SunnudagsMogginn - 14.03.2010, Side 23

SunnudagsMogginn - 14.03.2010, Side 23
14. mars 2010 23 Ben-Shahar bendir á í bókinni Meiri hamingja að á sama tíma og veraldlegur auður vex í heiminum fylgi þunglyndi í kjölfarið. „Jafnvel þó að kynslóð okkar – í flestum vestrænum löndum og einnig á fleiri og fleiri stöðum í Austurlöndum – sé ríkari en kynslóðirnar á undan, erum við ekki hamingjusamari fyrir vikið,“ segir hann og heldur áfram: „Leiðandi fræðimaður á sviði já- kvæðrar sálfræði, Mihaly Csikszentmihalyi, spyr einfaldrar spurningar sem snúið er að svara: „Úr því við erum svona rík, hvers vegna erum við þá ekki hamingjusöm?“ Á meðan fólk trúði því að veraldlegum grunnþörfum þess yrði að vera fullnægt svo það gæti lifað fullnægjandi lífi var auðvelt að finna skýringar á óhamingjunni. En núna þegar grunnþörfum margra hefur verið fullnægt liggur ekki lengur á borðinu nein handhæg réttlæting á óánægju fólks. Fleira og fleira fólk glímir við að leysa þversögn- ina – að peningar virðast hafa fært okkur óhamingju – og það væntir þess að jákvæð sálfræði komi því til hjálpar.“ Ekki flókið Algeng hindrun í vegi hamingjunnar er sú falska vænting að eitt- hvað eitt – bók eða kennari, prinsessa eða riddari, afrek, verð- laun, opinberun – muni færa okkur eilífa sælu,“ segir hann á öðrum stað. „Þó að allt þetta geti aukið á vellíðan okkar, þá myndar það aðeins lítinn hluta af mósaíkmynd hamingjuríks lífs þegar best lætur. Ævintýrahugmyndin um hamingjuna – trúin á að eitthvað muni gera okkur hamingjusöm um aldur og ævi – veldur okkur bara vonbrigðum á endanum,“ skrifar Ben-Shahar. Í ljós komi að það sem lífið snúist um sé þetta dags-daglega, það venjulega; smáatriðin í mósaíkmyndinni. Það sé allt og sumt. Þunglyndi vex með veraldlegum auði kominn langt út á skelfingarsvæðið – ekki síst þegar foreldrar nemenda, nokkrir afar og ömmur og loks fjöl- miðlar fóru að skjóta upp kollinum.“ Ben-Shahar segir í samtalinu við Morgunblaðið að víða séu í boði nokk- urra þrepa námskeið í leit að hamingj- unni ellegar að þátttakendum sé lofað einhverju einu leyndarmáli sem ljúki upp dyrunum að þessu eftirsótta fyr- irbæri. „Þetta hljómar vel en er því mið- ur ekki satt. Lykillinn að hamingju – og í reynd eina leiðin til að finna hana – er sú að fara á markvissan hátt yfir ákveðin atriði; hvað það sé sem skiptir hvern og einn virkilega máli í lífinu, og ákveða að breyta í samræmi við það.“ Hann nefnir bandaríska sálfræðinginn Carl Rogers, sem lést fyrir mörgum ár- um. Sá sagði einhverju sinni að það allra persónulegasta væri jafnframt það al- mennasta. „Þegar öllu er á botninn hvolft upplifum við því öll sömu kennd- ir; erfiðleika, þrautir, gleði, ást … Mikill menningarlegur munur er á milli landa en í raun eru það sömu atriðin sem alls staðar skipti mestu máli,“ segir Ísr- aelsmaðurinn í símtalinu. „Eitt það mikilvægasta sem ég áttaði mig á, eftir að ég fór að hugsa málið, var að ég hafði alla tíð leitað hamingjunnar á röngum vettvangi. Ég trúði því statt og stöðugt af ef ég kæmist á næsta fjalls- topp yrði ég hamingjusamur að eilífu. En sú er ekki raunin; við upplifum að vísu sæluvímuna en hún varir ekki lengi. Ég gleðst vissulega um stundarsakir ef ég fæ launahækkun en sú gleði varir ekki lengi. Ég verð fljótlega komin í sama farið; hafi ég verið óánægður áður en að launahækkuninni kom verð ég það fljótlega aftur.“ Gleðin verður því að vera raunveruleg til að hún endist; hamingjan fyrst og ár- angur í kjölfarið, ekki öfugt. „Með þeim hætti verðum við meira skapandi en annars, okkur gengur betur að hvetja okkur sjálf til dáða, við verðum í betri tengslum við vinnufélagana og fjöl- skylduna og af öllu þessu leiðir að okkur líður betur en annars.“ Það sem skiptir meginmáli, segir hann, og færir fólki raunverulega ham- ingju, „er að eiga góðar stundir með þeim sem okkur þykir vænst um.“ Hann undirstrikar orðin góðar stundir; ekki sé nóg að vera með viðkomandi heldur eigi ekki að vera að tala í símann eða kíkja á póstinn í tölvunni á meðan! „Við eigum líka að vera þakklát fyrir það sem við höfum, ekki að átta okkur á mikilvægi þess loks þegar einhver veikist eða fellur jafnvel frá.“ ’ Það sem skiptir meginmáli og færir fólki raunverulega ham- ingju er að eiga góðar stundir með þeim sem því þykir vænst um. Ben-Shahar undirstrikar orðin góðar stundir; ekki sé nóg að vera með við- komandi heldur eigi ekki að vera að tala í símann eða kíkja á póstinn í tölvunni á meðan!                                                      

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.