SunnudagsMogginn - 10.01.2010, Blaðsíða 37

SunnudagsMogginn - 10.01.2010, Blaðsíða 37
Ekki er að sjá að sófasettið hafi verið framleitt fyrir tæpum hundrað árum. Mér hefur alltaf fundist áhugavert að taka gamla hluti og halda upp á þá og blanda nýrri hönn- un inn í það. Bang&Olufsen samstæðan er tæplega 30 ára gömul. Hér má sjá Heimdall í heimsókn hjá Afa og Ömmu. Ríkarður Jónsson skar út. 10. janúar 2010 37 F lestir kynlífsfræðingar eru á einu máli um að eitt al- gengasta vandamál í samböndum fólks er að það er með mismikla kynhvöt. Yfirleitt vill annar aðilinn stunda kynlíf oft og reglulega en hinn sjaldnar. Þetta getur gert fólk pirrað og vonsvikið með það sem makinn vill eða vill ekki gera. Það veldur fólki jafnvel særindum sé þörfum þess ekki fullnægt. Hafa þarf þrennt í huga þegar á að takast á við vandamálið. Fjölmiðlar sýna kynlíf á einn veg. Samkvæmt þeim er víst að- eins ein leið til að stunda frábært kynlíf. Hún felur í sér að örv- ast fljótt, vera lengi að og eiga auðvelt með að fá fullnægingu. Passi þessi staðalmynd ekki við þig sértu skrýtinn, af- brigðilegur eða bældur – jafnvel þótt „vandamál“ séu ekki til staðar. Ef maki þinn bregst ekki eins við og allir aðrir gætir þú orðið sár og ringlaður, efast um kynferðislegt aðdráttarafl þitt og ást ykkar í garð hvort annars. Forðast þarf tilbreytingaleysi sem og viðbrögð sem það kallar fram. Væntingar eru stór hluti vandamálsins. Pör búa yfir miklum upplýsingum, þ.á m. röngum upplýsingum, um kynlíf. Þau bú- ast við mikilli nautn í kynlífinu og að fá fullnægingu auðveld- lega. Og þegar kynlífið er ekki nákvæmlega eins og búist var við er „eitthvað að“. Þetta leiðir til spennu. Það þarf tvo til. Báðir aðilarnir í sambandinu eru hluti vanda- málsins. Oftar en ekki er þeim, sem hefur minni áhuga á kyn- lífi, kennt um vandann en pör þurfa að átta sig á því að þau eiga bæði hlutdeild í vandanum. Í honum getur falist: ● Hvernig hvernig fólk á frumkvæði á mismunandi hátt. ● Hvernig fólk bregst við löngunum makans, sérstaklega með því að sýna hvorki skilning né stuðning. ● Að kunna ekki að taka vonbrigðum. Hvort sem makinn lætur undan beiðni eða ekki, getur farið svo að annar aðilinn endi í fýlu, fari í uppnám eða verði gagnrýn- inn. Þá geta neikvæð viðbrögð leitt til fjandskapar, reiði, tillits- leysis, spennu og jafnvel grimmdar. Þessi viðbrögð eru ekki til neins og eru þau flest ástæða þess að pör leita sér ráðgjafar. Með þessa vitneskju í huga, hvernig horfið þið fram á veg? Pör verða að gera sér grein fyrir því að sérhver hreyfing, tjáning og svipbrigði í kynlífinu eru einstök. Þau verða að skilja að það eru til fjölmargar skilgreiningar á hvað telst „nægilegt“ eða „eðli- legt“ í svefnherberginu. Til að glíma við vandann þurfa pör að vinna að jákvæðum og skilvirkum samskiptum. ● Fræðist um hegðunina eða afbrigðið sem skapar vandamálið. ● Takist á við vandamálið af sjálfsöryggi og ró. Það er engin ástæða til að biðjast afsökunar eða finna til samviskubits vegna kynhvatar þinnar og þrár. ● Leggðu vel við hlustir þegar maki þinn talar. Hlustarðu vel á og skilur það sem hann segir? Sýnirðu að þú sért að hlusta? ● Talið um mikilvægi kynlífs, vonir og væntingar í kynlífinu (t.d. um fjölda skipta og hversu lengi kynlífið á að standa, þörf fyrir ástúð, fjölbreytni, hver eigi að eiga frumkvæði o.s.frv). ● Lýsið á hlutlægan hátt, og án þess að fella dóma, hvers vegna kynhvötin ykkar er mismikil. Það gæti verið auðveldara ef þið látið eins og þið séuð að skoða samband annars pars. ● Ræðið hversu stórt hlutverk kynlíf skipar í sambandi ykkar og hvaða áhrif mismiklu kynhvatirnar hafa. Reynið svo að finna út hvernig hægt sé að draga úr þessum áhrifum. T.d. ef öðrum aðilanum finnst skemmtilegt að stunda kynlíf á morgnana en hinn er hrifnari af kvöldunum þá hefur það óhjákvæmilega áhrif á hversu oft kynlíf er stundað. Þetta par þarf að ákveða í sameiningu tíma þar sem hægt er að stunda kynlíf og sjá til þess að þá hafi þau bæði næga orku. Að lokum, skoðið hvar ykkar helstu styrkleikar liggja í sam- bandinu. Það er mikilvægt að muna að hvaða leyti þið eigið vel saman og hvað gengur vel. Mismiklar kynhvatir Kynfræð- ingurinn Dr. Yvonne Kristín Fulbright kyn@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.