SunnudagsMogginn - 14.03.2010, Blaðsíða 39
14. mars 2010 39
E
f ég þyrfti að velja lagaheiti sem lýsir
best Managua, höfuðborg Níkaragva,
væri það tvímælalaust „Where the
Streets Have No Name“ með U2. Bók-
staflega. Í Managua, og í landinu öllu ef því er að
skipta, eru einfaldlega ekki notuð götuheiti
heldur er allt miðað við alkunna útgangspunkta
t.d. hringtorg, fyrirtæki og veitingastaði. Út frá
þessum kennileitum eru húsaraðirnar taldar
þar til komið er á áfangastað.
Borgin liggur við suðurströnd Managua-
vatns, en með því fyrsta sem maður lærir ef
maður ætlar að eiga sér von um að rata um
borgina, er að vita alltaf staðsetningu stöðu-
vatnsins. Áttirnar eru sem sagt „að vatninu“
(norður), suður, „upp“ (vestur) og „niður“
(austur). Ég bý til að mynda „frá aðalinngangi
Enitel (símafyrirtæki), 1 ½ húsaröð að vatninu,
rauð hurð“. Flókið? Hvað þá þegar fólk miðar
við kennileiti sem eyðilögðust í jarðskjálft-
anum 1972 sem allir innfæddir þekkja, við fyr-
irtæki sem er löngu búið að loka eða við litla
tréð sem féll í fellibylnum fyrir nokkrum árum ...
Eins óskiljanlegt og þetta virðist „meikar þetta allt sens“ eftir nokkra
mánuði. Ég kýs að kalla þetta skipulega óreiðu. Mér hefur verið sagt að
ef maður geti keyrt í Managua geti maður keyrt hvar sem er í heiminum.
Hér deilir maður akrein með vörubílum, hestvögnum, fótgangandi veg-
farendum og vespum með einum, tveim, þrem og jafnvel fjórum far-
þegum!
Managua hefur sinn sjarma þrátt fyrir að jarðskjálftinn og áratugalöng
borgarastyrjöld hafi markað sín spor. Mörg hús eru ennþá í rúst að
meðtalinni dómkirkjunni sem sýnir ennþá klukkuslagið þegar jarð-
skjálftinn reið yfir.
Þrátt fyrir fátæktina, en Níkaragva er næstfátækasta land í Róm-
önsku-Ameríku, á eftir Haítí, eru íbúar alltaf með bros á vör. Eitt það
skemmtilegasta sem hægt er að gera í Managua er að fara á markaðinn á
sunnudagseftirmiðdegi. Þar er hægt að finna allt milli himins og jarðar –
og ef það er ekki til er því reddað. Á markaðinum kaupir maður föt, raf-
magnstæki, húsgögn, hengirúm, geisladiska, piñatas eða skellir sér í
klippingu. Uppáhaldshluti minn er án vafa kjöt- og fiskideildin. Fyrir
utan hið hefðbundna kjöt má þar finna svínalappir, nautaeistu, lifandi
hænur og hana, hrogn, humar, að ógleymdum iguanaeðlum og skjald-
bökueggjum sem eru kolólögleg söluvara.
Það væri lygi að segja að Managua sé falleg borg en hún býr yfir mikilli
sögu og áhugaverðri menningu. Það þarf að þekkja borgina til að kunna
að meta hana enda stoppa flestir túristar stutt á leið sinni á næsta
áfangastað í þessu fjölbreytta landi sem hefur svo margt að bjóða; sólar-
strendur, brimbretti, eldfjöll, skóga og kaffiekrur.
’
Í Mana-
gua, og
í land-
inu öllu ef því
er að skipta,
eru einfald-
lega ekki not-
uð götuheiti.
Þóra Bjarnadóttir
Markaðurinn í Marrakesh er engu líkur. Hann er
mikið völundarhús og sölumennirnir kalla ekki allt
ömmu sína í sölumennsku. Regla númer eitt er að sýna
engu sem maður hefur áhuga á raunverulegan áhuga,
deila a.m.k. fjórfalt í þá upphæð sem fyrst er sett á vör-
una og byrja að prútta frá því, og muna að sölumenn-
irnir selja ekki neitt með tapi þannig að það þarf ekki að
skammast sín fyrir að vera grófur. Prútt er leikur og
maður verður að spila með og gera það þá djarft. Annars
er ekki borin virðing fyrir manni.
Út frá Marrakesh er hægt að gera góðar nokkurra
daga ferðir. Einfalt er að leigja bíl og auðvelt að keyra
um Marokkó. Ekki er nema dagsferð í eyðimerkur, fjöll-
in eru nærri, og einnig er hægt að fara út að Atlantshafi.
Mæla má með Essaouira við Atlantshafsströndina sem er
18. aldar hafnarborg sem nýtur vaxandi vinsælda vegna
skemmtilegs mannlífs, góðs fiskjar, sem boðinn er
ferskur úr Atlantshafinu og framreiddur á fjölmörgum
veitingastöðum, og fagurs umhverfis. Þar er þægilegt
sjávarloft og vindurinn frá Atlantshafi, sem heimamenn
kalla alizee, kalla landann heim aftur til Íslands. Essa-
ouria er því fyrirtaks síðasta stopp til að slaka á eftir
góða ferð í Marokkó áður en haldið er heim á leið.
Berbabörn í einu af fjallaþorpum Atlasfjallanna. Gönguhópurinn hvílist á toppi Toubkal.
Úr völundarhúsi markaðarins í Marrakesh.
Á skilti í grennd við mosku stendur að hún sé aðeins
fyrir múslima.
Ljósmynd/Steinar Þór Sveinsson
Klyfjaður asni er þarfasti þjónninn í Marokkó.
’
Næstu dagar liðu á
áfram í samblandi af
tímaleysi, aðdáun á
fallegri og stundum hrika-
legri náttúru, samskiptum
við þorpsbúa sem einkennd-
ust af gagnkvæmri forvitni,
spjalli við skemmtilega
ferðafélaga, kvöldvökum
þar sem innfæddu leiðang-
ursmennirnir sungu trega-
fulla hirðingjasöngva, púli
og svita, urð og grjóti, slætti
í tjöldum í vindi og hrotum
þreyttra göngugarpa í tjald-
búðum sem höfðu sofnað út
frá korri múlasnanna.
Póstkort frá
Managua
Laugavegi 178. Sími 562 1000. www.utivist.is
Góð Útivist á Páskum
Snæbýli - Strútur, gönguskíðaferð
Páskar í Strút, bækistöðvaferð
Skálavarsla í Básum alla páskadagana