SunnudagsMogginn - 14.03.2010, Blaðsíða 26

SunnudagsMogginn - 14.03.2010, Blaðsíða 26
26 14. mars 2010 H inn 17. janúar árið 1961 flutti Dwight D. Eisenhower kveðjuræðu til bandarísku þjóðarinnar eftir að hafa gegnt embætti forseta í átta ár. Ræðan vakti gífurlega athygli fyrst og fremst af einni ástæðu. Eisenhower sá ástæðu til að vekja athygli þjóðarinnar á því, að lengst af hefði enginn vopnaiðnaður verið til í Bandaríkjunum, heldur hefðu fram- leiðslufyrirtæki á öðrum sviðum tekið að sér að framleiða vopn, þegar þörf væri á. Á seinni tímum hefði þetta breytzt og ekki hjá því komizt. Bandaríkjamenn hefðu byggt upp gífurlegan og varanlegan vopnaiðnað. Á sama tíma væru 3,5 millj- ónir manna starfandi í bandaríska hern- um eða í tengslum við hann í stjórnkerf- inu og annars staðar. Eisenhower benti á, að þessum mikla framleiðsluiðnaði og þessu víðtæka hern- aðarkerfi fylgdu mikil áhrif. Hann kallaði þessa tvo þætti í bandarísku þjóðlífi „the military-industrial complex“ og varaði bandarísku þjóðina við að þessi sam- steypa, sem byggðist á viðskiptum og áhrifum innan stjórnkerfisins gæti sótzt eftir pólitískum áhrifum „sem geta stofn- að frelsi okkar í hættu“. Eisenhower var eins og kunnugt er aðalhershöfðingi bandamanna í heimsstyrjöldinni síðar, stjórnaði innrásinni á meginland Evrópu og varð síðar forseti Bandaríkjanna. Hann vissi því um hvað hann var að tala. Sagn- fræðingar segja, að hann hafi sjálfur búið til þetta hugtak „military-industrial complex“ og jafnan síðan hefur þótt merkilegt að hann skyldi kveðja þjóð sína með þessum viðvörunarorðum. Þennan kafla í ræðu Eisenhowers má finna á You- Tube. Ræða Eisenhowers hefur komið upp í huga minn á undanförnum vikum og mánuðum, þegar ég, eins og flestir aðrir Íslendingar hef hugleitt, hvernig þeir at- burðir gátu gerzt, sem leiddu til banka- hrunsins haustið 2008 og þess efnahags- hruns, sem í kjölfarið fylgdi. Það þýðir ekki bara að skamma viðskiptajöfrana og bankajöfrana, þótt það sé sjálfsagt. Við verðum að horfast í augu við sjálf okkur og kafa dýpra eftir skýringum. Vonandi verður þær að finna í skýrslu Rannsókn- arnefndar Alþingis, sem senn sér dagsins ljós. Í umhugsun minni um þessi mál hef ég komizt að þeirri niðurstöðu, að hér á Ís- landi hafi orðið til á síðustu áratugum banvæn blanda, sem eigi sér með vissum hætti hliðstæðu í því hugtaki, sem Ei- senhower bjó til, þegar hann varaði bandarísku þjóðina við samsteypu vopna- framleiðenda og hernaðarkerfis Banda- ríkjanna. Áhrifin gætu orðið svipuð. Þessi banvæna blanda, sem orðið hefur til á Íslandi er sú mikla samtenging viðskiptalífs og stjórnmála, sem varð til hér og leiddi að lokum til þess að pólitíska kerfið varð ófært um að veita viðskiptalíf- inu nægilegt aðhald. Peningar hafa alltaf skipt máli í stjórn- málum á Íslandi. Í gamla daga var sagt, að Sjálfstæðisflokkurinn væri stærstur vegna þess, að hann hefði yfir mestum fjár- munum að ráða. En á þeim árum og lengi var áhrifum peninganna innan flokkanna haldið í skefjum og eldri kynslóðir kaup- sýslumanna kunnu sig að því leyti til að þeir sýndu hófsemd í kröfum, sem þeir gerðu í krafti fjárframlaga til flokkanna. Margir