SunnudagsMogginn - 10.01.2010, Blaðsíða 8

SunnudagsMogginn - 10.01.2010, Blaðsíða 8
8 10. janúar 2010 Í könnun vísindamannanna í Kings’ College svöruðu 1.804 breskar konur, 23 til 83 ára, margvíslegum spurningum. Í öll- um tilfellum var um að ræða tví- burasystur, sumar eineggja. Segist annar eineggja tvíburinn vera með G-blett ætti að vera lík- legra að hinn væri sama sinnis, að mati vísindamannanna, en þeir fullyrða að ekkert slíkt mynstur hafi komið í ljós. Því finnst þeim ólíklegt að G-bletturinn sé til. Þetta segja þeir þrátt fyrir að 56% kvennanna, sem tóku þátt í könnuninni, segist hafa fundið fyr- ir G-blettinum. Vísindamennirnir benda á að flestar séu þær í hópi hinna yngri og þeirra sem lifa fjör- ugu kynlífi. Beverly Whipple, þekktur kyn- fræðingur og heiðursprófessor í Rutgers-háskóla í New Jersey, hefur mikið fjallað um G-blettinn í gegnum tíðina í kjölfar rannsókna sinna. Hún telur niðurstöður Bret- anna ekki mikils virði því þeir hefðu ekki tekið með í reikning- inn mismunandi tækni sem beitt er við kynmök. Þá hafi tvíburar alla jafna ekki sama bólfélaga og reynsla þeirra í kynlífinu því mis- munandi. Reynslan misjöfn, segir bandarískur fræðingur Reuters G etur verið að G-bletturinn sé hugar- burður? Að þetta margumtalaða svæði í kynfærum kvenna, sem sagt er veita sérstaklega kynferðislega ánægju við örvun, sé ímyndun ein? Fréttir þess efnis, að vísindamenn hefðu komist að því að bletturinn væri að öllum líkindum alls ekki til, flugu um heimsbyggðina í vikunni, og ef ekki væri fyrir sögulega ákvörðun forseta lýð- veldisins, hefði málið jafnvel verið það mest rædda á kaffistofum landsmanna síðustu daga. Það voru vísindamenn við King’s College í London sem kváðu upp úr um það, að undan- genginni umfangsmikilli rannsókn að bletturinn – sem hingað til hefur verið talinn finnast í sumum konum en öðrum ekki – væri væntanlega ekki til. Ekki allir á sama máli „Konur kunna að halda því fram, að mögulegt sé að leiða G-blettinn í ljós með æfingum eða sér- stöku mataræði en í raun er allt að því vonlaust að finna nokkrar vísbendingar um hann,“ hafði dag- blaðið The Times eftir Tim Spector, vísindamann- inum sem stýrði könnuninni í King’s College. „Þetta er langstærsta könnunin, sem gerð hefur verið og hún sýnir fram á að G-bletturinn er að- eins til í hugum fólks,“ sagði Spector. Jóna Ingibjörg Jónsdóttir, kynfræðingur, gefur ekki mikið fyrir niðurstöðu Bretanna. Talar um „ekki-frétt“ sem muni væntanlega prentast inn í huga landsmanna á næstu mánuðum og árum og það sé rannsóknarefni í sjálfu sér hvernig hægt sé að fóðra almenning og fjölmiðla á slíkum fréttum. Jóna Ingibjörg, sem rekur Kynstur ráðgjafa- stofu og starfa sjálfstætt við kynlífsráðgjöf, al- menningsfræðslu og kennslu á sviði kynfræða, segir rannsóknina hvorki sanna né afsanna tilvist G-blettsins. Hún segir blettinum hafi í tímans rás verið eignaðir ýmsir eiginleikar og það séu vísindamennirnir við King’s College eru í raun- inni að segja. „Til dæmis hefur honum verið eign- aður sá eiginleiki að vera óvenjunæmt taugabúnt inni í leggöngunum og að allar konur ættu að finna það. Það er ekki svo. Hjá sumum konum eykur örvun á þetta svæði kynferðislega nautn, aðrar merkja engin áhrif og enn öðrum finnst örvun á G-blettinn beinlínis vond eða óþægileg.