SunnudagsMogginn - 10.01.2010, Blaðsíða 32

SunnudagsMogginn - 10.01.2010, Blaðsíða 32
32 10. janúar 2010 Þ að væri hreint ekkert kvíð- vænlegt að verða gamall, ef maður gæti treyst því að verða sami fjörkálfurinn og Pinetop Perkins. Hann heitir réttu nafni Joseph Willi- am Perkins; kynnir sjálfan sig sem Joe Willie, og fæddist á Hopson plantekr- unni við Belzoni í Mississippi sumarið 1913. Í dag, 96 ára er hann enn að spila blús; ferðast um höf og lönd í píanó- mynstruðum sokkum, jaðigrænum jakkafötum, með hatt og staf. Pinetop Perkins er einhver virtasti tónlist- armaður Bandaríkjamanna í dag, og einn síðustu öldunganna sem sáðu fræj- um blústónlistarinnar við óseyrar Miss- issipifljóts á öndverðri 20. öld, sem enn lifa og enn spila. Jú, auðvitað er það hár aldur Pinetops sem fólk hlýtur að staldra við. Það er fátítt að 96 ára mús- íkantar séu svo fjörmiklir, að þeir hafi enn orku til tónleikaferðalaga og trylli fólk með tónlist Við urðum vitni að því á Blúshátíð í Reykjavík í vor; Pinetop kom og spilaði fyrir troðfullum sal á Hilton Reykjavík Nordica og margir urðu frá að hverfa. Kannski komu ein- hverjir til þess eins að sjá það undur að svo gamall maður gæti yfir höfuð spilað. Sá heiður sem Pinetop Perkins hefur hlotnast er þó fyrst og fremst fyrir tón- listina. Hann er píanóleikari, og þegar svo var komið að hann hafði fengið Bandarísku blúspíanistaverðlaunin sam- fellt frá árinu 1992 og þar með einokað þau, var ákveðið árið 2007 að hætta þeirri vitleysu, gefa öðrum tækifæri, en nefna verðlaunin þess í stað eftir þess- um þaulsetna verðlaunapíanista. Nú heita þau The Pinetop Perkins Piano Player of the Year Awards. Hinir pían- istarnir gátu tekið gleði sína á ný. Gítarleikari í fyrsta lífi Pinetop Perkins dreymdi um að verða gítarleikari og árið 1927 var hann farinn að spila á búllum og í partíum á heima- slóðunum. Hann var fátækur landbún- aðarverkamaður í Mississippi og tónlist- in var það sem beið hans þegar vinnudegi lauk. Þá var það einhvern tíma upp úr 1940 að hann slasaðist al- varlega á vinstri hönd þegar kona á bar stakk hnífi í handlegg hans og hann varð að leggja gítarnum. Þá var atlagan tekin að píanóinu, auðvitað kom ekki til greina að hætta að spila. Á fimmta ára- tugnum kom hann fram með vini sínum Sonny Boy Williamson og í þrjú ár komu þeir reglulega fram í King Biscuit Time útvarpsþáttunum handan árinnar í Helena, Arkansas. Joe Willie Perkins var um það bil að verða stórt nafn í blús- tónlistinni og eftirsóttur; á fimmta ára- tugnum var hann farinn að spila með mönnum eins og B.B. King, Robert Nig- hthawk og Earl Hooker. Það var með þeim síðastnefnda að hann hljóðritaði lag eftir Pinetop Smith, sem hét Pinetop’s Boogie Woogie. Lagið varð gríðarlega vinsælt, og einhvern veginn æxlaðist það þannig að um leið festist nafn lagsins við okkar mann, Pinetop skyldi listamaðurinn heita, meistari búgívúgí píanósins. Annað líf og frægð í Chicago Eins og svo margir aðrir, fluttist Pinetop Perkins úr fátæktinni í suðrinu til Chic- Lífseiga ljúf- mennið Pine- top Perkins Hann var stunginn í handlegginn, lifði af fátækt, varð fyrir lest, lærði aldrei að lesa, er búinn að reykja í 88 ár og lifa tímana – ja, minnsta kosti ferna. Pinetop Perkins er 96 ára blúsmaður, enn að spila, gefa út plötur og plana tónleikaferðalög. Bergþóra Jónsdóttir begga@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.