SunnudagsMogginn - 14.03.2010, Blaðsíða 52

SunnudagsMogginn - 14.03.2010, Blaðsíða 52
52 14. mars 2010 É g veit af manni sem hefur þann einkennilega sið að éta bækur sínar. Hann er með athyglisbrest og á erfitt með að vera kyrr þeg- ar hann er að lesa. Hann fann hið rétta jafnvægi. Meðan hann les rífur hann spássíurnar af bókunum, setur upp í sig og tyggur. Þessi maður er mikill lestr- arhestur og hefur því étið margar bækur um dagana. Mér er sagt að kona hans hafi nokkurn ama af þessum sið hans en þar sem þau eru tiltölulega nýgift elskar hún hann ennþá staðfastri ást og umber þenn- an sérkennilega sið hans án þess að nöldra áberandi mikið. Þeir sem hafa ást á bókum sínum eiga til að klappa þeim og hjala í huganum við höfundinn. Oscar Wilde er sá höfund- urinn sem ég tala oftast við í huganum af því hann er svo skemmtilegur og ann öllu því fagra. Svo hef ég ofurást á Charles Dickens og kyssi hann í huganum mörgum kossum af því hann skilur mannlífið og er svo ofurnæmur á fjölbreytileika þess. Að sumu leyti er það spennandi tilhugsun að éta bækur þessara höfunda, en ég er of pen kona til að geta það. Ég vil eiga þær heilar. En mér finnst stórmerk- legt að vita af heimili þar sem hálfétnar bækur eru í bókaskápum. Þeir sem hafa unun af bóklestri koma oftast fram við bækur sínar af sömu ástúð og umhyggju og þeir umgangast þær manneskjur sem þeim þykir innilega vænt um. Þá er ekki krotað í bækurnar, brett upp á blöð í þeim eða bækurnar lagðar á grúfu án bókamerkis. Það eru talin helgi- spjöll að gera slíkt því þá er verið að meiða bækur. Beinast liggur við að afgreiða bókaát á sama hátt. En málið er flóknara og kallar á nýja og ferska hugsun. Fyrstu viðbrögð eru vitaskuld að for- dæma þennan gjörning og flokka hann undir viðurstyggilega eyðilegging- arstarfsemi. En svo hugsar maður með sjálfum sér hvort það geti verið að há- punktur þess að ná beinu sambandi við bækur sé að melta þær í bókstaflegustu merkingu þess orðs. Það hlýtur að skipta máli að fólk taki eftir bókum og geri þær að hluta af sjálfum sér. Og ef það kýs að éta þær þá er varla hægt að gera athugasemd við það. Kannski verða bækur aldrei meiri hluti af manneskju en einmitt þegar hún setur þær upp í sig og tyggur af einstökum ákafa. Maður étur bækur Orðanna hljóðan Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is ’ Meðan hann les rífur hann spássí- urnar af bók- unum, setur upp í sig og tyggur. Þessi maður er mik- ill lestr- arhestur og hefur því étið margar bækur um dagana. S jálfsagt þekkja allir samsær- iskenningarnar um árásirnar á tvíturnana í New York, World Trade-bygginguna, í september 2001, en væntanlega líka þær kenningar sem gengið hafa um að ekki sé nóg með að bandarísk stjórnvöld hafi sjálf látið ráðast á turnana heldur hafi þau líka sviðsett árásina á skrifstofur varn- armálaráðuneytisins í Washington. Í bókinni Voodoo Histories: The Role of the Conspiracy Theory in Shaping Modern History rekur höfundurinn, David Aaronovitch, það hvernig sam- særiskenningar hafa litað samtíma okk- ar. Hann rifjar upp samsæriskenningar allt frá því Leynireglur Zíonsöldunga komu út 1910 (komu út á íslensku sem Samsærisáætlunin mikla 1951) og fram á okkar daga; ræðir um morðin á Ken- nedy-bræðrum, ásrásirnar á Perluhöfn á Hawaii í desember 1941 og tvíturnana sjötíu árum síðar, sýndarréttarhöld í Sovétríkjunum á fjórða áratug síðustu aldar, og ættir Jesú (að hætti Da Vinci lykilsins) svo dæmi séu tekin. Eins og getið er byrjar Aaronovitch bókina á að rekja svínaríið í kringum Leynireglur