SunnudagsMogginn - 14.03.2010, Blaðsíða 17

SunnudagsMogginn - 14.03.2010, Blaðsíða 17
„Í Þýskalandi snýst málið um að létta mönnum lífið, bæði líkamlega og andlega; að gera þá færari um að kom- ast af, ef svo má segja. Ekki er um lækningu að ræða en reynt er að gera líðanina eins skikkanlega og hægt er. Manni líður aldrei vel; það hugtak þekkir maður ekki eða man ekki hvernig er.“ Fyrstu árin eftir að Erlingur greindist kom læknir norð- ur einu sinni í mánuði og var til viðtals á sjúkrahúsinu og Erlingur fór einstaka sinnum suður. „Það var svo ótrúleg breyting þegar taugalæknir var ráðinn við Sjúkrahúsið og Gunnar Friðriksson flutti í bæinn. Hann hefur reynst okkur frábærlega.“ Erlingur hefur þá kenningu að parkinsonsjúkdómurinn geti dulist lengi og sé jafnvel að einhverju leyti með- fæddur og ýmis atriði koma upp í hugann frá því hann var strákur. „Ég var heldur lipur og eljusamur en seinfær og klaufi við sumt. Ég ætlaði til dæmis aldrei að læra að hnýta skó- reimar og er nú oft í vandræðum með það í kulda. Ég gat heldur ekki kastað almennilega. Kastaði eins og stelpa! Ég náði ekki að smella fingrum; það var eitthvert mátt- leysi. Ég var líka seinn að læra að hjóla; jafnvægisskynið kannski ekki verið í lagi.“ Hann segist líka hafa verið býsna seigur við að moka, en aldrei eins og þeir sem mokuðu ákafast. Og ekki náði hann að mjólka nema nema eina kú, í mesta lagi tvær, þá voru handleggirnir orðnir uppspenntir. Ekki lærði hann heldur að blístra fyrr en seint. „Ég var lipur og laginn við flesta hluti en kiksaði oft í fótbolta; hitti ekki boltann. Var aðeins of seinn; það getur bent til þess að viðbrögðin séu ekki rétt. Að taugaboðin berist of seint.“ Hlífðarlaus miðill Í gærkvöldi mætti Erlingur til leiks í Útsvari á ný ásamt Jóni Pálma Óskarssyni og Hildu Jönu Gísladóttur. Hann tekur svo til orða að sjónvarpið sé hlífðarlaus miðill „vegna þess að allar hreyfingar verða svo áberandi.“ Hann þarf því að passa að taka lyfin sín á réttum tíma og vonast til þess að þau endist þáttinn. Spurningaþátturinn vekur ætíð athygli. Sigríður segir ljóst að hann sé mjög vinsæll og nefnir að stundum sé engu líkara en hún sé á ferð með kvikmyndastjörnu þar sem þau Erlingur eru saman, fljótlega eftir útsendingu. Fólk vilji þakka honum fyrir frammistöðuna og ræða málin. „Ég er metinn duglegur af því að ég er eins og ég er. Eða kannski þrátt fyrir það,“ segir Erlingur og brosir. Bætir svo við að alltaf hafi tíðkast hér á landi að bera sig borginmannlega, og fer með vísu Kristjáns fjallaskálds: Við skulum ekki víla hót það varla léttir trega. Það er þó alltaf búningsbót að bera sig karlmannlega. „Ég lít á að það sé eitt það besta sem ég get gert fyrir parkinsonsjúklinga að vera með í þessum þætti,“ segir Erlingur um Útsvarið. 14. mars 2010 17 Erlingur dvaldi á sjúkrastofnun í Þýskalandi árið 1996 og þakkar dvölinni þar að hann gat starfað sem umsjónarmaður Sigurhæða, húss Matthíasar Joch- umssonar, í nokkur ár eftir að hann hætti að kenna og haldið þar úti umfangsmik- illi menningarstarfsemi. Tryggingastofnun neitaði að taka þátt í kostnaði við för Erlings utan, jafnvel þótt hann færi aðeins fram á sambærilega upphæð og ríkið greiddi fyrir dvöl á Reykjalundi. Tekið skal fram að eftir tveggja ára baráttu fékk hann kostnað við ut- anferðina greiddan að hluta. Þegar hann fór aftur til Wolfach í Svartaskógi síðar fékk Erlingur ekki eina krónu. Þeim Sigríði fannst samskipti við Tryggingastofnun niðurlægjandi og benda m.a. á eftirfarandi í svarbréfi frá tryggingayfirlækni: „Þótt eflaust sé hægt að segja að hægt sé að finna erlendis stofnanir þar sem sjúklingar með sjúkdóm Parkinsons á hágu stigi geti hugsanlega haft eitthvert gagn af meðferðinni, þá er miðað við þann mikla kostnað sem hlýst af slíkri meðferð erlendis ekki hægt að samþykkja slíka meðferð á kostnað ríkissjóðs enda yrði þá að samþykkja hana fyrir fjölmarga sjúklinga erlendis.“ Erlingur spurði í framhaldi þessa hvort það ætti að ráða þátttöku almannatrygg- inga í sjúkrakostnaði og endurhæfingu hvort fleiri eða færri séu haldnir ákveðnum sjúkdómi. „Hvar er jafnræðisreglan ef 50 sjúklinga hópur fær aðstoð tryggingakerfisins en öðrum hópi er neitað, t.d. vegna þess að þar eru 500 manns? Hefur til þessa verið farið eftir fjölda sjúklinga eða öllu heldur fæð þegar ákvarðanir hafa verið teknar? Og hvers vegna eru Parkinson-veikir ekki þar á með- al? Er það e.t.v. vegna þess að þeir eru að meginhluta gamalt fólk, sem treystir sér illa til að standa í málaþrasi til að sækja rétt sinn? Vissulega er öll lækn- ismeðferð og hæfing kostnaðarsöm en röksemdirnar [...] gefa tilefni til að spyrja enn frekar: Átti nokkurntíma að borga undir fyrsta alkohólistann á Freeport, voru ekki of margir drykkjumenn í landinu til þess?“ sagði hann í bréfi til Trygg- ingaráðs. „Þótt eflaust sé hægt að segja ... “
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.