SunnudagsMogginn - 14.03.2010, Blaðsíða 47

SunnudagsMogginn - 14.03.2010, Blaðsíða 47
14. mars 2010 47 LÁRÉTT 1. Hvíld líkama í erlendri borg. (8) 4. Fjöll sem Iðunn myndar með efnahvarfi. (9) 7. Við birtu Gunnars og gulls skýr birtist (7) 9. Blóm sem maður setur ekki í vasa heldur í annað ílát? (9) 11. Belti og guðir birtast ekki þeim sem eru getulausir á ákveðnu sviði. (6) 12. Skal vitlaus finna niðurstöðu. (7) 13. Hermi eftir stað þar sem saklausu fólki er haldið í svona verslun. (14) 15. Seyðin sem hálfgerður durgur fær veldur sárs- auka. (9) 17. Allt í tómu tjóni í byrjun eins og er mjög algengt. (7) 19. Skammir sem fara í pakka. (9) 22. P með ró nær að kúra með umboði. (7) 25. Stök með hópana og nokkurs konar urg þeirra yfir taumi. (12) 27. Kláraðist ílát við að rannsaka það. (10) 29. Kastar þar sem var par. (6) 30. Ílát eggja er óskiljanlegt tal. (9) 31. Gefa einhvern veginn Andra illt auga fyrir að vera syngjandi. (9) 32. Leiðari er ys og rugl út af óróa. (11) LÓÐRÉTT 1. Verðlaun og mál án halds verða að efnafræðiíláti (9) 2. Stugguðu af litlu að hluta við veiði (9) 3. Kirkjudeild hafmeyja er fiskveiðar. (7) 4. Fá skrúð og tug til að flækjast fyrir fábreyttu. (10) 5. Allar fara eftir görmum. (6) 6. „Nauts maður“, segir óskýrmæltur við tæpar. (6) 8. Gef erfingja litning frá aðalskonu. (9) 10. Söngur passar handlögnum. (9) 12. Tímabil glefsar í morgunverð. (7) 14. Kjökra vegna gullhamra. (4) 16. Saumatól og ómerkilegur matur verður í fyrstu til þess að við komum nær. (8) 18. Sko óþekktur nær einhvern veginn rota í bát (9) 20. Veiðarfærið veiðið með addressunni. (9) 21. Rakaefni án Ara er mikið. (5) 22. Einhvern veginn spar með eyrun í flíkunum. (9) 23. Ataðir utan um frú eina og skrifaðir upp. (9) 24. Hefur þann fyrsta með viti í kompás. (8) 26. Ó, þar finn ónauðsynjar. (6) 28. Sígarettur úr maðkameltu? (5) Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátt- tökuseðilinn með nafni og heim- ilisfangi ásamt úrlausninni í umslagi merktu: Krossgáta Morgunblaðsins, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila úrlausn krossgátu 14. mars rennur út fimmtudaginn 18. mars. Nafn vinningshafans birt- ist í blaðinu 21. mars. Heppinn þátttakandi hlýtur bók í vinning. Vinningshafi krossgátunnar 7. mars sl. er Heba Fjeldsted. Hún hlýtur í verðlaun bókina Svo fögur bein eftir Alice Sebold. JPV gefur út. Krossgátuverðlaun Taflfélag Bolungarvíkur er Ís- landsmeistari skákfélaga. Fyrir lokaumferðirnar stefndi allt í æsispennandi keppni milli TB og Taflfélags Vestmannaeyja sem hafði þá hálfs vinnings forskot. Liðin mættust í fimmtu umferð og höfðu Eyjamenn sigur 4 ½ : 3 ½. Sama dag og viðureignin fór fram kærðu Bolvíkingar að rúss- neski stórmeistarinn Alexey Dreev skyldi tefla á 1. borði fyrir Eyjamenn. Kæra Bolvíkinga byggðist í aðalatriðum á því að Dreev hafði við upphaf keppn- istímabilsins verið skráður í Fjölni. Að kröfu