SunnudagsMogginn - 14.03.2010, Blaðsíða 41

SunnudagsMogginn - 14.03.2010, Blaðsíða 41
14. mars 2010 41 Fjölbreytt krydd eru mest ein- kennandi fyrir indverskan mat. Réttirnir verða bragðmeiri ef kryddið er malað jafnóðum en ef notað er tilbúið duft. Morgunblaðið/Golli Kjúklingur í tikka masala sósu 500-700 g kjúklingabringur skornar í 2,5 cm bita 2 tsk hvítlauksengifermauk (2,5 cm engifer, 3 hvítlauksrif 1 tsk salt, maukað saman) 1 dós hrein jógúrt 1 msk ferskur kóríander ¼ tsk chiliduft ¼ tsk túrmerik 1 tsk garam masala Gróft salt Blandið öllu saman sem á að fara í maríner- inguna og setjið kjúklinginn saman við. Mar- ínerið yfir nótt í ísskáp. Tikka masala sósa: 4 msk olía 1 stór laukur skorinn mjög smátt 2 tsk hvítlauksengifermauk ½ tsk túrmerik ¼ tsk chilli duft 1 tsk kóríanderduft (eða möluð kórían- derfræ) 1 tsk cuminduft (eða malað cumin) 2 dl tómatpassata (eða 1 tsk tómatpurre og 200 g tómatar) 2 dl vatn Gróft salt og svartur pipar ½ dós kókosmjólk (eða 1 dl rjómi) Svissið laukinn í olíunni við lágan hita í um 5 mín. Bætið hvítlauksengifermaukinu saman við og því næst kryddum. Bætið tóm- atpassata og vatni saman við og látið sjóða í 15-20 mín. Bætið kókosmjólk (rjóma) saman við og saltið að smekk. Grillið eða bakið kjúk- linginn þar til hann er tilbúinn. Hellið heitri sósunni yfir og skreytið með garam masala og ferskum kóríander. Gulrótarpilaff 2 msk olía 1 laukur, smátt skorinn 1 kanilstöng 4 kardimommur 1 lárviðarlauf 1 tsk möluð cuminfræ 2 gulrætur, gróft rifnar Salt 200 g basmati grjón sem hafa verið látin liggja í bleyti í 30 mín 2 dl heitt vatn 1 msk sítrónusafi Hitið olíuna á pönnu og látið laukinn malla við lágan hita í um 10 mín. Bætið þá kryddunum saman við og látið malla áfram í um ½ mín- útu. Bætið því næst gulrótunum og salti sam- an við og látið malla í um 1 mínútu. Þá fara grjónin og vatnið saman við og smakkið svo vatnið til að athuga með saltstyrkinn. Látið þetta malla við lágan hita í um 10-12 mín- útur. Athugið þá hvort grjónin eru ekki allt að því soðin. Takið pottinn af hitanum og látið standa í um 10 mín með loki. Hrærið þá í grjónunum með gaffli. Setjið í skál og stráið ferskum kóríander yfir. Naan brauð 200 ml mjólk 2 msk. sykur 1 pk þurrger 550 g hveiti 1 dl hörfræ 1 tsk salt 2 tsk lyftiduft 4 msk ólífuolía 1 dós hreint jógúrt Gharam masala krydd Maldon salt, fínt mulið Til penslunar: Ólífuolía Fínt saxaður hvítlaukur Ferskt kóriander Velgið mjólkina og leysið gerið upp í henni. Blandið hráefnunum öllum vel saman. Geym- ið samt hluta af hveitinu. Hnoðið deigið, skiptið því í litlar kúlur og fletjið út í þunnar kökur. Látið hefast undir stykki í 10 mínútur. Veltið hverri köku upp úr gharam masala kryddi. Bakið á útigrilli, pönnu eða í ofni undir glóandi grilli þar til brauðið er vel brúnt. Snúið kökunum og bakið eins á hinni hliðinni. Penslið með olíublöndunni meðan brauðið er heitt og stráið maldon salti yfir. Hvað er vorlegra en glas af frískandi og bragðmiklum trönu- berjasafa? Hægt er að fá slíkar veigar keyptar úti í búð bæði sem hreinan safa eða þykkni til að blanda en gott er að hafa í huga að nokkur gæðamunur er á þessum útgáfum, eftir því hvort búið er að blanda þær með sykri og öðrum aukaefnum eða ekki. Margir vilja meina að trönuberjasafinn sé allra meina bót enda eru trönuberin stútfull af næringarefnum og eru t.d. mjög C-vítamínrík. Talið er að safinn virki vel gegn þvagfæra- sýkingum og er hann af þessum sökum talinn eitt helsta nátt- úrulækningameðal gegn blöðrubólgu, þótt vísindalegar sönnur fyrir þeirri virkni hans séu enn sem komið er takmarkaðar. Aðrir telja safann hafa slakandi áhrif og að hann dragi þannig úr streitu hjá álagshrjáðu nútímafólki. Trönuberjasafi er vinsælt efni í ýmiskonar áfenga kokteila. Hann er til dæmis ómissandi í Cosmopolitan-kokteilinn fræga sem Carry Brads- haw og vinkonur hennar úr sjónvarpsþáttunum Beðmál í borginni höfðu mikla ást á og þömbuðu í tíma og ótíma. Enda þykir mörgum trönuberjasafi hafa á sér kvenlegan blæ og verða sérlega skvísulega bleikur í bland við aðra tærari vökva. Trönuberjasafi er einnig notaður í kokteilum á borð við Sex on the beach og Sea Breeze fyrir utan fjöldann allan af óáfeng- um drykkjarblöndum. Þá ku hann vera upplagður sem óáfengt skot í staupi, t.a.m. fyrir þá sem vilja sneiða hjá áfengi en taka þátt í gleði og glaumi þar sem títt er skálað. Einn og sér er trönuberjasafi þó meinhollt sælgæti til að drekka með morgunmat eða hvenær sem er sólarhrings. Með klaka í glasi er hann svalandi sumardrykkur og hver veit nema hann færi þeim sem hans neyta einmitt sól og sumaryl í hjarta til að hita upp fyrir komandi tíð. ben@mbl.is Drykkur vikunnar Skvísulegur trönuberjasafi til að fagna vori
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.