann ekki að skrifa undir! Arnaldur Indriðason gæti ekki gert betur. Nú hefði verið gaman að vera fluga á vegg í Stjórnarráðinu. Nokkrir fréttamenn líta ósjálfrátt aftur fyrir sig og gapa af undrun. Og blaðamaður kann ekki við að gapa framan í forsetann, svo hann snýr sér við og gapir framan í starfsfólkið á Bessastöðum. „Nú á ég öngvan vin,“ er hvíslað í eyrað á hon- um af manni með kímnissvip. Ólafur Ragnar er tillitssamur, gefur fjölmiðla- mönnunum færi á að jafna sig, áður en hann kallar eftir spurningum. Arnþrúður Karlsdóttir rigsar inn í þeim orðum töluðum og heilsar blaðamanni kumpánlega: „Þetta var flott maður!“ Svo hefjast spurningarnar. Pebl@mbl.is Beðið eftir forsetanum á Bessastöðum. Ljósmyndarar stilla miðið. Morgunblaðið/RAX Á Bessastöðum Laugardagur 9. janúar Rósariddarinn, ein þekktasta ópera Richards Strauss, verður sýnd í beinni útsendingu frá Metropolitan-óperunni í SAMbíóunum Kringl- unni í dag, laugardag, kl. 18. Í verkinu segir frá skoplegu leynimakki, ástum og misskilningi við hirðina í Vínarborg. Bassasöngvarinn Krist- inn Sigmundsson fer með hlutverk Barons Ochs en hann hefur hlotið mjög lofsamlega dóma í fjölmiðlum víða um heim fyrir hlutverk sitt. Baron Ochs á hvíta tjaldinu Við mælum með… Sunnudagur 10. janúar Steinunn Sigurð- ardóttir heldur fyr- irlestur á Kjarvals- stöðum kl. 15 þar sem hún fjallar um feril sinn og hönn- unarferlið og varpar ljósi á mikilvægi um- hverfis okkar í sköp- unarferlinu. Föstudagur 15. janúar Frönsk kvik- myndahátíð hefst í Háskólabíói og stendur til 28. janúar. Sýndar verða tíu kvik- myndir, þar af ein frá Alsír, ein frá Túnis, tvær frá Kanada og sex frá Frakklandi. Er þetta í tíunda skiptið sem hátíðin er haldin og af því tilefni verða valdar mynd- ir sýndar á Akureyri í febrúar. Fimmtudagur Davíð Logi Sigurðsson: Karlinn stóð sig bara vel, það verður að játast. Það er erfitt að komast hjá því að Paxman vaði yfir við- mælendur, en ÓRG tókst það. Miðvikudagur Jón Oddur Guðmundsson: Fjórða frétt á ruv.is er nú ósköp notaleg: „Árbók Barðastrand- arsýslu komin út“. Mánudagur Bjarni Vestmann: Lokað vegna vöðvatalningar. Laugardagur Rúnar Sigurpálsson óskar aðdá- endum Leeds til hamingju. Vill síðan gjarnan sjá Gary Neville leggja skóna á hilluna … NÚNA. Nýársdagur Þorgrímur Þráinsson: Avatar er óður til lífsins, náttúrunnar, óður til Móður jarðar. Og myndin endurspeglar þá hugsun sem skekur jörðina í dag. Aðeins örfá- ir bera virðingu fyrir náttúrunni, orkunni, tengslum allra lífvera. Hinir lifa lífinu með lokuð augun. Hjalti Már Björnsson: Drukkn- asti viðskiptavinurinn þessi ára- mótin var með 2,6 promill og vann eftir nokkuð harða sam- keppni við aðra sauðölvaða djammara. Hún er 89 ára og kom úr partíi á elliheimilinu. Hetja. Gamlársdagur Atli Bollason er alltaf meyr á gamlársdag. Fésbók vikunnar flett
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.