TB vék Helgi Árnason formaður skákdeildar Fjölnis úr mótsnefnd og tók Vestfirðingurinn Einar S. Ein- arsson sæti þar. Í þessu máli virðist aðalvand- inn vera sá að ýmsir þeir sem að því komu t.d. úrskurðaraðilar, stjórn SÍ, gleymdu að spyrja mikilvægra spurninga: A skráir B í lið að B for- spurðum. Hver er réttur B? Er hann í liðinu þó hann hafi ekki gefið neitt samþykki þess efnis? Alexey Dreev hafði engan formlegan samning gert við Fjölni og ekki teflt eina einustu skák fyrir það félag. Taflfélag Vestmannaeyja lagði fram rétt- mæt gögn um skráningu hans. Við upphaf umferðar gekk Jón G. Briem fram og tilkynnti fyrir hönd mótsnefndar að Dreev væri ólöglegur með TV; á laugardegi var básúnað um allan keppnissal að búið væri að draga frá TV all- an árangur Dreev. Íslandsmót taflfélaga gerir þótt ótrúlegt sé ráð fyrir mismunun sem m.a. kemur fram í því að stærri taflfélögin hafa verið með A- og B-lið í efstu deild. Skrán- ingar liðsmanna eru síðan kapít- uli út af fyrir sig en þar skiptir greinilega engu máli hvort við- komandi skákmaður hafi sam- þykkt að tefla fyrir félag. Bolvík- ingar í stjórn SÍ komu því svo í gegn að send voru út boð til tafl- félaga um skil á félagaskrám, marklaus tilskipan þar sem áð- urnefnd formskilyrði voru hvergi sett fram. Það á að vera hægur vandi að útbúa staðlað eyðublað sem tekur til fé- lagsskipta og skráningar liðs- manna. Úrskurðaraðilar í þessu máli, mótsnefndin og síðan dómstóll SÍ, virtu síðan að vettugi and- mælarétt TV á öllum stigum málsmeðferðar. Að sögn Karls Gauta Hjaltasonar sýslumanns og formanns TV, sem lengi hefur setið í áfrýjunardómstól ÍSÍ, eru það óverjandi vinnubrögð. Ekki var það til að lægja öldurnar þegar mótsnefndin vísaði um- svifalaust frá réttmætri kröfu TV vegna úrslitaviðureignar í 4. deild byggðri á reglu sem enginn ágreiningur er um og varðar borðaröðun í einstökum við- ureignum. Eyjamenn stóðu sem sagt uppi með slitinn bogastreng fyrir allar úrslitarimmurnar en gátu þrátt fyrir allt sagt eins og sá frægi kappi Íslendingasagnanna, að „hefur hver til síns ágætis nokk- uð.“ Tóku menn hinum op- inberu tölum um úrslit keppn- innar með miklu jafnaðargeði: 1. TB 39 ½ v. 2. TV 36 ½ v. 3. TR 32 ½ v. 4. Haukar (a) 31 ½ v. 5. Hellir (a) 31 ½ v. 6. Fjölnir 27 v. 7. Hellir (b) 19 v. 8. Haukar (b) 6 ½ v. Það er mikið að gerast hjá Bol- víkingum þessa dagana og til marks um styrk þeirra má nefna að í b-liði félagsins tefldu þrír skákmenn sem nýlega voru valdir í landsliðshóp Íslands. Í 2. deild vann Skákfélag Ak- ureyrar glæstan sigur, í 3. deild sigruðu Mátar örugglega og í 4. deild vann Víkingaklúbburinn eftir harða keppni. Aðstæður í Rimaskóla voru til fyrirmyndar og hinir reyndu skákstjórar stóðu sig með mikilli prýði. Helgi Ólafsson | helol@simnet.is Bolvíkingar Íslandsmeistarar taflfélaga Skák Nafn Heimilisfang Póstfang
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.