SunnudagsMogginn - 10.01.2010, Blaðsíða 33

SunnudagsMogginn - 10.01.2010, Blaðsíða 33
10. janúar 2010 33 „Are you my big fat mama?“ spyr Pineop Perkins og horfir blíðum, stórum augum á mig. Hann er nýsestur að morgunverði á Hilton Reykjavík Nordica, nýkominn til Íslands til að spila á Blúshátíð í Reykjavík. Maður er auðvitað ekki vanur því að svara spurningunni hvort maður sé stóra, mjúka stelpan einhvers, en öldungurinn góðlegi bjargar mér úr klíp- unni með því að bæta strax við: „You know honey, I once did a song about you, and they liked it. Where’s your husband?“ Ég átti eftir að komast að því, að Pinetop spyr allar konur sem hann hittir, hvar eiginmaðurinn sé; þarna var ekki um að villast að einhvern tíma hafði þessi sæti maður verið mikill kvennaljómi og hann lét ekki sitt eftir liggja með daðrinu. Það er óneitanlega sérstakt að hitta mann með allt þetta langa líf og alla þessa miklu sögu á bakinu. Sá burður hefur ekki bugað hann, þótt hann gangi við staf og notist við hjólastól þegar mest á reynir. Hann hefur haft þetta af með meiri sóma en flestir aðrir, jafnvel þótt hann hafi aldrei lært að lesa og sé í dag ólæs og óskrifandi. Þetta með mörg líf Pinetops er reyndar svo sérstakt að ég held að lækna- vísindunum þætti fengur að því að rannsaka hann. Látum vera að hann hafi orðið fyrir stunguárás og orðið að hætta að spila á gítar. Það er eiginlega óskiljanlegt hvernig hann lifði slys af, fyrir nokkrum árum 91 árs gamall. Hann var að keyra bílinn sinn í Indiana ríki, og ekki vildi betur til en svo að lest ók á bílinn og gjöreyðilagði, en upp úr járnhrúgunni reis Pintop Perkins nánast ómeiddur. Það hefði verið auðvelt þá að láta þetta gott heita og draga sig í hlé frá sviðsljósinu, en það gerði hann auðvitað ekki. Pinetop var kominn á gamalsaldur þegar hann hætti að bragða áfengi, en hann langaði til að lifa lengur og spila meira, og þess vegna hætti hann. Á Ís- landi fúlsaði hann við guðdómlegum mat meistarakokkanna á Vox; hann vildi bara ostborgara frá McDonalds; með frönskum og sósu. Snilldarkokk- arnir brugðu á það ráð að matbúa sérstaka „Pinetop Perkins“ hamborgara, og honum þótti þeir mjög góðir. En Pinetop hætti ekki að reykja. Nú er hann búinn að reykja samfellt í 88 ár án þess að kenna sér meins. Í Austin í Texas, þar sem hann býr í dag, er opinbert reykingabann, og um tíma leit út fyrir að Pinetop yrði að hætta að spila á Nuno barnum á sjötta stræti þar sem hann var aufúsugestur. Með borgarstjórann í aðdáendahópnum var gefin út sérstök reglugerð með reyk- ingabanninu með sértæku ákvæði, Pinetop Perkins ákvæðinu, sem segir að sé fólk búið að reykja í meir en 80 ár, megi það reykja á sérstökum stöðum. Núna á Pinetop merkt borð á Nunos og þegar hann er ekki að túra, kemur hann þangað minnsta kosti tvisvar í viku til að spila, selja plötur og hitta fólk – og má reykja. Það var engu líkt að upplifa og heyra þennan mann spila. Og þótt hann virðist gamall og lúinn að burðum við fyrstu sýn, þá verður hann ungur þeg- ar hann sest á píanóbekkinn. Það vantar ekkert á skerpuna í rytmanum þótt aldurinn sé hár, og spilagleðin stafar af honum, eldfjörug og bráðsmitandi. Hvar er maðurinn þinn? ago, þar sem lifibrauðið var vænlegra og tækifærin fleiri. Það var einmitt á Hop- son plantekrunni, bænum hans, sem fyrsta bómullartínsluvélin var tekin í notkun og í kjölfarið misstu þeir vinn- una sem höfðu unnið það starf með ber- um höndum. Leið margra lá norður á bóginn. Blúsmennirnir frá Mississippi þróuðu með sér nýjan stíl, þegar gítar var stungið í samband við rafmagn; Chigago blúsinn varð óhemju vinsæll og hafði gríðarleg áhrif á þróun rokk- tónlistarinnar. Æskan elskaði rafmagn- aða sándið og tónlistarmenn sem byggðu nýtt rokk á blús, eins og Jimi Hendrix í Bandaríkjunum, Eric Clapton, hljómsveitirnar Rolling Stones, Led Zeppelin og fleiri, gjörbyltu þeirri tón- list sem áður hafði kallast rokk og ról. Frægð og frami Pinetops Perkins voru innsigluð í Chicago, þegar hann settist á píanóbekkinn í sögufrægri hljómsveit Muddy Waters árið 1969, þar sem hann sat í þau tólf ár er hljómsveitin