SunnudagsMogginn - 10.01.2010, Blaðsíða 43

SunnudagsMogginn - 10.01.2010, Blaðsíða 43
10. janúar 2010 43 B jörg Thorarensen, prófessor og forseti lagadeildar Háskóla Íslands, hefur búið á Tjarnargötu ásamt fjölskyldu sinni í fimmtán ár. „Í þessari götu er sagan við hvert fótmál því þar standa fjölmörg sögufræg hús. Tjarnargata er ein af elstu götum borgarinnar og þar eru einkum falleg hús frá fyrstu árum 20. aldar sem þjóðþekktir Íslendingar reistu og tengj- ast m.a. sögu Íslands um aldamótin 1900. Þar má t.d. nefna ráðherrabústaðinn og hús Hannesar Hafstein ráðherra þar sem nú er leikskóli.“ Aðspurð segir Björg staðsetninguna hafa ráðið miklu um að hún flutti í götuna. Hún bjó áður á Skólavörðustíg og vildi búa áfram í miðbænum. „Það er kostur að búa í grónu hverfi sem er líka miðsvæðis. Svo er skemmtilegt að búa nálægt ið- andi mannlífi og taka þátt í viðburðum, s.s. á þjóðhátíðardaginn eða á menningarnótt.“ Ekki spillti fyrir að heimilið er í göngufæri frá bæði vinnustað hennar og eiginmanns hennar, Mark- úsar Sigurbjörnssonar hæstaréttardómara. „Minn vinnustaður er Lögberg sem er á miðju há- skólasvæðinu og það er varla hægt að búa nær þeim stað en ég geri. Það er mjög hentugt að geta hlaupið á milli og tekur ekki nema um fimm mín- útur. Bíllinn er því oft skilinn eftir heima yfir dag- inn,“ segir Björg. Að sögn Bjargar eru gallarnir fáir. „Ég bý nálægt Hringbrautinni og heyri dálítinn nið af umferðinni en það er nokkuð sem ég vandist fljótt og líka suð- inu í flugvélunum sem fljúga yfir á sumrin. Við heyrum ekki mikil skemmtanalæti um helgar en því miður kasta gangandi vegfarendur stundum rusli inn í garðinn fyrir framan húsið. Síðan er öðruvísi en skemmtilegra ónæði sem við höfum orðið fyrir. Við fundum t.d. eitt sinn gæs í garð- inum okkar sem hafði komið úr Hljómskálagarð- inum og hún fann ekki leið aftur út. Með smá fyr- irhöfn var hægt að beina henni á rétta leið.“ Björg segir Tjarnargötu ágætan stað til að ala upp börn. „Börnin okkar, 15 ára dóttir og 12 ára tvíburasynir, hafa verið lánsöm að alast upp í miðbænum. Þau lærðu fljótt að koma ekki nálægt umferðargötu eins og Hringbrautinni. Þau hafa notið þess að leika sér í Hljómskálagarðinum en auk þess er stór og gróinn garður aftan við húsið okkar. Þau hafa verið mikið á skautum og svo hafa þau gaman af því að fara í bæinn að fylgjast með mannlífinu,“ segir Björg. Aðspurð segist hún sjá sig á Tjarnargötunni um ókomna tíð. „Ég vildi helst ekki búa neins staðar annars staðar í Reykja- vík.“ ylfa@mbl.is Morgunblaðið/RAX Sagan við hvert fótmál 1 4 3 21 Hljómskálagarðurinn 2 Aðalstrætið 3 Háskólasvæðið 4 Tjörnin Uppáhaldsstaðir Bjargar Tj ar na rg at a Skothúsavegur Hringbraut Hólavalla- garður Tjörnin Hljómskála- garðurinn G ar ða st ræ ti Su ðu rg at a Landa- kotstún Austur- völlur Vonarstræti Fr ík ir kj u ve gu r B ja rk ag at a S óleyjargata Su ðu rg at a Sæ m un da rg at a Hringbraut Sólvallagata Að al st ræ ti Hafnarstræti Morgunblaðið/hag Ég geng oft niður Tjarn- argötuna og velti þá fyrir mér sögu húsanna og þeirra sem reistu þau. Það er bæði frið- sælt og fallegt umhverfi, sér- staklega á svölum og sólríkum haustmorgnum. Stigið í vænginn Kristín Heiða khk@mbl.is N ú þegar brundtíðin er nýafstaðin er vert að óska þess að sem flestir hafi tileinkað sér hrútagleðina yfir hátíðirnar. Vonandi að fólk gangi inn í nýtt ár þokkalega fullnægt á líkama og sál. Kannski ein- hverjir hafi jafnvel hitt draumaprinsa og