SunnudagsMogginn - 14.03.2010, Blaðsíða 8

SunnudagsMogginn - 14.03.2010, Blaðsíða 8
8 14. mars 2010 „Hér ríkir neyðarástand og allir verða að gera sér grein fyrir því.“ Georgios Papandreou, forsætisráðherra Grikk- lands, 21. október 2009. „Í fyrsta skipti síðan 1974 ógnar þráteflið í ríkisfjár- málum fullveldi okkar.“ Papandreou, 9. desember 2009. „Þið skuldið okkur 70 milljarða fyrir rústirnar, sem þið skilduð eftir ykkur.“ Nikitas Kaklamanis, borgarstjóri Aþenu, vísar til hernáms Þýskalands á Grikklandi í seinni heims- styrjöld í ummælum 23. febrúar 2010. „Við búum í dag við stríðsástand.“ Papandreou kvaðst 2. mars óttast að við Grikk- landi blasti „martröð gjaldþrots þar sem ríkið gæti hvorki greitt laun né eftirlaun“. „Ég vil ekki að komið sé fram við Grikkland eins og krabbamein.“ Gríska söngkonan Nana Mouskouri sagði 3. mars að hún myndi láta eftirlaun sín frá Evrópuþinginu renna til gríska ríkisins. „Að yfirgefa evrusvæðið er fráleit tilgáta.“ Jean-Claude Trichet, forseti Seðlabanka Evrópu, 4. mars. „Þið viljið stríð, þið fáið það!“ Borði í mótmælum vegna fyrirhugaðs nið- urskurðar í Grikklandi 4. mars. „Papandreou sagðist ekki vilja eitt sent – í öllu falli ætlar þýska stjórnin ekki að gefa eitt sent.“ Rainer Bruderle, viðskiptaráðherra Þýskalands, 5. mars. Samantekt: AFP Við búum í dag við stríðsástand Papandreou í þungum þönkum í Bandaríkjaheimsókn. Þ ótt Grikkir hafi boðað aðhalds- aðgerðir í fjármálum er vandi þeirra langt frá því að vera leystur og þrýst- ingurinn á evruna heldur áfram. Í Evrópu hafa ráðamenn veist að spákaup- mönnum fyrir að veðja gegn evrunni, en þeir horfa fram hjá því að allt frá því að hinn sam- eiginlegi gjaldmiðill var tekinn upp hafa aðild- arríkin reynt að svindla á og komast fram hjá hinum ströngu aðildarskilyrðum. Í raun má segja að hinn íslenski hugsunarháttur hafi ráðið ríkjum og menn hafi sagt: Þetta reddast. Spá- kaupmennirnir nýta sér þá veikleika, sem þessi hegðun hefur leitt af sér. Þegar aðhaldsaðgerðir Grikkja voru kynntar fyrir rúmri viku barst lof úr ýmsum áttum. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hrósaði grískum stjórnvöldum. Hún sagði að þau hefðu á undraverðum tíma sett saman áætlun um trú- verðugar aðgerðir og „stöðugleiki evrusvæð- isins væri tryggður“. Georgios Papandreou, forsætisráðherra Grikklands, þakkaði pent og ítrekaði að hann hefði ekki beðið um fjárhags- lega hjálp. Áætlanirnar eru hins vegar ekki vin- sælar heima fyrir. Á fimmtudag skall á allsherj- arverkfall öðru sinni á tveimur vikum. Meðal þess, sem fer fyrir brjóstið á verkfallsmönnum, eru fyrirætlanir um að hækka meðaleft- irlaunaaldur úr 61 ári upp í 63 ár á næstu fimm árum. Hinn lági eftirlaunaaldur er hins vegar ein ástæðan fyrir því að almenningi í öðrum evruríkjum, les: Þýskalandi, hugnast ekki að niðurgreiða skuldir Grikkja. Þýskir skattborg- arar vilja ekki senda peninga til Grikklands til að Grikkir komist á eftirlaun fyrr en þeir sjálfir. Amadeu Altafaj, talsmaður framkvæmda- stjórnar Evrópusambandsins í efnahagsmálum, sagði að Evrópusambandið hefði bolmagn til að hjálpa Grikkjum „á morgun“ yrði það talið nauðsynlegt. Það væri hins vegar