þeirra höfðu þann sið að borga til allra flokka, jafnvel sósíalista. Eftir því sem prófkjörin urðu víðtækari í flestum flokkum fóru peningar að skipta meira máli um úrslit þeirra. Sá, sem hafði mesta peninga var líklegur til að ná meiri árangri, en sá, sem hafði litla peninga. Í okkar samtíma hefur keyrt um þver- bak. Þær upplýsingar, sem nú liggja fyrir um fjárframlög fyrirtækja til bæði flokka og einstaklinga vegna prófkjörsbaráttu, sýna að allt hefur þetta farið úr skorðum. Löggjöfin, sem sett var um fjármál flokk- anna fyrir nokkrum árum, sem takmarkar mjög þær fjárhæðir, sem fyrirtæki mega gefa til flokka sýnir að forystumenn þeirra hafa gert sér grein fyrir þessu. Það er þessi banvæn blanda stjórnmála og viðskiptalífs á Íslandi, sem líta má á sem vissa hliðstæðu við þá vopnafram- leiðslu- og hernaðarsamsteypu, sem Ei- senhower varaði þjóð sína við. Í ljósi fenginnar reynslu má spyrja, hvort ekki sé tilefni til að skera alveg á milli viðskipta og stjórnmála hér með því að banna að fullu og öllu fjárframlög fyr- irtækja til flokka. Raunar held ég að slík hugmynd hafi komið fram í umræðum flokkanna fyrir nokkrum árum úr því, sem sumir mundu telja, óvæntri átt, þ.e. frá Sjálfstæðisflokknum en verið hafnað af öðrum af ótta við, að sá flokkur hefði inn- an sinna vébanda fleiri efnamikla ein- staklinga og af þeim sökum yrði þetta ójafn leikur. Lýðræðið skiptir öllu máli fyrir okkur eins og aðrar þjóðir, sem við það búa. Lýðræðið á Íslandi hefur verið afskræmt með peningum og afleiðingarnar komu m.a. fram í hruninu mikla. Ein forsenda þess að byggja upp nýtt samfélag á Íslandi er að þurrka út áhrif viðskiptalífsins í krafti peninga á gangverk lýðræðisins. Það kostar að sjálfsögðu peninga að halda uppi lýðræði en þeir peningar verða að koma skv. almennum og gagnsæjum reglum úr almannasjóðum. Þegar skýrsla Rannsóknarnefndar ligg- ur fyrir verður hún væntanlega grund- völlur víðtækra umræðna í þjóðfélaginu um það, sem betur má fara og hvaða breytingar þurfi að gera á grundvall- arþáttum þess til að leikurinn verði ekki endurtekinn. Í þeim umræðum þarf að ræða af mikilli alvöru, hvort ekki eigi að banna með öllu fjárframlög fyrirtækja til stjórnmálaflokka og einstakra frambjóðenda og jafnframt takmarka framlög einstaklinga við til- tekna hóflega upphæð. En að stjórnmála- starfsemi eins og aðrir þættir í gangverki lýðræðisins verði fjármagnaðir með al- mannafé. Banvæn blanda Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@mbl.is Á þessum degi fyrir 68 árum lá Anne Miller, 33 ára gömul hjúkrunarkona og móðir, fyrir dauðanum á sjúkrahúsi í New Haven í Banda- ríkjunum. Hún hafði veikst hastarlega í kjöl- far fósturláts nokkrum vikum áður og heilsu hennar hrakað jafnt og þétt. Miller var komin með streptó- kokkasýkingu, sem var algengt banamein fólks á þess- um árum, og læknar sögðu fjölskyldu hennar og vinum að búa sig undir hið versta. Öllum tiltækum ráðum hafði verið beitt, súlfalyfjum, blóðgjöf og Miller skorin upp – án árangurs. Fæðingarlæknir Miller, Orvan Hess, datt þá fyrir til- viljun niður á grein í Reader’s Digest sem fjallaði um notkun á jarðvegsbakteríum til að drepa streptókokka- sýkingar í skepnum. „Væri ekki dásamlegt að hafa að- gang að lyfi af þessu tagi?