draumadísir á jólum eða áramótum. Þegar slíkar verur verða á vegi manneskju er einna líkast sem þær séu ekki af þessum heimi. Og hvur veit nema sú sé raunin, því einmitt um áramót láta ýmsar furðu- verur á sér kræla. Þegar gamalt ár og nýtt mætast opnast ein- hver glufa inn í aðrar víddir, dýrin tala tungum og álfakóng- urinn fer að glenna sig. Það er einhver háski yfir þessum heimsóknum fólks úr öðrum heimum. En háskinn á það til að vera heillandi og á sinn þátt í því að stundum hafa tekist ástir milli breyskra manna og huldufólks. Hið ókunna hefur jafnan lokkað. Það er væntanlega áhugaverð upplifun að hafa samræði við álfakóng upp við hamar í skjóli nætur, nú eða föngulegan huldumann milli þúfna á fjöllum uppi. Og margan karl- manninn dreymir eflaust um hömlulaust kynlíf með hjól- gröðum galdrafálum. Gera má ráð fyrir að hafmeyjur, huldu- menn og aðrar kynjaverur búi yfir kunnáttu í kynlífinu sem ekki er á færi mannfólksins. Og þar sem það er spennandi að læra eitthvað nýtt, safna í unaðs-reynslusarpinn, þá skal engan undra þó Ólafur Liljurós og ótal aðrir hafi látið tælast til fylgilags þegar einhver undurfögur álfmær sem ei var Kristi kær renndi hýru auga til þeirra. Þetta er ást í meinum, með öllum þeim unaði og sorg sem því fylgir. Þetta er draumur um fullkomna ástmenn og ást- meyjar. Fagurskapaðir álfakroppar með gullband um sig miðja og rómantískir huldumenn voru jafn frábrugðnir ís- lenskum afdalamönnum og dátarnir urðu seinna. Álfakynlíf virðist rósrautt og fagurt á meðan tröll og draugar stunda frekar groddalegt samlíf. Til er saga af ást- arbralli drauga, en Húsavíkur-Lalli og einhver skottan vin- kona hans stunduðu ástarleiki sína fyrir sjónum skyggnra manna hvar sem var, og þótti ekki geðslegt að horfa upp á. Mjög svo þurfandi tröllkonur áttu það til að ræna mennskum mönnum til að gamna sér með. Þær riðluðust á þeim þar til þeir urðu örmagna eða brjálaðir, stundum hvort tveggja. Þær riðu þeim jafnvel til ólífis. Trölla-Láfi var einn af þessum óheppnu (nú eða heppnu), en tvær skessur rændu honum á Biskupstungnaafrétti fyrir margt löngu. Þær létu hann liggja milli sín og blésu í eyru hans þar til hann vissi ekki til sín. Túlki hver þau orð sem hann vill. Kannski hefur hann upplifað raðfullnægingar í fyrsta sinn í höndum þessara vergjörnu flagða og fullnægingarblossinn hreinlega fleytt honum inn í aðra heima. Einnig er til saga af bónda nokkrum sem lenti í slagsmálum við skessu á Sólheimasandi og hafði hana undir eftir að hann náði góðu taki á magaskeggi hennar (skapahárum). Brúsk- urinn hefur verið nokkuð búsældarlegri en það berangur sem nútímakonur skapa á sínum sköpum með rakstri og vaxi. En tröllskessurnar vildu ekki hvað sem var, þær gerðu líka kröfur um að menn væru vel vaxnir niður. Sagan af Gamla Péturssyni á Krossanesi er gott dæmi þar um. Þegar tröll- skessa ein elti hann brá hann á það ráð „að hann þreif karl- mannssköp sín upp úr brókum og hristi þau móti flagðkon- unni. Hún stansaði við og horfði á um stund. Skók hún þá hausinn og mælti síðan: „Svei því sem ónýtt er, og kalla ég þá konu lítt stadda er á þig.“ Hafði sig síðan á brott. Margir urðu aldrei samir eftir að hafa átt í ástarsambandi við annars heims verur. Varð það fólk hjárænulegt upp frá því. Og þar sem hjárænuháttur er enn útbreiddur má fastlega gera ráð fyrir að enn sé stundað ástarlíf milli heima. Gandreið með galdra- fálum Gatan mín
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.