SunnudagsMogginn - 10.01.2010, Side 41

SunnudagsMogginn - 10.01.2010, Side 41
10. janúar 2010 41 Fyrir 5 Það borgar sig að gefa sér góðan tíma til að elda þennan lasanjarétt en ég ábyrgist að hann er fyrirhafnarinnar virði. Ætlið ykkur klukkutíma í und- irbúning og rúman klukkutíma í eldunina. Kryddlögur: 125 ml ólífuolía 2 matskeiðar rauðvínsedik 1 matskeið smátt saxaður ka- pers 1 matkskeið smátt söxuð steinselja 1 hvítlauksrif, smátt saxað 1 teskeið tómatmauk Salt og pipar Hráefni í réttinn: 1 rauð paprika, skorin í bita 1 stórt eggaldin, sneitt langs- um. Sneiðarnar eru saltaðar, þær látnar svitna vel, síðan skol- aðar vandlega og þurrkaðar 2 kúrbítar, sneiddir langsum í þunnar sneiðar 400 g sætar kartöflur, skræl- aðar og sneiddar langsum í þunnar sneiðar 6 tómatar, skornir í bita 375 g fersk lasönjublöð 90 g pestó 300 g mossarellaostur, skor- inn í þunnar sneiðar Ólífuolía 100 g rifinn parmesanostur 1. Stillið ofninn á 200 gráður. Hrærið saman kryddlöginn. 2. Setjið allt grænmetið í fat og hellið helmingnum af kryddleginum yfir. Bakið 15 mínútur í ofni. Takið fatið út út, hrærið í því, hellið af- ganginum af kryddleginum yfir og bakið í aðrar 15 mín- útur. 3. Raðið saman lasönjunni í smurt form í þessum lögum: I Pasta, kúrbítur, sætar kart- öflur, helmingurinn af pe- stóinu og helmingurinn af mossarellaostinum II Pasta, eggaldin og paprika III Pasta, tómatar, afgang- urinn af pestóinu og afgang- urinn af mosarellaostinum IV Pasta Penslið toppinn með ólífu- olíu og stráið parmesanost- inum yfir. Bakið í 20 - 30 mínútur eða þangað til past- að er til. Grænmetis- lasanja Þótt rík hefð sé fyrir því að borða makríl á Norðurlöndum hefur hann lítið verið notaður hérlendis í mat. Það virðist þó vera að breyt- ast því smábátasjómenn á Höfn í Hornafirði selja nú makríl til manneldis sem þeir veiða á handfæri á grunnslóðinni við Höfn. Makríl- inn flaka þeir síðan og heitreykja auk þess sem þeir framleiða makrílpaté úr flökunum. Bæði flökin og patéið henta vel sem álegg og er lostæti t.d. á rúgbrauð. Makrílafurðirnar voru þróaðar hjá Matarsmiðju Matís á Horna- firði þar sem Guðmundur Heiðar Gunnarsson er fagstjóri. Hann segir hafa vakað fyrir sjó- mönnunum að auka virði makrílsins með því að fullvinna hann sjálfir í stað þess að selja hann frosinn úr landi. Makríllinn er bæði holdmikill og feitur og hentar því vel til reyk- ingar. „Þetta hefur gengið mjög vel og ég held að þeir verði nálægt því að vinna allan sinn afla í ár í þetta,“ segir Guðmundur. „Enda er þessi afurð virkilega bragðgóð og áhuga- verð.“ Heitreykti makríllinn fæst á völdum stöðum, s.s. hjá bændamarkaði Frú Laugu, Búrinu og Melabúðinni. Freisting Frónbúans Heitreykta makrílkæfan er lostæti, t.d. með sveittuðum rauðlauk og grófu brauði. Ljósmynd/Halldór Halldórsson Heitreyktur makríll frá Höfn

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.