SunnudagsMogginn - 10.01.2010, Blaðsíða 51

SunnudagsMogginn - 10.01.2010, Blaðsíða 51
10. janúar 2010 51 Helgi Ingólfsson er fæddur árið 1957. Hann lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum við Tjörnina 1977, prófi í uppeld- is- og kennslufræði 1988 og B.A.-prófi í sagnfræði og bók- menntafræði frá Háskóla Íslands árið 1994. Hann hefur kennt sögu, einkum fornaldarsögu og listasögu, við Menntaskólann í Reykjavík frá 1984. Helgi hefur sent frá sér sjö skáldsögur. Þær fyrstu, Letr- að í vindinn: samsærið (1994) og Letrað í vindinn: þúsund kossar (1995), gerast í Rómaborg á tímum keisaraveld- isins. Fyrir þá fyrri hlaut Helgi Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar. Sögusvið sagna Helga hafa verið Róm og Reykjavík, því síðustu sögurnar Andsælis á auðnuhjólinu (1996), Blá nótt fram í rauða bítið (1997), Þægir strákar (1998) og Lúin bein (2002) gerast allar í Reykjavík samtím- ans. Það er ekki fyrr en með nýjustu sögunni, Þegar kóngur kom, sem hann stígur aftur í tímann hér á landi, til ársins 1874, þegar haldið var upp á 1.000 ára afmæli landnáms og Kristján IX sótti landið heim, fyrstur konunga. Kvikmyndin Jóhannes byggð á sögu Helga „Þessar skáldsögur mínar hafa verið sagnfræðilegar að hluta og hafa einnig tengst starfi mínu sem kennari,“ segir Helgi. „Mér finnst skipta mestu að ég fái að ráða sjálfur hvað ég er að skrifa og hvernig, og að gera ekki eitthvað sem allir reikna með af manni. Ég byrjaði á að skrifa sögulegar skáldsögur og þegar fólk bjóst við því að ég héldi því áfram, þá skrifaði ég reyfara.“ – Eru skrifin þér ástríða? „Þetta er skemmtun, það er gaman að skrifa. Ég skrifa það sem mér finnst skemmtilegt, óháð því hvað öðrum finnst. Ef það vill svo til að aðrir hafi gaman af sögunum, þá er það hið besta mál.“ Upp á síðkastið hafa kvikmyndahúsagestir getað upp- lifað á hvíta tjaldinu eina af sögum Helga, Andsælis á auðnuhjólinu, því kvikmyndin Jóhannes, með Ladda í aðal- hlutverki, er gerð eftir henni. „Ég hélt að það yrði ekkert af því að sú saga yrði kvik- mynduð, þetta var þriðja eða fjórða tilraun kvikmyndagerð- armanns til að gera handrit eftir henni,“ segir Helgi. „Ég sagði því við handritshöfundinn og leikstjórann, Þorstein Gunnar Bjarnason: gjörðu svo vel og skrifaðu þitt handrit upp úr bókinni. Fyrir vikið fæ ég ekki krónu fyrir. En ef hann gerir framhald þá fer ég fram á eitthvað.“ Hann brosir. – Er nokkur leið að gera kvikmynd eftir Þegar kóngur kom? Sviðið er svo niðurnjörvað, hin sögulega rétta Reykja- vík. „Ég veit það ekki. Annars virðist allt vera hægt með nú- tíma tölvutækni. Eftir að kvikmyndin Avatar var gerð er spurning hvort það væri nokkuð svo mikil mál að end- urskapa Reykjavík ársins 1874. Svo þekki ég nokkra menn sem gætu auðveldlega leikið sumar af aðalpersónunum.“ Sögur um Róm til forna og Reykjavík sinnum í því, þegar ég var að skrifa, að staðsetja menn á vitlausum stað á ákveðnum tíma; ég varð að breyta því. Þetta voru allrahanda rannsóknir, til að mynda á augnlit manna.“ Þær rannsóknir tengjast sakamálinu í sögunni og Helgi fann upplýsingar til dæmis í Merkum Íslendingum og tímaritinu Andvara. „Annars var ég snemma með síðasta kaflann fullbú- inn,“ segir hann. Sá kafli fjallar um lausn málsins. „Ég skrifaði hann á fimm dögum og breytti nánast engu. Hitt tók allt miklum breytingum. Upphaflega var bókin talsvert lengri en það sem ég þurrkaði út var allt hrein og klár sagnfræði. Ég var kom- inn með allt of mikið af karakterum – ég gat ekki leyft mér að vera með alla íbúa bæjarins,“ segir hann og bros- ir. Hliðarsögurnar eru samt allnokkrar og áhugamenn um bókmenntir og sagnfræði geta fundið margt sem þeir kannast við. Eitt af því er þjóðsagnasafnarinn