“ Kynfræðingurinn getur því hreint ekki tekið undir að G-bletturinn sé eitthvað sem konur hafi ímyndað sér. En spurningunni um það, hvort hægt sé að taka mark á niðurstöðum rannsókn- armannanna við King’s College, svarar hún á þann veg að rannsóknin sé hvorki rétt né röng. Kynsvörun er ekki einsleit Jóna Ingibjörg bendir á að í öðrum rannsóknum á kynsvörun kvenna, sem vísindamennirnir í King’s College virðist ekki hafa kynnt sér, sé bent á að kynsvörum kvenna sé ekki einsleit heldur margbreytileg. Hún fjallar meðal annars um þetta í bókinni Kynlíf – heilbrigði, ást og erótík sem kom út fyrir jólin. „Ég ræði einnig hvað það er at- hyglisvert hvað mörg lyfjafyrirtæki eru farin að kosta rannsóknir á þessu sviði og líklega er sá áhugi ekki af góðmennsku einni saman. Þessi frétt um að G-bletturinn sé ekki til hefur ólík áhrif á fólk. Fyrir örvæntingarfulla elskhuga sem hafa leitað lengi án árangurs kemur fréttin sér vel. Fyrir þær ástkonur sem hafa notið þess að láta gæla við svæði G-blettarins skiptir fréttin litlu. Þær halda vonandi bara áfram að njóta eigin upplifunar. Fyrir konur sem hafa haft áhyggjur af að vera eitthvað afbrigðilegar fyrst þær fíluðu ekki örvun á þetta svæði er fréttin af hinu góða. Svona mætti lengi telja. Og þessi frétt slær von- andi á hina áráttukenndu þráhyggju sem margir hafa fyrir fyrirbærinu fullnæging.“ Þegar öllu er á botninn hvolft, segir Jóna Ingi- björg, hafa konur í raun aðeins einn kynferðis- legan blett, heilann; það sé hugsunin sem gefi reynslunni raunverulega merkingu. Í stað þess að hafa áhyggjur af því hvort G- bletturinn sé ímyndun eða raunveruleiki ætti hver og ein kona og hennar elskhugar og ástkon- ur einfaldlega að njóta eigin kynlífsupplifunar, sama hver hún er og hvernig sem örvunin er fengin. G-blettur eða ekki, þar er efinn „Ekki-frétt“ að hann sé hugar- burður segir Jóna Ingibjörg Jóna Ingibjörg Jónsdóttir Morgunblaðið/Kristinn Vikuspegill Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Hvers vegna G? Hið margum- rædda, kynörvandi svæði, er kallað G-bletturinn vegna þess að það var þýski vísindamaðurinn Ernst Grä- fenberg sem telst hafa „fund- ið“ svæðið um miðja síðustu öld. Blettinn hafði reyndar borið á góma löngu áður en Þjóðverjinn var í það minnsta kosti fyrstur síðari tíma fræði- manna til þess að lýsa hon- um. Gräfenberg hlotnaðist frægð fyrir rannsóknir á kynfærum kvenna og varpaði ljósi á meintan blett í grein um hlutverk þvagrásarinnar í fullnægingunni. Það var reyndar ekki fyrr en 1981 sem kynfræð- ingarnir John D. Perry og Beverly Whipple notuðu fyrst þetta heiti, G-blettinn, til heiðurs þýska fræðimanninum. Gräfenberg, sem var gyðingur, fæddist árið 1881. Hann yfirgaf heimalandið árið 1940 vegna nasismans og settist að í New York í Bandaríkj- unum. Hann lést í New York árið 1957.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.