SunnudagsMogginn - 14.03.2010, Blaðsíða 12

SunnudagsMogginn - 14.03.2010, Blaðsíða 12
12 14. mars 2010 B irna Ingimarsdóttir Wæhle á Akureyri fagnar 100 ára afmæli í dag, laugardag, og á von á gest- um. „Það á víst að gera heilmikið grín að mér!“ segir hún og hlær. „Barnabörnin hafa talað um það.“ Birna býr á dvalarheimilinu Hlíð. Hún er við góða heilsu, létt á fæti og sjónin er góð sem betur fer því Birna er mikill lestrarhestur. Hún missti eiginmann sinn 1974 og bjó ein eftir það; keypti sér íbúð eftir að hún flutti úr Grænumýrinni, seldi hana síðar og var eftir það í leiguíbúð. Það var ekki fyrr en sú íbúð var seld að Birna ákvað að tímabært væri að kom- ast á elliheimili, þá orðin 98 ára! „Ég var komin á tíma. En ég gat alveg séð um mig sjálf.“ Hún fór alltaf í sund nema sunnudaga og segir það eflaust eiga sinn þátt í hve hún er heilsugóð. Segist reyndar alltaf hafa verið hraust. Náskyld Jónasi Hallgrímssyni Langamma Birnu var Rannveig systir Jónasar Hallgríms- sonar, listaskáldsins góða frá Hrauni í Öxnadal. Hann er í miklu uppáhaldi hjá Birnu og henni þykir ótrúleg hlýja í ljóðum Jónasar. „Þau eru svo tær; einhvern veginn upp- hafin yfir hversdagsleikann. Til dæmis þetta: Sáuð þið hana systur mína sitja lömb og spinna ull? Fyrrum átti ég falleg gull; nú er ég búinn að brjóta og týna. Þetta samdi Jónas um systur sína, hana Rannveigu langömmu mína.“ Svo merkilegt sem það má teljast vissi Birna ekki af tengslunum við Jónas sem barn eða unglingur. Aldrei var talað um hann heima. „Það var ekki fyrr en á fullorðins- árum, þegar ég fór að lesa og læra ljóð að ég áttaði mig á að ég væri skyld honum. Ég hef oft hugsað um þennan unga, fátæka mann í Kaupmannahöfn og aðra sem börð- ust fyrir land sitt og þjóð en fengu engar þakkir fyrir. Látlaust, tært og fallegt,“ segir hún dreymandi. „Hlustaðu á þetta: Kyssið þið, bárur, bát á fiskimiði. Blásið þið, vindar, hlýtt á kinnum fríðum. Þetta er óskaplega fallegt.“ Faðir Birnu var Ingimar Hallgrímsson og móðirin Sig- urbjörg Jónsdóttir úr Þingeyjarsýslu. „Afi minn tók framhjá og þar af leiðandi varð faðir minn til.“ Birna er fædd á Litla-Hóli í Eyjafirði og bjó þar ásamt foreldrum sínum og systkinum. Hefðbundinn búskapur var á bænum, „eins og hann hafði verið kynslóð eftir kynslóð. Það var auðvitað ekkert rafmagn og enginn bíll. Allt unnið í höndunum. Það var aldeilis breyting þegar vélarnar komu og mátti breytast.“ Fyrsta sláttuvélin kom á bæinn þegar Birna var barn: vél sem hestur var spenntur fyrir. „Mótorinn var ekki kominn í sveitina.“ Hún segir líka mikið hafa breyst þeg- ar KEA kom á laggirnar mjólkursamlagi á þriðja áratug aldarinnar. „Þá fyrst sáu bændurnir peninga, þegar þeir fóru að leggja mjólkina inn.“ Verst af öllu þótti Birnu kuldinn. „Þegar timburhúsin voru byggð var lítið sem ekkert að hafa til að hita þau upp; ekkert nema mór. Svo var sauðataðið en það þurfti að endast til að sjóða mat. Og það var alltaf til nóg að borða heima. Ekki mjög fjölbreytt fæði en það var ábyggi- lega eins gott og núna.“ Nokkrir dagar urðu að 40 árum Þau voru fjögur systkinin en fleira var í heimili. „Einu sinni kom maður og spurði pabba hvort hann fengi að vera í nokkra daga. Konan hans var á Akureyrarspítala og maðurinn vegalaus. Hann fékk að vera og árin urðu 40! Hann varð 98 ára. En það var mikið lán fyrir mig sem litla stelpu að fólkið var á bænum; þau voru í nokkurs konar húsmennsku hjá pabba og ég átti ævinlega athvarf hjá þeim enda sáu þau enga galla á okkur systkinunum,“ segir Birna og hlær. „Það voru bara góðu, fallegu börnin!“ Hún segist ekki muna til þess að sér hefði nokkurn tíma leiðst sem barni. „Það var alltaf góður bókakostur á heimilinu og ég lærði snemma að lesa. Við fórum í reiðtúr einu sinni á sumri og vorum svo mikið í útileikjum. Við lifðum við mikið frjálsræði, systkinin, nema eitt var strangt: við áttum að þegja þegar gestir komu. Helst ekki að trana okkur fram. En ég hef aldrei verið slegin; ég vissi að víða var talið hollt uppeldi að slá börn á rassinn en það var ekki gert heima. Okkur datt ekki annað í hug en gera það sem okkur var sagt.“ Faðir Birnu var mikill bókamaður. „Lestur hefur verið mitt líf og yndi, ég les mikið enn í dag – og vona að ég geti það áfram.