Jón Árna- son, sem lendir í því að finna lík í kolakjallara skóla- byggingarinnar. „Það hefur ákveðna skírskotun,“ segir Helgi. „Jón Árnason var umsjónarmaður þessa húss og bjó hér í suð- urálmunni. Hann var ákaflega vel liðinn, en um 1880 sá Alþingi samt ástæðu til þess að hrekja hann úr embætti, að undirlagi Gríms Thomsen. Það var vegna þess að mönnum þótti Jón ekki hafa gengið að hagkvæmustu tilboðunum í kaupum á kolum fyrir skólann. Mér þótti þess vegna sjálfsagt að tengja hann við kol og eitthvað óhreint í kjallaranum... Þeir sem eftir standa voru allir til Sem skáldsagnahöfundur hef ég þennan möguleika, að leika mér með fólk og atburði. Á yfirborðinu eru sakamálið og ákveðin mannlífslýs- ing en ég reyni annars að draga söguna þannig upp að þeim mun betur sem menn þekkja tímabilið, þeim mun meira geta þeir séð út úr sögunni.“ – Þetta hús lyktar af sögu. Þú notar þér kennara ákveðins tímabils og skólapilta; hér hlýtur að vera nóg af safaríku efni fyrir sagnfræðing sem skrifar skáldsögur. „Ég er búinn að starfa hér það lengi að ég þekki sögu hússins orðið mjög vel. Bara þessi salur hér á sér mikla sögu. Þetta var hátíðarsalur skólans, þetta var dans- leikasalur konungs, eins og lýst er. Auðvitað þurfti ég að fylla upp í myndina af því hvernig þessar veislur hér fóru fram, en það er til mikið myndefni frá þessum tíma sem ég nýtti mér. Á teikningum frá konungskomunni 1874 sést til dæmis hvernig þessi salur er teiknaður mik- ið stærri, erlendu blaðamennirnir hafa ekki trúað því að konungurinn þyrfti að halda dansleik í svona litlu rými. Eitt af því sem ég þurfti að takast á við í sögunni, var að láta konunginn halda reisn sinni. Hann kemur til þessarar kotþjóðar og þarf að horfast í augu við hluti sem eru honum framandi. En hann þarf samt að halda andlitinu, hvort sem hann ræðir við vatnsberakerlingu, bónda á Þingvöllum eða kennara. Þá fór ég í gegnum öll blöðin sem voru gefin út hér þetta ár. Eitt af þeim var Sæmundur fróði, sem Jón Hjal- talín gaf út. Ég hef mikið af læknissögum úr því blaði. Þar á meðal nefnir Hjaltalín þá tilgátu, sem hann hefur frá kanadískum lækni, að átumein í tönnum stafi af fót- kulda. Það er ótrúleg hugmynd en Hjaltalín finnst hún athyglisverð. Hann setur fram rök sem ég læt hann draga fram í samtali við Jónassen lækni við Skotfélags- húsið.“ – Bætirðu við persónum vegna sakamálsins í sögunni? „Þær eru sárafáar. Vegna sakamálsins þarf ég að gera það en þær eru síðan þurrkaðar út úr sögunni. Þeir sem eftir standa voru allir til. Ég leita skýringa á ýmsu sem gerðist hér en er óút- skýrt, eins og hvers vegna tveir sjóliðar sprengdu hend- urnar af sér við Öskjuhlíð. Það gat tengst sakamálinu.“ Að vekja áhuga og glæða líf Bækur eins og Þegar kóngur kom geta vakið áhuga les- enda á fortíðinni og sagnfræði. „Til þess er leikurinn gerður,“ segir Helgi. „Til að vekja áhuga og glæða líf. Að fólk skilji að þetta var veru- leikinn, nokkurn veginn eins og honum er lýst í bókinni – kannski fyrir utan sakamálið,“ bætir hann við og brosir. „Þetta er veruleiki sem ég vil gera áhugaverðan og skemmtilegan. Margt það kómískasta tengist kon- unginum og þeim gríðarlega stéttamun sem var í sam- félaginu. Vatnsberarnir, kamarmokararnir, kaupmenn- irnir, þetta fólk var allt til. Ég stend í mikilli þakkarskuld við rithöfunda á borð við Árna Óla, Þor- stein Thorarensen og Gunnar M. Magnúss. Þeir og fleiri hafa haft mikil áhrif á mig og eiga sinn þátt í þessari bók.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Einn sagði að það væri of mikil sagnfræði í bók- inni en annar að það væri of lítil sagnfræði. Það er erfitt að gera öllum til hæfis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.