SunnudagsMogginn - 14.03.2010, Síða 28

SunnudagsMogginn - 14.03.2010, Síða 28
28 14. mars 2010 F arðu nú að hætta að geifla þig, þetta er orðið fínt! En Gráni gamli hélt áfram og geiflaði sig á alla kanta. Gráni var gamall færeyskur hestur. Ég var á ferð í Fugley og hafði gengið yfir fjall- veginn að Hattarvík, gamall maður var að dunda sér í jarðvinnu bak við kirkjuna og var að fara að gefa kind- unum sínum. Við spjölluðum saman dágóða stund og vel fór á með okkur. Ég held að ég hafi aldrei hitt Færeying sem er með leiðindi. Færeyingar eru frábært fólk og bestu vinir Íslendinga. Gamli maðurinn rölti síðan inn til sín að sækja sólgleraugu, það var svo bjart, og við Gráni gamli spjölluðum saman á meðan. Ég var með ópal í vasanum og Gráni gamli vildi fá líka, stakk hausnum ofan í vasann á úlpunni minni og fékk sér sjálfur. Við smjöttuðum á ópalinu og það festist í tönnunum á Grána. Hann geiflaði sig í allar áttir og reyndi að losna við ópalið úr tönnunum. Ég veit ekki hvort hestar mega borða ópal. Þegar hestur geiflar sig svona virkar það á ljósmynd eins og hann sé að hlæja. Ég stóð í sömu sporunum og myndaði hestinn. Hann horfði á skófluna og kíkti svo á jarðraskið og hló að öllu saman eins og verið væri að gera eitthvað fáránlegt. Ég skemmti mér konunglega og sá fyrir mér myndaröð, en gamanið kárnaði fljótt því Gráni gamli hætti alls ekkert að hlæja og nú var stutt í að gamli maðurinn kæmi út aftur. Það yrði hálfneyðarlegt fyrir mig að útskýra af hverju hesturinn væri að geifla sig. Ég reyndi að ná ópal- inu úr tönninni á Grána. Stakk hendinni upp í hann en hann vildi ekki leyfa mér að taka það. Það voru að renna á mig tvær grímur því nú sá ég hvar gamli maðurinn nálgaðist okkur á hægu rölti, ég tróð grasi upp í Grána og vonaði að ópalið losnaði. Allt kom fyrir ekki. Gamli maðurinn kom til mín og sagði mér sögur frá Færeyjum, hesturinn hló og geiflaði sig áfram og ég var eiginlega tilbúinn að útskýra fyrir gamla manninum af hverju hann léti svona. Hann horfði á hestinn sem geifl- aðist til og frá en tók ekki eftir neinu. „Ég fann ekki sól- gleraugun mín,“ sagði hann síðan. „Þannig að ég er með þessi gulu barnasólgleraugu úr plasti. Ég var nefnilega í augnaðgerð og sé eiginlega ekkert.“ Mér létti stórlega og við röltum að litlum kofa þar sem hann dró fram hvíta fötu með einhverju korni. Mokaði aðeins ofan af korninu, þar var handfang sem hann lyfti upp og undir lokinu dró hann upp vínflösku og opnaði. „Skalt tuu hafa einn?“ spurði hann. Nei, takk, ég drekk eiginlega aldrei. Sama og þegið. „Systir mín vill ekki að ég fái mér snafs þannig að ég fel bara flöskuna hér ofan í fóðurbætinum,“ sagði hann og glotti. Það var svipaður prakkarasvipur á gamla manninum og hestinum! Ég var í þorpinu í fimm daga og rölti við hjá þeim gamla á hverjum degi. Það var alltaf gaman að hitta hann og hlusta á sögurnar. Ég fékk mér snafs hjá honum á þriðja degi – vildi ekki móðga hann – og spurði hvort ég mætti ekki taka af honum mynd. „Jú, tað er sko í lagi,“ svaraði hann. „Ég held ég sé betri vinstra megin.“ Það eru liðin um sextán ár síðan ég tók þessar myndir. Gamli maðurinn var rúmlega átt- ræður og mér fannst eins og hann mundi lifa að eilífu. Svo sprækur var hann. Talandi hestur í Færeyjum Fyrir sextán árum hitti ég öð- lingana Grána gamla og aldr- aðan eiganda hans í Fugley. Ætli hestar megi annars fá ópal? Sagan bak við myndina Ragnar Axelsson rax@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.