SunnudagsMogginn - 10.01.2010, Blaðsíða 41

SunnudagsMogginn - 10.01.2010, Blaðsíða 41
10. janúar 2010 41 Fyrir 5 Það borgar sig að gefa sér góðan tíma til að elda þennan lasanjarétt en ég ábyrgist að hann er fyrirhafnarinnar virði. Ætlið ykkur klukkutíma í und- irbúning og rúman klukkutíma í eldunina. Kryddlögur: 125 ml ólífuolía 2 matskeiðar rauðvínsedik 1 matskeið smátt saxaður ka- pers 1 matkskeið smátt söxuð steinselja 1 hvítlauksrif, smátt saxað 1 teskeið tómatmauk Salt og pipar Hráefni í réttinn: 1 rauð paprika, skorin í bita 1 stórt eggaldin, sneitt langs- um. Sneiðarnar eru saltaðar, þær látnar svitna vel, síðan skol- aðar vandlega og þurrkaðar 2 kúrbítar, sneiddir langsum í þunnar sneiðar 400 g sætar kartöflur, skræl- aðar og sneiddar langsum í þunnar sneiðar 6 tómatar, skornir í bita 375 g fersk lasönjublöð 90 g pestó 300 g mossarellaostur, skor- inn í þunnar sneiðar Ólífuolía 100 g rifinn parmesanostur 1. Stillið ofninn á 200 gráður. Hrærið saman kryddlöginn. 2. Setjið allt grænmetið í fat og hellið helmingnum af kryddleginum yfir. Bakið 15 mínútur í ofni. Takið fatið út út, hrærið í því, hellið af- ganginum af kryddleginum yfir og bakið í aðrar 15 mín- útur. 3. Raðið saman lasönjunni í smurt form í þessum lögum: I Pasta, kúrbítur, sætar kart- öflur, helmingurinn af pe- stóinu og helmingurinn af mossarellaostinum II Pasta, eggaldin og paprika III Pasta, tómatar, afgang- urinn af pestóinu og afgang- urinn af mosarellaostinum IV Pasta Penslið toppinn með ólífu- olíu og stráið parmesanost- inum yfir. Bakið í 20 - 30 mínútur eða þangað til past- að er til. Grænmetis- lasanja Þótt rík hefð sé fyrir því að borða makríl á Norðurlöndum hefur hann lítið verið notaður hérlendis í mat. Það virðist þó vera að breyt- ast því smábátasjómenn á Höfn í Hornafirði selja nú makríl til manneldis sem þeir veiða á handfæri á grunnslóðinni við Höfn. Makríl- inn flaka þeir síðan og heitreykja auk þess sem þeir framleiða makrílpaté úr flökunum. Bæði flökin og patéið henta vel sem álegg og er lostæti t.d. á rúgbrauð. Makrílafurðirnar voru þróaðar hjá Matarsmiðju Matís á Horna- firði þar sem Guðmundur Heiðar Gunnarsson er fagstjóri. Hann segir hafa vakað fyrir sjó- mönnunum að auka virði makrílsins með því að fullvinna hann sjálfir í stað þess að selja hann frosinn úr landi. Makríllinn er bæði holdmikill og feitur og hentar því vel til reyk- ingar. „Þetta hefur gengið mjög vel og ég held að þeir verði nálægt því að vinna allan sinn afla í ár í þetta,“ segir Guðmundur. „Enda er þessi afurð virkilega bragðgóð og áhuga- verð.“ Heitreykti makríllinn fæst á völdum stöðum, s.s. hjá bændamarkaði Frú Laugu, Búrinu og Melabúðinni. Freisting Frónbúans Heitreykta makrílkæfan er lostæti, t.d. með sveittuðum rauðlauk og grófu brauði. Ljósmynd/Halldór Halldórsson Heitreyktur makríll frá Höfn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.