SunnudagsMogginn - 14.03.2010, Blaðsíða 2

SunnudagsMogginn - 14.03.2010, Blaðsíða 2
2 14. mars 2010 4-8 Vikuspeglar Sveltu sjö ára dóttur sína í hel, tilraunir með ofskynjunarlyf á saklausu fólki og lifir evran af? 12 Sáuð þið hana systur mína? Birna Ingimarsdóttir Wæhle á Akureyri er eitt hundrað ára í dag. Langamma hennar var systir Jónasar Hallgrímssonar. 22 Hamingusamir ná árangri Rætt við rithöfundinn Tal Ben-Shahar en „hamingjukúrs“ hann við Harvard nýtur mikillar hylli. Hann er væntanlegur til landsins. 28 Ópalið festist í tönnum hestsins Ragnar Axelsson segir söguna bak við myndina af Grána Gamla í Fær- eyjum og eiganda hans sem var nýkominn úr augnaðgerð. 32 Að spúa burt eitrinu Páll Stefánsson, ljósmyndari Iceland Re- view, vinnur nú að því að festa tíu meng- uðustu staði jarðar á filmu. 38 Skottúr í aðra veröld Steinar Þór Sveinsson fór í ævintýralega göngu á fjallið Toubkal í Marokkó og kynntist fjölskrúðugu mannlífi í landinu. Lesbók 48 Skírteini en ekki skýrteini Svanhildur Kr. Sverrisdóttir sér um Tungutak vikunnar. 50 Örlæti er besta orðið Hugleiðingar Aðalsteins Ingólfssonar um myndlist Tryggva Ólafssonar sem verður sjötugur á árinu. 52 Fórnarlömb óreiðunnar Samsæriskenningar eru legíó eins og David Aaronovitch rekur er í bókinni Voodoo Histories. 20 36 Efnisyfirlit Forsíðumyndina tók Golli af Páli Óskari Hjálmtýssyni. Umsjón Sunnudagsmoggans: Pétur Blöndal, pebl@mbl.is Umsjón Lesbókar: Einar Falur Ingólfsson, efi@mbl.is Ritstjórn Sunnudags- moggans: Arnar Eggert Thoroddsen, Árni Matthíasson, Bergþóra Jónsdóttir, Helgi Snær Sigurðsson, Hólmfríður Gísladóttir, Ingveldur Geirs- dóttir, Kolbrún Bergþórsdóttir, Kristján Jónsson, Orri Páll Ormarsson, Signý Gunnarsdóttir , Skapti Hallgrímsson, Ylfa Kristín K. Árnadóttir. Augnablikið S jaldséðir! hrópar Víðir Sigurðsson á bíla- planinu þegar blaðamaður skýtur upp kollinum. Fyrsta æfingin í tæpt ár. – Er farið að vora? kallar Jón Örn Guðbjartsson þegar komið er í búningsherbergið við gervigrasið í Laugardal. – Vorboðinn? spyr Bjarni Halldórsson glottandi. Það þykir ekki bera vott um karlmennsku að láta lítið á sér kræla yfir háveturinn, en skríða fram í sólskinið á vorin. – Hvert er leyniorðið? spyr Gísli Eyjólfsson tor- trygginn. Hann heldur utan um mannabókhaldið og þar eru engin lausatök. Mönnum er farið að leiðast þófið. Klukkan er orðin tólf. – Klæddu þig úr og talaðu ekki svona mikið! hrópar Ingimar Einarsson. Blaðamaður veit upp á sig skömmina, þó að hann hafi ekki sagt orð, gengur þögull að snaga í horninu og byrjar að klæða sig úr, svo lítið beri á. – Hvað ert þú að gera við minn snaga?! Jón Emil Árnason er mættur í klefann og ryðst að blaðamanni, sem er kominn hálfur í síðbrók- ina, og ýtir honum til hliðar með öllum sínum plöggum. – Þú sérð að það hefur ekkert breyst frá því þú komst síðast; við erum alveg jafnkurteisir, segir Guðbrandur Lárusson og hlær. Það er ríghaldið í hefðirnar í hádegisboltanum hjá Lunch United. Nema hvað, annars hefði félagið varla verið starfrækt í fleiri áratugi. Æft er undir berum himni þrisvar í viku og fullyrt að æfingar hafi aldrei fallið niður. Ekki eins og íslenska vetr- arveðrið sé tilefni til slíks ístöðuleysis. – Sælir! drynur í Einari Kárasyni sem mættur er til leiks. – Nárinn mættur, er kallað að bragði. – Mér þykir þið gamansamir, piltar, svarar Ein- ar og gengur að sínum snaga. Annars svara menn ekki sínum venjulegu nöfn- um í þessum hádegistímum; menn leggja þau til hliðar og eru þess í stað kallaðir „gulir“ eða „rauð- ir“. Það er skipt í lið mánaðarlega og metingurinn mikill. – Þú verður rauður Pétur minn, hvíslar Friðrik Þór Friðriksson og laumar til blaðamanns treyju Manchester United með áletruninni Freddi fantur. Einn helsti aðdáandi United á Fróni, Eiríkur Jóns- son, sér treyjuna og segir: – Svona treyja kostar 15 þúsund í Útilífi! Það er aldrei lognmolla fyrir leiki, enda mikið í húfi. Á leiðinni út á gervitorfuna segir Ívar Páll Jónsson, sem er yngstur þennan daginn: – Þetta lengir lífið hjá þessum mönnum. Á móti kemur að þetta eyðileggur líkamann. En það er bara fínt að vera hnjáliðalaus á elliheimilinu. Gísli hleypur hjá og kallar til blaðamanns: – Leyniorðið er snillingur! Það á vel við. Enginn hógvær í þessum hópi. Enn er leikurinn ekki byrjaður. pebl@mbl.is Einar Kárason fer sjaldnast aftar á völlinn en sem nemur vítateigslínu mótherjanna. Morgunblaðið/Kristinn Leyniorðið er … 18.-21. mars Næstkomandi fimmtudag hefst HönnunarMars 2010 í Reykjavík. Dag- skráin er ótrúlega yfirgripsmikil og fjölbreytt og ótal margt að sjá og gera. Á meðal hápunkta má nefna fyrirlestur David Carson sem er víðfrægur grafískur hönnuður, Reykjavík Fashion Festival sem verður á föstudeg- inum og laugardeginum, 10+ húsgagnasýningu og fleira og fleira. Dagskrána má finna á slóðinni www.honnunarmidstod.is Hönnunar Mars 2010 Við mælum með … 14. mars Í dag kl. 14 hefst örnám- skeið fyrir fjöl- skyldur í Hafn- arborg í tengslum við sýninguna Í barnastærðum. Á sýningunni má sjá íslenska og erlenda hönnun á leikföngum og húsgögnum fyrir börn, en á námskeiðinu verður sett upp sköpunarsmiðja fyrir börnin og fullorðna í fylgd með þeim. Þátttaka er ókeypis. 19. mars Í kvöld verður Gauragangur Ólafs Hauks Sím- onarsonar frum- sýndur á Stóra sviði Borgarleik- hússins. Í leikrit- inu kynnumst við töffaranum og erkiunglingnum Ormi Óðinssyni, vinum hans og óvinum. Tónlistina í leikritinu samdi Nýdönsk. Af sýningu fatahönnuðarins Ricardo Preto á tískuviku í Lissabon á föstu- dag. Sumarlegri gerast kjólarnir ekki. Reuters Veröldin Líður að sumri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.