SunnudagsMogginn - 14.03.2010, Blaðsíða 54

SunnudagsMogginn - 14.03.2010, Blaðsíða 54
54 14. mars 2010 F jórir listamenn sýna saman í Listasafni Íslands; Angurværð í minni. Orðið angurværð er í huga manns svolítið séríslenskt, eins og orðið tregi. Þó eru þessi orð einnig til í öðrum tungumálum, og tilfinningin sannarlega til staðar í verkum útlendingsins og konunnar á sýningunni, Amelie von Wulffen, en auk hennar sýna þeir Birgir Snæbjörn Birgisson, Helgi Þorgils Friðjónsson og Helgi Hjaltalín Eyjólfsson. Von Wulffen er þekkt þýsk listakona af yngri kynslóð- inni. Í list sinni dregur hún gjarnan fram slungið samspil minninga, einstaklings og samfélags. Iðulega málar hún yfir ljósmyndir þannig að óræður veruleiki verður til á myndfletinum. Málaraaðferð hennar er flæðandi og nær skreytikennd, vísar til stórra pensildrátta hinna ungu villtu, þýsku málara sem slógu í gegn á áttunda áratugn- um og enn lengra aftur, til rómantískra málara nítjándu aldar. Von Wulffen skírskotar í verkum sínum til per- sónulegra minninga en skapar þeim stærra samhengi. Helgi Hjaltalín sýnir myndraðir undir titlinum Upp- gerð/Endurgerð/Viðgerð/Tilgerð í ýmsum tilbrigðum. Þetta er lunkinn leikur hjá Helga þar sem hann setur sam- an verk úr ýmsum efnum. Endurgerð náttúrunnar birtist á afgerandi máta í heimasmíðuðum trjábol, minningar birtast í smíðisgripum er taka form sitt t.d. af gamalli standklukku. Bílskrjóður fær hlutverk draums sem aldrei rætist heldur er í sífelldri mótun. Fortíðarþrá og tilfinning fyrir eilífð og endurtekningu tímans er sterkur þáttur í verkum Helga Hjaltalín. Birgir Snæbjörn Birgisson hefur á undanförnum árum vakið athygli fyrir óvenjuleg málverk. Ímyndir hafa verið þema í verkum hans, einnig nú. Endurskrifaðar lýsingar á vændiskonum Parísar á næstsíðustu öld er dapurleg lesn- ing, fjöldinn eykur enn fremur á þrúgandi tilfinninguna sem þessir textar liðins tíma vekja með manni. Grát- brosleg í gamaldags viðhorfum sínum minna þessi skrif á nöturlegar staðreyndir í veruleika samtímans. Helgi Þorgils Friðjónsson sýnir stór málverk og sam- setningar málverka. Nýnæmi í verkum hans er fyrirsætan sem birtist hér sitjandi og liggjandi, svífandi á myndflet- inum eins og oftast er um persónur í málverkum Helga. Hún er hér ásamt blómum og bakhliðum málverka, sígild myndefni í samtali við nýrri. Ég er ekki viss hvaða hlut- verk Helgi ætlar bakhliðum málverka að leika í verkum sínum. Kannski vill hann hnykkja á meðvitundinni um endurtekningu sögunnar og hlutverk málarans, eða gefa til kynna verk sem enn eru ómáluð. Hvort heldur er þá nær hann að vekja forvitni manns, kalla á vangaveltur fremur en að gefa einföld svör. Margbreytileg tengsl manns og náttúru og notkun tákna hafa verið viðfangsefni Helga í gegnum tíðina. Myndheimur hans er mótaður og sannfærandi, hin eilífa hringrás. Heimsmynd málarans birtist m.a. í verkunum Heimurinn, hér er hinn frjói, hugsandi, málandi hugur í aðalhlutverki. Það er síðan í smámyndum Helga sem helst má tengja við titil sýningarinnar, persónulegar minningar um liðna tíð, en einnig er vísað í sameiginlega, menning- arlega fortíð þjóðarinnar. Angurværð er milt hugtak, blíðlegt. Þessi sýning er mun kraftmeiri en titill hennar gefur til kynna. Í verkum listamannanna fjögurra vinna saman á agaðan máta per- sónulegar og einlægar tilfinningar og endurskoðun á gild- ismati samtímans. Niðurstaðan er áhrifarík sýning þar sem allir fá að njóta sín, bæði listamenn og áhorfendur. Í krafti blíðunnar MYNDLIST Angurværð í minni, samsýning fjögurra listamanna bbbbn Listasafn Íslands Til 2. maí. Opið daglega 11-17, lokað á mánudögum. Aðgangur ókeypis. Ragna Sigurðardóttir Amelie von Wulffen, sem á verk á sýningunni Angurværð í minni í Listasafni Íslands, er þekkt þýsk listakona. Á föstudaginn fer ég á æfingu með uppáhalds gym- vinkonu minni og hleyp frá mér allt vit og eftir það kemur besti hlutinn, við verðlaunum okkur með slök- un