ekki talið nauðsynlegt á þessari stundu. Annað mál er hins vegar ef skuldatryggingarálagið verður svo hátt að fjárfestar þora ekki lengur að líta við grískum ríkisskuldabréfum. Þá munu Grikkir þurfa hjálp og spurning hvort hægt verði að tryggja stöðugleika evrusvæðisins. Sligandi skuldir Skuldir gríska ríkisins eru 300 milljarðar evra (52,3 billjónir króna). Áður en maí er á enda munu 20,5 milljarðar evra (3,5 billjónir króna) gjaldfalla á gríska ríkið. Reyndar er staða þeirra fimm evruríkja, sem eiga í mesta baslinu, ekki öfundsverð. Samtals eiga 404,6 milljarðar evra (70,5 billjónir króna) eftir að gjaldfalla á Portúgal, Ítalíu, Írland, Grikkland og Spán (farið er að nota skammstöf- unina PIIGS um þessi lönd) á þessu ári. Gjald- þrot eins þeirra hefði keðjuverkandi áhrif á öll hin löndin á evrusvæðinu og gæti á endanum skaðað lánstraust Þýskalands, svo vitnað sé til Thomasar Mayers hjá Deutsche Bank. Aðgerðir gegn spákaupmönnum hafa verið í umræðunni vegna áhlaupsins á evruna. Pap- andreou tók málið upp þegar hann var í Banda- ríkjunum í vikunni og sagði að Barack Obama forseti hefði tekið vel í evrópskar áætlanir um að hrinda áhlaupi spákaupmannanna. Bandaríska dómsmálaráðuneytið rannsakar nú hvort það hafi verið samantekin ráð nokk- urra fjármálastofnana að gera áhlaup á evruna, en það telst ólöglegt. Undir grun liggur meðal annars George Soros, sem 1992 varð moldríkur af því að gera atlögu að sterlingspundinu svo hrikti í stoðum bresks fjármálakerfis. Breskir og bandarískir fjölmiðlar hafa einnig verið vændir um að tala evruna markvisst nið- ur. Til marks um það þykir að bresk dagblöð héldu því fram að verið væri að íhuga hugmynd um að bankar og opinberar stofnanir veittu Grikkjum stórt lán þótt það hefði verið slegið út af borðinu í Berlín og stjórnvöld þar hefðu komið því á framfæri við viðkomandi blöð. Þegar Grikkir kynntu aðhaldsaðgerðirnar var tvennt gert. Hótað var að frysta spákaup- mennsku með afleiður og látið var berast að svo gæti farið að evrópski seðlabankinn myndi veita einkareknu matsfyrirtækjunum sam- keppni með eigin mati á lánshæfi ríkja. Þótti mat Moody’s á sparnaðaraðgerðum Grikkja óvenju lofsamlegt. Þetta var sigur í ímynd- arorrustunni, en á endanum þarf að taka á und- irliggjandi veikleikum eigi evran að lifa af. Lifir evran af? Vandi Grikkja afhjúpar veikleika evrusvæðisins Grísk óeirðalögregla handtekur þátttakanda í mótmælum í Aþenu gegn niðurskurðaráformum grískra stjórnvalda. ReutersVikuspegill Karl Blöndal kbl@mbl.is Samkvæmt skilmál- unum um aðild að evrusvæðinu má halli á rekstri ríkissjóðs ekki fara yfir 3% af vergri þjóðarfram- leiðslu. Grikkjum hef- ur einu sinni tekist að ná því. Þá bættu þeir vændi, svörtum við- skiptum og veð- málum við tölfræðina þannig að þjóð- arframleiðsla jókst um 25% árið 2006 og fjárlagahallinn mæld- ist 2,9% af þjóð- arframleiðslu. Grískir talnaleikir Ka t t a s ýn i ng Kyn j aka t t a Kettir velja Sýningin verður haldin 13. og 14. mars 2010 í Miðhrauni 2, Garðabæ Nánari uppl. á www.kynjakettir.is Ýmis tilboð á gæludýravörum Sýningin er opin frá kl.10 - 17.00 báða dagana
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.