Zíonsöldunga, sem voru búnar til af rússnesku leyniþjónustunni undir lok nítjándu aldar beinlínis til að ýta undir gyðingahatur (uppsuða úr skáldsögu sem kom út í Frakklandi 1864.) Það er og forvitnilegt hve mikið af þeim samsæriskenningum sem eru líf- seigastar eiga sér einmitt rætur í gyð- ingahatri, eins og sú sem fór víða á net- inu í Zeitgeist-myndunum. Í þeim var því haldið fram að til væri leynilegur fé- lagsskapur auðmanna sem ýtti heim- inum út í stríð eða kreppur eftir því sem honum hentaði og rímar einmitt vel við gyðingahatur. Nú hefur því iðulega verið haldið fram að hægrimenn séu hallastir undir sam- særi þar sem ríkisvald beiti sér gegn ein- staklingum, en vinstrimenn aftur á móti af þeim samsærum þegar einstaklingar hyggja á illt gagnvart ríkisvaldinu. Í því ljósi er umhugsunarefni að samsæri Zíonsöldunga er til orðið meðal hægri- manna (íhaldsafla) en á okkar dögum er það orðið að eftirlæti vinstrimanna og róttæklinga. Hvað sagði ekki marxistinn Amiri Baraka, lárviðarskáld New Jersey, í ljóðinu Somebody Blew Up America: hver vissi að sprengja ætti World Trade Center hver sagði 4.000 ísraelskum starfsmönnum tvíturnanna að vera heima daginn þann af hverju hélt Sharon sig fjarri? Þessi þráhyggja vinstrimanna að ein- hvers staðar úti í heimi (eða vestur í bæ) séu samankomin leyniöfl sem hafi ham- ingju okkar í hendi sér er í senn heimskuleg og skaðleg; heimskuleg að því leyti að hún byggist á getgátum, ósk- hyggju og uppspuna og skaðleg að því leyti að hún kemur í veg fyrir mál- efnalega umræðu og greiningu. Aaronovitch nefnir ofangreindar kenningar og fleiri til og rekur í stuttu máli og flettir ofan af þeim í leit að skýr- ingum á því af hverju fólk trúi öðru eins bulli. Hann finnur ekkert einhlítt svar, en nefnir nokkrar hugsanlegar skýringar eins og til að mynda þá að oft séu það þeir sem verða undir sem búa til eða falla fyrir samsæriskenningu til að útskýra eigin vanmátt, en líka að sú staðreynd að þegar séu til samsæri geri önnur samsæri líkleg: Fyrst frammámenn kaþólsku kirkjunnar bundust samtökum um að þagga niður barnaníð, er þá ekki eins líklegt að þeir séu að ljúga til um ættboga Krists? Annað sem gerir samsæriskenningar eftirsóknarverðar og spennandi er sú staðreynd að þær fela í sér myndun eins- konar menningarkima eða kenning- arkima þar sem sá sem trúir á kenn- inguna býr yfir meiri vitneskju og þekkingu en „hinir“ (les: almenningur). Ein af tilgátum Aaronovitch er einmitt að þeir sem trúa samsæri telji sig oft betur upplýsta og greindari en fólk almennt; þeir búi yfir þekkingu sem aðeins fáir út- valdir hafi aðgang að og þeir sem ekki trúa og/eða skilja eru þá afgreiddir sem grunnhyggnir kjánar eða vélmenni. Ein forvitnilegasta skýringin sem Aaronovitch veltir fyrir sér er þó sú að það sé í raun tilraun til að henda reiður á óskiljanlegum og óttalegum heimi sem leiði fólk út í átrúnað á samsæriskenn- ingar. Vænisýkin sé sárabindi á auma und þeirrar þekkingar að heimurinn sé undirlagður óreiðu sem muni gleypa okkur öll á endanum. Frammi fyrir því að enginn ráði för er viss huggun að ímynda sér að einhver ráði, þótt hann sé vondur. Allmargir halda því fram, fyrir einhverjar sakir, að árásin á tvíturnana 11. september 2001 hafi verið að undirlagi bandarískra stjórnvalda. Fórnarlömb óreiðunnar Samsæriskenningar eru legíó eins og rakið er í bókinni Voodoo Histories, en eru þær í raun tilraun til að henda reiður á óttalegum heimi? Árni Matthíasson arnim@mbl.is Lesbók
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.