SunnudagsMogginn - 14.03.2010, Blaðsíða 27

SunnudagsMogginn - 14.03.2010, Blaðsíða 27
14. mars 2010 27 Þ að er léttur andi og skemmti- legur í þessum hópi og það þyk- ir okkur mest um vert. Gleðinni fylgir lífskraftur,“ segja þeir Sigurður Sigurðarson dýralæknir og Guð- jón Kristinsson lífskúnstner en þeir fé- lagarnir tóku sig til og stofnuðu nýtt kvæðamannafélag, Árgala. Félagið er til húsa í skemmu Guðjóns í Árbæ í Ölfusi og það er hugsað fyrir fólk sem er búsett á Árborgarsvæðinu og í nærsveitum. „Okkur þótti vænlegt að stofna útibú eða dótturfélag Kvæðamannafélagsins Ið- unnar, til að auðvelda fólki hér á þessu svæði sem hefur áhuga á kveðskap og vísnagerð, að koma saman á æfingar og fundi. Það dregur mjög úr fólki að þurfa að keyra alla leið suður til Reykjavíkur. Við höfðum heyrt af miklum áhuga manna hér á svæðinu sem langaði að vera með í félagsskap kvæðamanna, svo það lá beint við að stofna Árgala. Árgali er gam- alt orð og þýðir skáld, frumkvöðull, sá sem vekur menn til athafna eða hani sá sem fer snemma á fætur og galar,“ segir Sigurður sem er varaformaður en Guðjón er formaður. Níu ára piltur steig á svið og kvað fullum hálsi „Á stofnfundinn síðastliðinn mánudag mættu rúmlega fjörutíu manns, sem var meira en okkur óraði fyrir, og þetta var skemmtilega blandaður hópur, fólk af báðum kynjum og á öllum aldri. Tveir voru undir fermingu, annar þeirra, Hrafn Erlingsson, níu ára, hóf kveðskapinn með því að stíga á stokk og kveða fallega um huldukonuna uppi í háa hamrinum. Hann kvað fullum hálsi með miklum sóma og var hvergi banginn,“ segir Sigurður sem leggur áherslu á að kenna þurfi ungu kynslóðinni að kveða. „Þessi fyrsti fundur var skemmtilegur, fólk sat á trébekkjum í hráu umhverfi skemmunnar og svo kváðum við saman, kenndum þrjár stemmur. Seinna gekk tómur blómapottur milli manna þar sem hægt var að setja í vísur, en það er ekki síður ástæða fyrir hagmælt fólk að ganga til liðs við Árgala sem og það fólk sem hefur áhuga á vísum og vísnagerð.“ Allir velkomnir, hvaðan sem þeir eru af landinu Þeir félagar segja sérlega ánægjulegt hvað fólk hafi komið víða að á stofnfundinn. „Einn kom alla leið austan úr Holtum í Rangárvallasýslu og annar úr Reykjavík, en margir voru frá Selfossi og svo voru einhverjir frá Eyrarbakka, Hveragerði, Villingaholtshreppi, Hrunamannahreppi og Biskupstungum. Hingað eru allir vel- komnir, hvaðan sem þeir koma af land- inu. Við vitum að sumir leggja ekki í að koma þó að þeir hafi áhuga af því að þeir halda að þeir kunni ekkert að kveða, en þetta fólk á einmitt erindi til okkar af því að það getur lært að kveða með því að sækja fundina.“ Þeir leituðu ekki langt yfir skammt eftir fólki til starfa í stjórn félagsins. Ná- grannakona Guðjóns, Hildur Há- konardóttir á Straumum er ritari og mað- ur hennar Þór Vigfússon var fundarstjóri. „Þór stjórnaði samkomunni með mikl- um snöfurleika og fimi. Hann var ekki með neinar málalengingar, heldur til- kynnti að stofnun félagsins væri úthugsuð og umræður óþarfar. Hlutir voru bornir fram til samþykktar og það gekk vel.“ Vonumst til að áhugi á kveðskap dreifist austur fyrir Þeir segja að mörg þeirra kvæðamanna- félaga sem hafi verið stofnuð í gegnum tíðina hér og þar um landið, hafi lognast út af. „Nema á Vatnsnesi, þar lifir kvæða- mannafélagið Vatnsnesingur góðu lífi. Og það er sérstaklega ánægjulegt vegna þess að nokkrir Vatnsnesingar stofnuðu Iðunni á sínum tíma. Í framhaldi af stofnun Ár- gala vonumst við auðvitað til að áhugi á kveðskap dreifist austur fyrir og við höldum því á lofti að fyrsti formaður Ið- unnar var héðan úr nágrenninu, Flóa- maðurinn