“ Hún les allt; „ég fæ til dæmis dönsku blöðin, Familie Journal og fleiri. Þar er margt gott. Svo les ég ýmsar bækur.“ Á borðinu liggur ný ævisaga Vigdísar Finnbogadóttur. „Ég verð að lesa hana við borð; bókin er svo mikil að vöxtum að ómögulegt er að hafa hana með sér í rúmið.“ Talandi um þá glæsilegu konu nefnum við að margt hafi breyst í lífi kvenna frá því Birna var ung. „Í gamla daga var alltaf talað um manninn og konuna hans, hún var varla nefnd á nafn. Maðurinn – og svo konan og hund- urinn,“ segir gamla konan og hlær. Spurð um það hvort hún lesi Jónas svarar Birna: „Ég kann feikimikið eftir hann en þó ekki allt. En mér þykir ákaflega vænt um Jónas.“ Lestrarfélag var í sveitinni þegar Birna var að alast upp og haldnar kvöldvökur. „Það voru alltaf keyptar bækur sem komu út. Pabbi las upphátt á kvöldvökunni heima í stofu en húslestur var ekki nema á jólanótt og jóladag.“ Birna segist jafnan hafa komið til Akureyrar einu sinni á ári á yngri árum. Fékk að vera með þegar farið var með ullina. Þá var ein húsaröð undir brekkunni í innbænum, norðan gróðrarstöðvarinnar; húsaröð sem hefur haldið sér. „Þá var fjaran alveg við mjóa götuna og árabátur framan við flest hús.“ Það er þó ekki eftirminnilegast: „Ég man enn eftir ilminum sem lagði langar leiðir inneftir frá Schiöths bakaríi; þvílíkur himneskur ilmur,“ segir hún. Birna hleypti heimdraganum fyrir tvítugt og fór suður að Laugarvatni; hóf nám við Héraðsskólann sem var ný- stofnaður og var þar veturinn 1929-30. „Þetta voru ákaf- lega skemmtilegir dagar. Þarna var fólk á ýmsum aldri, bæði unglingar og fólk sem hafði ekki fengið tækifæri til að fara í skóla áður. Ég man eftir einni sem okkur fannst vera kerling, enda hátt á þrítugsaldri! Hún var svo vel lesin að hún vissi miklu meira en ungu kennararnir.“ Eftir veturinn á Laugarvatni fór Birna að vinna fyrir sér. Fór austur á land í kaupavinnu um haustið, eftir að hafa verið á Alþingishátíðinni á Þingvöllum um sumarið. „Um vorið fór ég upp í Biskupstungur. Þorsteinn á Vatns- leysu var í Reykjavík í undirbúningsnefnd fyrir Alþing- ishátíðina og ég vann á bænum á meðan.“ Hún segir stórkostlegt að hafa verið á Þingvöllum. „Hátíðin tók viku og ég var þar allan tímann. Ég og önnur stelpa réðum okkur hjá veitingamanni sem kallaður var Jón í Klöpp og það var ákaflega gaman. Þegar við vorum búnar að vinna fórum við út á völlinn að sjá höfðingjana; þarna var allt höfðingjaslektið úr Reykjavík og svo sá ég kónginn, Kristján tíunda. Hann var eins og hrífuskaft – með langa handleggi og fætur. Ákaflega hávaxinn og bar sig vel.“ Til Akureyrar Birna kynntist norskum manni, Jóhannesi Jóhannssyni Wæhle, á Laugarvatni 1929. Þau trúlofuðu sig á Alþing- ishátíðinni og gengu í hjónaband um haustið. „Jóhannes kynntist bræðrunum frá Klaustri, Helga og Vilhjálmi, á lýðháskólanum í Voss í Noregi. Óvíst var með vinnu þar um sumarið og bræðurnir fengu Jóhannes til að koma til Íslands og útveguðu honum vinnu hjá Björnæs, norskum verkfræðingi, sem ætlaði að leggja símann í Vestur-Skaftafellssýslu en hafði lagt í austursýsluna árið áður.“ Þegar haustaði ráðlögðu bræðurnir Jóhannesi að fara í Héraðsskólann á Laugarvatni því það væri ódýrara en fara utan og þar kynntust þau Birna sem fyrr segir. Þegar ungu hjónin fluttust til Akureyrar var þar tölu- vert atvinnuleysi „og það var basl hjá okkur eins og öðr- um. En við lifðum það af! Það er líklega ekki hægt að út- skýra þann hugsunarhátt sem þá var. Sveitafólkið hélt meira að segja að hér væri allt í góðu lagi; það vissi ekki hvað atvinnuleysi var og þegar það fór í kaupstað sem kallað var sýndist því allir hér vera í sparifötunum og spariskónum; fólk var ekki í sauðskinnsskóm eins og í sveitinni.“ Gúmmískórnir meiri framför en sími og tölva „Það skilur enginn núna hvað það er að vera blautur í fæturna á hverjum degi. Sem betur fer!“ segir Birna Ingimarsdóttir Wæhle á Akureyri sem heldur upp á 100 ár afmælið í dag. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Birna Ingimarsdóttir Wæhle á 100 ára afmæli í dag. „Lestur hefur verið mitt líf og yndi.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.