var á hátindi frægðar sinnar. Muddy Waters var jafnaldri Pinetops, en þarna, um 1980 var Muddy orðinn lúinn að þreki og kröftum meðan Pine- top og aðrir í hljómsveitinni vildu um- fram allt spila meira og oftar. Pinetop og félagar hans í hljómsveitinni sögðu skil- ið við Muddy Waters og stofnuðu eigin hljómsveit, The Legendary Blues Band, en Muddy Waters dó fáum árum síðar. Pinetop Perkins naut þess heiðurs að vera í metum sem einn besti píanóleik- ari blústónlistarinnar. Samt fór það nú svo, að á níunda áratugnum, þegar Pinetop fór að reskjast, orðinn sjötugur að frægðarljóminn skein ekki eins skært og áður. Dægurtónlistin var plássfrek og margir af þessari fyrstu kynslóð blús- manna frá Mississippi að hverfa af sjón- arsviðinu. Engan grunaði þá hve mörg líf Pinetop Perksins átti uppi í erminni. Hann sagði skilið við Legendary Blues Band í bili, hafði alla tíð verið í hlið- arsætinu í þeim hljómsveitum sem hann hafði spilað með, og vildi nú láta á það reyna að hefja sólóferil og vera front- maður. Hann gaf út fína plötu, After Hours árið 1988, en svo leið og beið. Þriðja líf með lærisveinum Þá var það árið 1990 að Pinetop Perkins fékk óvænta heimsókn úr óvæntri átt. Íslenskir tónlistarmenn sem langaði að spila blús fóru til Chicago í leit að Chic- ago-sándinu í blúsnum. Og þar var Pinetop Perkins enn að leita að leiðinni til nýs lífs í tónlistinni. Öðlingurinn frá Mississippi sem átti þá fátt annað en lífsneistann og óslökkvandi þrá til að spila hefur líklega séð það sama í unga fólkinu frá Íslandi, Vinum Dóra, sem komnir voru þennan langa veg til að læra af meisturunum. Árið 1992 kom út platan Pinetop Perkins with the Blue Ice Band, eins og Vinir Dóra kölluðu sig í Ameríku, og þar var meistarinn að sjálfsögðu í forgrunni. Platan var hljóðrituð á Púlsinum árið áður, á tónleikaferðalagi Pinetops, munnhörpuleikarans Chicago Beau og Vina Dóra hér heima og gefin út á Ís- landi. Þá var Púlsinn, sem Jóhann G. Jó- hannsson rak heitasti staður blúsins í borginni. Platan seldist fljótt upp og fyrir fáum árum gengu notuð eintök af henni á 100 dollara á vef eBay og bíræfnir þjófar gáfu hana út í sjóræningjaútgáfu. Pine- top og Vinir Dóra, eða Blue Ice bandið komu aftur heim sumarið 1992 í tón- leikaferð og til að fylgja plötunni eftir og gerð var heimildamynd um ferðina. Árni Matthíasson skrifaði um plötuna og sagði þá meðal annars: „Pinetop Perkins hefur ekki sent frá sér margar sólóskífur þrátt fyrir áratuga spilirí og það hefur sjálfsagt sitt að segja með að hann skuli ekki talinn með þeim helstu í blússögunni. Hans framlag er þó allrar athygli vert og títtnefndur diskur er skemmtileg eign öllum þeim sem gaman hafa af góðri tónlist.“ Upprisa til fjórða lífs Á þessum tíma voru margir búnir að af- skrifa Pinetop Perkins. Hann var jú rétt að verða áttræður og tæpast talinn lík- legur til frekari stórræða. En gamlan blúshund skyldi enginn kveðja fyrr en í gröfina er kominn. Á árunum með Vinum Dóra kviknaði glóðin að nýju og árið 1992 markaði enn á ný tímamót á ferli Pinetops. Síðar það ár gaf hann út plötuna On Top og svo hverja plötuna á fætur annarri, nánast eina á ári allt til dagsins í dag. Allar hafa þær fengið frábæra dóma og Pinetop fyrir vikið hreppt Bandarísku blúsverð- launin sem fyrr segir, jafn oft. Árið 2005 hlaut hann Grammyverðlaunin fyrir ævistarfið og í fyrra, þá 95 ára fékk hann Grammyverðlaunin fyrir bestu blúsplötu ársins, Last of the Great Miss- issippi Delta Bluesmen: Live In Dallas, þar sem hann spilaði með David Ho- neyboy Edwards og fleirum. Hann á líka sæti í Frægðarhöll blústónlistarinnar. Nýlega bárust fréttir af því að Pinetop væri nýkominn úr stúdíói, þar sem hann var að hljóðrita nýja plötu sem kemur út í vor, og fáum dögum seinna barst önnur frétt um tónleikaferðir hans á þessu ári. Hann er enn í fullu fjöri og er enn í hópi þeirra bestu. Platan seldist fljótt upp og fyrir fáum árum gengu notuð eintök af henni á 100 dollara á vef eBay og bíræfnir þjófar gáfu hana út í sjóræningja- útgáfu. Morgubnblaði/Árni Sæberg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.