“ hafði hann á orði við kollega sinn, John Bumstead. Þessi pæling fékk Bumstead til að ræða við kunningja sinn, dr. John Fulton, prófessor í líf- eðlisfræði við Læknaháskólann í Yale, sem fylgst hafði með tilraunum með nýtt fúkalyf, pensilín. Fyrir hreina tilviljun lá Fulton á sjúkrahúsinu í New Haven vegna vægrar sýkingar. Bretinn Sir Alexander Fleming uppgötvaði lækn- ingamátt pensilíns á ofanverðum þriðja áratugnum en tilraunir með lyfið á mönnum og músum höfðu ekki lof- að góðu og það að mestu gleymst fyrir vikið. Eftir að hafa heyrt sjúkrasögu Miller fannst Fulton ástæða til að reyna lyfið á henni – menn höfðu svo sem ekki miklu að tapa, Miller var við dauðans dyr. En ekki er sopið kálið þó í ausuna sé komið. Það var þrautin þyngri að finna lyfið enda pensilín af skornum skammti á þessum tíma. Fulton hafði á endanum upp á hálfu sjötta grammi á tilraunastofu í New Jersey. Það mun hafa verið helmingur alls pensilíns sem til var í Bandaríkjunum á þessum tíma. Hvernig átti að gefa lyfið? Pensilíninu var vandlega pakkað inn og sent með hraði til New Haven. Þangað kom það að morgni 14. mars 1942. Á þeim tímapunkti var það samdóma álit lækna að Anne Miller ætti aðeins örfáar klukkustundir ólifaðar. Líkamshiti hennar mældist 41,7 stig og hún var að mestu rænulaus. Enda þótt pensilínið, brúnt duft, væri komið í hús var björninn ekki unninn. Bumstead læknir hafði ekki hug- mynd um hvernig hann ætti að gefa sjúklingnum lyfið. Manneskju hafði aldrei áður verið gefið pensilín í Banda- ríkjunum og aðeins í nokkur skipti í Bretlandi. Eftir að hafa skotið á fundi með helstu lyflæknum sjúkrahússins ákvað Bumstead að sprauta Miller með pensilíninu klukkan 15:30. Fjórum klukkustundum síðar hafði hiti sjúklingsins lækkað niður í 37,2 stig og undir morgun daginn eftir var hún algjörlega hitalaus. Nokkrum dög- um síðar var Miller komin á ról og borðaði af góðri lyst. Fregnin um upprisu Anne Miller fór eins og eldur í sinu um heimsbyggðina. Fjöldaframleiðsla á pensilíni hófst í kjölfarið og bjargaði lyfið lífi fjölmargra her- manna sem særðust í seinni heimsstyrjöldinni. Árið 1944 var pensilín sett á almennan markað. Anne Miller náði fullri heilsu og lifði í 57 eftir þessa sögulegu sjúkralegu. Hún andaðist árið 1999, níræð að aldri. Miller starfaði alla tíð sem hjúkrunarfræðingur og hef- ur eflaust ekki latt sjúklinga sína til að taka pensilín. Eins og gefur að skilja er sjúkraskýrsla Anne Miller með merkilegri plöggum og er nú að finna á Smith- sonian-safninu í Bandaríkjunum, þar sem gestir og gangandi geta virt hana fyrir sér. orri@mbl.is Pensilín bjargar mannslífi Bretinn Sir Alexander Fleming uppgötvaði fyrstur manna lækningamátt pensilíns á ofanverðum þriðja áratugnum. ’ Á þeim tímapunkti var það samdóma álit lækna að Anne Miller ætti aðeins örfáar klukkustundir ólifaðar. Líkamshiti hennar mældist 41,7 stig … Það var mikil bylting þegar pensilín kom á almennan mark- að árið 1944. Það læknaði margt, meðal annars lekanda. Á þessum degi 14. mars 1942
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.