SunnudagsMogginn - 10.01.2010, Blaðsíða 23

SunnudagsMogginn - 10.01.2010, Blaðsíða 23
10. janúar 2010 23 að gera. Við áttum í raun von á að fara rólega af stað. Þegar öll borð fyllast verður maður bara að setja undir sig höfuðið og keyra áfram. Það þýðir að maður gengur í öll þau verk sem til falla.“ Innfæddir bestu viðskiptavinirnir Þrátt fyrir að Meloneras sé sólarströnd treystir Grand Italia ekki einvörðungu á ferðamannaþjónustuna. „Það má segja að innfæddir séu um 60-70% viðskiptavina okkar. Við teljum það reyndar mikla viðurkenningu. Hingað kemur margt fólk bæði úr opinbera geiranum hér á Kanarí og úr viðskiptaheiminum. En það er að sjálfsögðu alltaf gaman að fá ferðamenn í heimsókn, sérstaklega Íslendinga. Við erum reyndar nýbúin að skipta um matseðil en sá gamli var á íslensku. Ég verð að viðurkenna að ég hef bara ekki haft tíma til að þýða þann nýja. En ég skal gera það fljótlega,“ segir hún og brosir. Í dag starfa rúmlega 50 manns á veitingastaðnum og í framleiðslunni. „Það eru sex starfsmenn í framleiðsl- unni og um 45 á veitingastaðnum,“ segir Konný. Hún segir álagið hafa verið mikið undanfarin ár en sem betur fer sé veitingastaðurinn vinsæll og hann gangi vel. Lítið kríli á leiðinni Í dag hefur Konný að mestu dregið sig út úr daglegum rekstri enda eiga þau þriggja ára stúlku, Soraya Yasmin El Jabri Hannesdóttur. „Við ákváðum að styðjast við spænsku hefðina hvað eftirnöfn varðar en hér taka Pizzurnar skipa veglegan sess enda væri annað einkennilegt á ítölskum veitingastað. Þau leggja mikið upp úr fersku hráefni og framleiða meðal annars sjálf allan ís, pasta, kökur og annað í húsnæði nálægt veitingastaðnum. Það er í nógu að snúast hjá yfirmatreiðslumeistaranum. menn bæði upp eftirnafn föður og móður.“ Þá er annað kríli á leiðinni í mars þannig að það er ljóst að það verður einhver bið á því að Konný fari á fastar vaktir á veitingastaðnum á ný. Spurð hvort hægt sé að kenna þriggja ára stelpu ís- lensku ef hún á líbanskan pabba og býr á Spáni segir Konný: „Við höfum bara einfaldlega haft þetta þannig að hún talar íslensku við mig og spænsku við pabba sinn. Þetta gengur bara ljómandi vel.“ Þá er hún í spænskum skóla, en krakkar á Spáni byrja í skóla þriggja ára. Þar lærir hún reyndar ensku líka að sögn Konný og finnst greinilega minna til þess koma en blaðamanni. Þrátt fyrir annríki bæði hjá Konný og eiginmanni hennar segist hún heimsækja Ísland eins oft og hún getur. „Ég fer heim að minnsta kosti einu sinni á ári í tvær til þrjár vikur í senn. Mér finnst æðislegt að koma heim en sem betur fer er ég líka svo heppin að bæði foreldrar mínir og bræður koma reglulega í heimsókn til okkar.“ Hvað framtíðina varðar segist Konný ekki gera ráð fyrir öðru en að halda áfram að gera það sem hún gerir í dag. „Okkur líður vel hér og reksturinn gengur vel. Þetta hefur verið mikil vinna en hún er vel þess virði. Okkar mottó hefur verið að bjóða upp á ferska gæða- vöru þannig að hver réttur er útbúinn mínútum áður en hann er borinn fram á diskinum. Niðursuðudósir fá ekki að koma inn í okkar eldhús,“ segir þessi íslenski útrásarvíkingur. Spagetti Scoglio, einn af yfir 100 réttum á matseðlinum.                     Kanaríeyjar Palma Hierro Gomera Tenerife Lanzarote Fuerteventura Gran Canaria Gran Canaria Las Palmas Playa de Inglés (Enska ströndin) MaspalomasMeloneras Arguineguín San Augustín San Fernando                           !   " #  #  $$         %   $$ &   
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.