í spainu. Um kvöldið ætlum við vinkonurnar að hittast allar og hafa kósý-time , og þar sem ég er eng- inn kokkur elda þær ofan í mig og okkur og svo mösk- um við okkur upp yfir góðri mynd eða sprenghlægilegu spjalli. Á laugardaginn vakna ég ábyggilega ekki fyrr en um hádegi þar sem ég hata ekki að sofa út um helgar, en þegar ég er vöknuð og komin á stjá ætla ég að fá mér sushi með stelpunum mínum á uppáhaldsstaðnum mínum Sushismiðjunni. Þar munum við vinkonurnar plotta heimsyfirráð í komandi framtíð. Þeg- ar maður er búinn að melta og jafna sig kíki ég á hressandi æfingu og dunda mér heima við. Um kvöldið ætla eg svo að gleðjast með vinkonum í afmæli einnar af mínum bestu, og vil ég nýta hér tækifærið og óska henni innilega til hamingju með „stór“-afmælið. Á sunnudaginn kíki ég á æfingu og sund, ég ætla samt að vera raunsæ og bæta við hérna ... ef ég mögulega nenni að gera annaðhvort, ég er nú bara mannleg. Eftir það ætla ég að taka til heima hjá mér og und- irbúa mig fyrir nýja skólaviku. Um kvöldið ætla ég svo að skella mér í bíó á hina marglofuðu Brot- hers, mikil spenna hérna megin fyr- ir henni allavega. Helgin mín Íris Björk Jóhannesdóttir, ungfrú Reykjavík 2010 Huggulegheit, sushi, ræktin og Brothers L jósmyndin er fyrir löngu viðurkennd sem list- miðill í völdum tilfellum en það er listastofnunin hverju sinni sem metur það á svipaðan hátt og þegar ákvarðað er um hvort önnur verk teljist hönnun eða myndlist, listiðnaður eða myndlist, myndlist eða verðug myndlist o.s.frv. Til að koma verkum sínum í flokk „hinna fögru lista“ þarf listamaðurinn/ljósmynd- arinn oft á tíðum að afneita hinni almennu fegurð, hinum almenna myndsmekk og gera myndir sem ná undir yf- irborðið, skrásetja hugmyndir, sálarlíf og viðhorf sem birtast í hinum hversdaglegri aðstæðum. Ívar sýnir hér svarthvítar ljósmyndir af týpískum karlavinnustöðum ásamt nokkrum myndum sem teknar eru í guðshúsum. Titillinn „Vinnustaðir alvöru karla“ virkar eilítið meinhæðinn eða kómískur eftir því hvernig á það er litið. Hér er oftast dregin upp mynd af karl- mönnum í iðnaðarstörfum hverskonar þótt aldrei sjáist í neina mannveru á myndunum. Vinnustaðirnir eru gjarn- an draslaralegir og skítugir í algerri andstöðu við hinar fínu híbýlamyndir nútímans. Þá er ekki óalgengt að al- manök og plagöt af berum konum prýði kaffistofur eða skrifstofuhorn á þessum vinnustöðum. Myndirnar sem teknar eru í guðshúsum eru teknar á sama hátt. Ljósmyndin rammar innulega inn óvenjulegt, oftast fagurfræðilega snautt sjónarhorn þar sem allt er mannlaust og einhverskonar bið og geymsluástand hefur skapast. Þrátt fyrir ryksugaðan hreinleikann í þessum húsakynnum er sama tilfinning fyrir kolablandaðri sand- áferð í þessum myndum og hinum af „vinnustöðum al- vöru karla“ en myndir af krossum eða Jesú Kristi leysa beru konurnar, dagatölin og landakortin af hólmi. Hinar innbyggðu andstæður í þessum tveimur útgáfum af ölturum er að starfsmenn kirkjunnar lægja sig gagnvart guði með því að kvengera sig, kirkjan er brúður Krists og prestarnir klæðast kjólum. Á „vinnustöðum alvöru karl- anna“ upphefja þeir karlmennsku sína og gagnkynhneigð með því að hafna hinum kvenlega híbýlastandard, ein- beita sér að hinni karlmannlegu iðju sem gjarnan tengist kröftum vélar eða náttúru. Altaristaflan er svo iðulega hin nakta kona, kynferðislegt viðfang, verðlaunagripur eða fórn sem öfugt við altarismyndir guðshúsanna gerir karl- mennskunni hátt undir höfði. Myndir Ívar eru margslungnar, í þeim leynast ádeila, eftirsjá, hugmyndafræðileg togstreita og mannfræðilegar vangaveltur. Flott sýning. Birtingarmynd karlmennskunnar MYNDLIST Ívar Brynjólfsson – ljósmyndir bbbbn Listasafn Íslands Sýningin stendur til 11. apríl. Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 11-17. Aðgangur ókeypis Ívar sýnir ljósmyndir af týpískum karlavinnustöðum. Þóra Þórisdóttir Lesbók
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.