Kjartan Ólafsson á Dís- arstöðum. Kjartan hafði yndislega fallega rödd og það eru til margar upptökur með honum að kveða,“ segir Sigurður og brestur fyrirvaralaust í stemmu sem Kjartan kvað forðum við vísu Jóns Þor- steinssonar frá Arnarvatni: Ef hann fer í austanbyl, yfir hús og grundir, þá er skárra að skömminni til að skíta vestanundir. Strandamaður kvað í skafli sér til hita og lífs „Við viljum viðhalda þessari gömlu kúnst að kveða. Við viljum leggja okkar af mörkum til að þjóðararfurinn lifi. Það skiptir miklu máli. Kveðskapur hefur meira að segja stundum bjargað manns- lífum,“ fullyrðir Guðjón og því til stað- festingar segir hann sögu af Jóa á Kross- nesi sem var ágætur kvæðamaður. „Hann lenti einhverju sinni í aftaka- veðri á Trékyllisheiði og þurfti að grafa sig í fönn á háheiðinni þegar norðanbálið var orðið allsvakalegt. Hann kvað sleitulaust í skaflinum alla nóttina, sér til hita og lífs.“ Karlinn fékk náttúruna þegar hann datt ofan af þaki Og þegar Guðjón er á annað borð farinn að segja sögur, þá er ekki svo gott að stoppa hann. Þær flæða fram eins og foss. Hann segir einhverja Strandamenn hafa snúið Passíusálmunum upp í níðvís- ur og fer með eina svo svakalega að hún verður ekki höfð eftir hér á opinberum vettvangi. En vel krydduð sagan af ljóta barninu ætti að sleppa. „Það var sveinbarn í einhverri af ná- grannasveitum mínum sem var svo ljótt að þegar fólk leit í vögguna þá hrökk það frá með óhljóðum. Drengurinn varð alveg herfilega ljótur líka sem fullorðinn mað- ur. Það var engu líkara en honum hefði verið dýft ofan í sjóðandi keytu eða lýsi. Og það merkilega var að hann fékk ekki náttúruna fyrr en hann datt ofan af þaki. Þá hrökk niður í hann.“ Sigurður þekkir aftur á móti mann sem var afskaplega fallegt barn en nú er hann hverjum manni ljótari. Veltu honum upp úr pollinum þar til hann var þurr „Það versta sem hægt var að segja um mann í næstu sveitum við mína, var að hann væri meltingur. Ef mönnum varð sundurorða í minni sveit og kölluðu hvor annan melting, þá var það ávísun á mikil slagsmál. Meltingur er lamb sem soðnar inni í móðurlífi á kind og verður að ógeðslegum graut,“ segir Guðjón og hlær. Þetta eru miklir sagnamenn, Guðjón og Sigurður og í lokin er vert að gefa Sigurði orðið þar sem hann segir sögu af manni nokkrum í nágrenninu, en hann þótti nokkuð stríðinn með víni: „Hann bankaði upp á hjá vini sínum en sá hafði skegg svo mikið sem allsherj- argoði. Þegar hann kom til dyra þreif vin- ur hans í skeggið og sneri hann niður og velti honum upp úr polli á hlaðinu. Aum- ingja maðurinn hrópaði á hjálp og þá kom fóstursonur hans og tók í lappirnar á ger- andanum og náði honum undir sig. Svo veltu þeir honum upp úr pollinum þar til hann var þurr. Aftur á móti var ekki þurr þráður á karlinum. Þá voru þeir í vandræðum með hvernig þeir ættu að halda áfram því þeir voru óvanir vígaferlum. En út kom kerling ein á bænum með fullan hlandkopp og skvetti framan í hann. Í stað þess að taka andköf og fara að gráta skellti hann upp úr og sagði: „Ekki er gott úr ykkur hlandið frekar en annað sem frá ykkur kemur.“ Árgali kemur saman annan mánudag í hverjum mánuði, í skemmunni í Árbæ í Ölfusi, til að kveða, setja saman vísur og skemmta sér. Kvæðamenn Guðjón og Sigurður kunna vel við sig í félagsskap magnaðra hausa sem Guðjón hefur höggvið út í rekavið af Ströndum og hanga uppi í skemmunni góðu þar sem Árgali kemur saman. Morgunblaðið/Golli Árgali er kátra manna félag Þeim er mikið kapps- mál að halda kveðskap á lofti og þeir vilja hafa gleðina við völd. Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.